Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Síða 44
Með eindæmum einbeittur
Baltasar Kormákur er einn þeirra manna og þeir eru ekki
margir – Bubbi Morthens kemur upp í hugann – sem
flokka má sem náttúrukraft. Svo mikil er orkan. Í tilviki
Baltasar er náttúrukrafturinn stormur og nánar tiltekið
hvirfilbylur. Þegar Balti fer á kreik þá fjúka húsin, þ.e.a.s.
hann nær að framkvæma ótrúlegustu hluti og standa þar
sem við hinir venjulegu menn getum einungis látið okkur dreyma um.
Þar fyrir utan er hann með eindæmum einbeittur, þ.e.a.s. þegar ákveðið
verkefni er á annað borð komið í gang. Þá útilokar hann allt og alla og vinn-
ur eins og jarðborð sem keyrir í gegnum hvert jarðlagið af öðru, allt þar til
uppsprettan opnar skálar sínar. Þegar hann er í þessum ham þá er hann
grimmur og óvæginn. Já, það býr einbeitt grimmd í Baltasar, nokkuð sem
hann hefur nýtt til þess að lyfta grettistaki í íslenskri kvikmyndagerð.
Skarpur hugmyndasmiður
Baltasar er með afbrigðum skarpur í kollinum. Hann er
stríðsmaður andans. Jafnframt því er hann lipur í hugsun,
þ.e.a.s. hann getur talað alla til og sannfært menn um að
svart sé hvítt og rautt sé blátt. Hann hefur gaman af því að
rökræða hlutina. Ósjálfráð viðbrögð hans við flestöllum
uppákomum lífsins er að hugsa og rökræða. Veröld Baltasar er heimur
ímyndunarafls og hugmynda. Baltasar er hugmyndasmiður. Hann er ofvirk-
ur í höfðinu. Þar liggur snilligáfa hans.
Um leið er hann kröfuharður á samstarfsmenn. Til að fá að sitja til borðs
með honum þurfa menn að hafa eitthvað til málanna að leggja. Samferða-
fólkið þarf að hafa bein í nefinu. Með öllu þessu er ég ekki að segja að hinn
fágaði og töff Balti sé skrímsli, ég er að segja að hann vilji vinna með þeim
bestu. Þegar þeir bestu eru nálægir þá hlustar hann. Ef ekki, þá valtar
hann yfir sviðið.
Kaldur víkingur norðursins
Baltasar var mikill sjarmör og kvennaljómi á sínum yngri
árum. Enn þann dag í dag er hann flottur og myndarlegur
maður. Djúp, heit og sterk augu, svart hár og grásprengt
skegg. Töff skyrta eða úlpa frá 66°. Víkingaskáld norðurs-
ins. Það kemur því kannski einhverjum á óvart, þegar kort-
ið er skoðað, að í ljós kemur að tilfinningar hans eru kaldar eða a.m.k. sval-
ar eða a.m.k. þess eðlis að hugsun og skynsemi á að stjórna þessu sviði
lífsins. Við nánari umhugsun er þetta ekki skrítið. Baltasar er leikstjóri með
meiru. Hann er maður sem greinir sögupersónur, ræðir um blæbrigði við
leikara og pælir í mannlegu eðli. Sem sagt hugur og greining er ofar hjarta,
svona að öllu jöfnu að minnsta kosti.
Mætti láta hjartað yfirtaka höfuðið
Baltasar. Það er enginn eldur í stjörnukortinu þínu, engin
pláneta í hrúti, ljóni eða bogmanni. Það sem ég ætla nú að
segja er ekki endilega áberandi, en þetta er málið: Gleði.
Ef þú sætir fyrir framan mig, þá myndi ég spyrja (í anda
Jóns Ársæls): Ertu glaður maður, Baltasar? Hversu oft
hlærð þú innilega og af sakleysi barnsins? Hversu oft fær hjartað að yfir-
taka höfuðið? Þetta er a.m.k. eitthvað sem ég tel að þú ættir að hugleiða.
Þú býrð yfir það miklum sprengikrafti að framangreint er ekki augljóst,
en eins og ég sagði í upphafi, þá er sprengikrafturinn af ætt stormsveips-
ins, vatnið og loftið blandast í rigningu sem verður að hvirfilbyl. Fyrir þig
sjálfan og þá sem standa næst þér þá má bæta smá-hita og léttleika í rokið
og rigninguna. Set þetta fram svona til umhugsunar.
