Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Græjur og tækni E-sígarettur kunna að stuðla að bættri heilsu reykinga- manna umfram venjulegar sígarettur en þær geta hins veg- ar valdið tölvum stórskaða. Margar slíkar sígarettur eru hlaðnar í gegnum USB-tengi og þess þekkjast nú dæmi að e-sígarettur hafi hlaðið skaðlegum vírusum inn á tölvur reykingamanna eftir að óprúttnir aðilar hafa átt við þær. Rafsígarettur hættulegar tölvum A thugasemdakerfi á vef- síðum hafa að mörgu leyti set svip sinn á upplýsingaöld þar sem notendur geta tjáð sig beint um dægurmál, fréttir eða hvaðeina en nú blasir sú þróun við að slíkum kerfum muni fækka og umræður í auknum mæli fara fram inni á samskiptamiðlum. Um þetta er fjallað á vefsíðu CNN. Áhrifamikil síða um tæknimálefni, Re/code, tilkynnti til dæmis nýlega um að hún hefði lokað fyrir athugasemdir inni á síðunni. „Við íhuguðum þessa ákvörðun vandlega í ljósi þess að álit og skoðanir notenda skipta okkur máli,“ skrifaði rit- stjórinn Kara Swisher. „En nið- urstaða okkar var sú að ör vöxtur samskiptamiðla valdi því að umræður um frásagnir okkar og fréttir fari í sífellt meiri mæli fram þar og þar með að umræður inni á síðunni okkar verði gagnslausari með hverjum degi.“ Tilkynningin barst í kjölfar þess að ýmsar áberandi vefsíður á borð við Reuters, Chicaco Sun-Times og Popular Science hafa fjarlægt eða dregið veru- lega úr athugasemdakerfum sín- um. Dónaskapur ein ástæðanna Óvíst er hversu margir munu gráta þessa þróun enda eru slík athugasemdakerfi víða alræmd fyrir þann dónaskap og trölla- skap sem þar þrífst iðulega. Ýmsar síður sem lokað hafa á athugasemdir benda á að skort- ur á almennri kurteisi hafi haft áhrif á ákvörðun þeirra. „Sem fréttadeild 141 árs gam- als tæknitímarits lítum við á það sem hlutverk okkar að hlúa að og rækta vitsmunalegar umræð- ur um tæknileg málefni á sama tíma og við einbeitum okkur að því að dreifa boðskapnum,“ sagði í tilkynningu frá Popular Science í september. „Vandamálið er hins vegar þegar tröll og rusl- póstur hreinlega taka yfir at- hugasemdakerfin okkar og koma þannig í veg fyrir að við getum sinnt hlutverki okkar.“ Stýrð og heft umræða Eins og Re/code gaf fréttastofan Reuters einnig til kynna að samskiptamiðlar hefðu haft áhrif á þá ákvörðun að loka fyrir at- hugasemdir við fréttir síðunnar. „Umtalsverður hluti upplýstrar og virðulegrar umræðu um mál- efni frétta – og jafnframt gagn- rýni á fréttaflutning sem og hrós – hefur færst yfir til sam- félagsmiðla,“ sagði í yfirlýsingu frá Reuters 7. nóvember síðast- liðinn. Aðrar vefsíður hafa farið þá leið að hefta athugasemdirnar til muna fremur en að loka al- gjörlega fyrir þær. Á þeim vef- síðum sem Gawker-fjölmiðla- samsteypan heldur úti verða allar athugasemdir til dæmis að hljóta samþykki áður en þær birtast opinberlega á síðum. Ákveðið var að styðjast við þetta fyrirkomulag eftir að GIF- myndskeið og ofbeldisfullar ljós- myndir af nauðgunum tóku bók- staflega að streyma inn á at- hugasemdakerfi síðnnar Jezebel sem Gawker starfrækir. „Þetta hræðilega fólk sem stendur á bakvið þessa árás á athuga- semdakerfið getur verið stolt af sér. Tröllaskapur upp á 10, margir lesendur fengu hausverk og dagar margra voru eyðilagð- ir,“ sagði í bloggfærslu frá Jeze- bel í kjölfarið. „Þið hafið gefið okkur lýsandi dæmi um hversu óstjórnlega ógeðfellt internetið getur verið.“ Í ágúst var lokað fyrir at- hugasemdir við flestar fréttir á vefsíðu CNN. Notendur geta skrifað inn athugasemdir við valdar fréttir sem ritstjórar síð- unnar telja að geti leitt af sér líflegar umræður í háklassa. Höfundar og ritstjórar taka þátt í slíkum umræðum og stjórna þeim og færst hefur í aukana að ritstjórar stjórni sérstökum um- ræðum á vefsíðum fréttamiðla á Facebook og Twitter. Hins vegar er alltaf jafnerfitt að halda vef-tröllunum í skefjum þrátt fyrir að gripið sé til ým- issa úrræða til að halda þeim frá. Athugasemdakerfin hverfa NET-TRÖLL OG SÍSTÆKK- ANDI SAMSKIPTAMIÐLAR HAFA VALDIÐ ÞVÍ AÐ FLEIRI OG FLEIRI VEFSÍÐUR KJÓSA NÚ AÐ LOKA FYRIR AT- HUGASEMDAKERFI SÍN. SAGT ER AÐ FRAMTÍÐ UM- RÆÐUNNAR LIGGI Á SAM- SKIPTAMIÐLUM. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Athugasemdakerfi hafa sett svip sinn á internetheiminn síðustu ár en nú blasir við að umræða muni í auknum mæli færast yfir til samskiptamiðla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Íslenska sprotafyrirtækið Risk Medical Solutions hefur sett Ret- inaRisk á markað í Bandaríkj- unum, en um er að ræða hugbúnað sem hjálpar sjónfræðingum og augnlæknum við að taka klínískar ákvarðanir við skimanir fyrir augn- sjúkdómum tengdum sykursýki. RetinaRisk er ætlað þeim 32 millj- ónum Bandaríkjamanna sem þjást af sykursýki og vann Risk Medical Solutions náið með íslenskum og bandarískum sérfræðingum á sviði augnlækninga og sykursýki að þró- un á vörunni. Undanfarin fjögur ár hefur reikniformúlan sem stýrir áhættu- mati kerfisins farið í gegnum fjórar klínískar prófanir í Bretlandi, Dan- mörku, Hollandi og á Spáni og RetinaRisk hefur verið í prófunum (e. beta-testing) undanfarna 12 mánuði. Markaður fyrir netlægar lausnir sem auðvelda ákvörðunartöku fer ört vaxandi í Bandaríkjunum, þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á að einstaklingar þekki sjúkdóma sína betur og þá sérstaklega lífs- stílstengda sjúkdóma eins og syk- ursýki. RetinaRisk gefur læknum aukna getu til að fræða sjúklinginn um sinn sjúkdóm og persónubundið ástand, sem og að taka meðvitaðar ákvarðanir tengdar meðferðinni. RetinaRisk veitir læknum einnig þann möguleika að senda skýrslur sín á milli um áhættumat sjúklinga og getur það flýtt framhaldsmeð- ferð hjá þeim tiltekna sjúklingi. Íslenskur hugbúnaður gegn augn- sjúkdómum í Bandaríkjunum RETINARISK, HUGBÚNAÐUR FRÁ ÍSLENSKU SPROTAFYR- IRTÆKI, RISK MEDICAL SOL- UTIONS, MUN NÝTAST BANDARÍSKUM LÆKNUM. Hugbúnaðurinn mun nýtast augn- læknum við störf sín. Morgunblaðið/Þorkell Tennis er dýrt sport og erfitt. Vandasamt getur reynst að ná tökum á íþróttinni án þess að fá faglega leiðsögn og slíkir tímar geta einnig kostað sitt. Nýtt smá- forrit, Zepp, lofar notendum sín- um framförum með því einu að festa lítinn og fisléttan nema á spaðann sem svo sendir allar upp- lýsingar í gegnum Bluetooth í snjallsíma. Ertu með góða bak- hönd? er spurt á vefsíðu appsins. Viltu öðlast banvæna bakhönd? Þá er þetta víst appið sem þú þarft. Í umfjöllun á netinu kemur víða fram að auðvelt sé að verða háður því að kynna sér greiningar og niðurstöður appsins í símanum en hins vegar megi deila um hversu mikið spilamennskan batni. APPIÐ Bættu sveifluna hratt með símanum Federer-bakhöndin þykir ein fallegasta hreyfingin í íþróttaheiminum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.