Baltasar, þú ert með afbrigðum fjölhæfur. Það er frábært, en þýðir um
leið að þú þarft að gæta þess vandlega að forgangsraða verkefnum þínum.
Ég myndi segja að þér hafi tekist þetta vel hingað til og svona heilt yfir en
þetta er nokkuð sem þú þarft að vera á stöðugu varðbergi gagnvart. Þú ert
hugmyndaríkur, hittir marga og milljón hugmyndir liggja á skrifborðum
þínum. Halda þarf vel utan um þetta allt, forgangsraða til að koma í veg
fyrir upplausn.
Til þjóðarinnar vil ég segja þetta. Við erum heppin að hafa Baltasar á
meðal okkar. Við þurfum svo sannarlega á mönnum sem lyfta grettistaki að
halda. Baltasar er einn af þeim.
Maður sem flokka má
sem náttúrukraft
BALTASAR KORMÁKUR BALTASARSSON ER FÆDDUR 27. FEBRÚAR 1966 KL. 21 Á SELFOSSI. HANN ER HESTUR Í
KÍNVERSKRI STJÖRNUSPEKI, SEM ÚTSKÝRIR AF HVERJU LILJA PÁLMADÓTTIR GIFTIST HONUM. Á FÆÐINGAR-
STUND BALTASARS VORU SÓL (LÍFSORKA OG GRUNNEÐLI), MERKÚR (HUGSUN) OG MARS (BARÁTTUORKA) Í
HINU FJÖLHÆFA OG SKAPANDI FISKAMERKI, TUNGLIÐ (TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) VAR Í HINUM MÁL-
GLAÐA TVÍBURA, VENUS (SAMSKIPTI) Í HINUM YFIRVEGAÐA OG SVALA VATNSBERA, RÍSANDI (FRAMKOMA) Í
HINNI KURTEISU OG FÁGUÐU VOG OG MIÐHIMINN (MARKMIÐ) Í HINUM NÁTTÚRUELSKANDI KRABBA.
ÕGrunneðli
]
Vitsmundir
Y
Tilfinningar
Ráðleggingar
Morgunblaðið/Golli
Stjörnukortið
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON
www.islenskstjornuspeki.is
Fiskurinn 19. febrúar 20. mars
Árstími Fisksins er í lok vetrar, þegar veður er umhleypingasamt. Þetta endurspeglast í eðli Fisksins, í
margbrotinni og misjafnri skapgerð. Hann er síðasta merkið í dýrahringnum og er oft sagt að hann
hafi öll önnur merki fólgin í skapgerð sinni. Fyrir vikið er hann víðsýnn og margbrotinn, fær um að
skilja ólíkt fólk og setja sig í spor annarra. Hann er fjölhæfur, skapandi og stórhuga, en getur átt erfitt með að tak-
marka sig. Hann hefur sterkt ímyndunarafl og myndræna hugsun.
x
Baltasar fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1966 en foreldrar hans eru Kristjana
Guðnadóttir Samper og Baltasar Samper.
Hann er kvæntur Lilju Pálmadóttur hesta- og athafnakonu. Þau búa
ásamt börnum sínum á Hofi á Höfðaströnd í Skagafirði.
Hann útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands árið 1990. Hann hefur
leikið í fjölmörgum kvikmyndum og notið mikillar velgengni sem leik-
stjóri. Má nefna myndirnar 101 Reykjavík, A Little Trip to Heaven, Mýr-
ina, Djúpið og Contraband og 2 Guns. Tvær síðastnefndu myndirnar
eru gerðar á ensku með Hollywood-stjörnum í aðalhlutverki.
Kvikmyndaverið Universal Studios hefur keypt réttinn á kvik-
myndinni Vikingr sem Baltasar vinnur að. Hann kemur að framleiðslu
myndarinnar en handritið segir frá árdögum víkinga og er það að
hluta til byggt á Íslendingasögunum.
Næsta væntanlega mynd frá leikstjóranum er kvikmyndin Ever-
est, sem verður frumsýnd næsta haust. Hún er með Jake Gyllenhaal
og Josh Brolin í aðalhlutverkum og fjallar um mannskæðasta slys sem
orðið hefur á þessu hæsta fjalli jarðar.
Baltasar og fyrirtæki hans RVK Studios framleiða nýja sjónvarps-
þáttaröð með Stöð 2 sem ber heitið Katla. Önnur verkefni í vinnslu
eru sjónvarpsþáttaröðin Trapped og fangelsismyndin On the Job, sem
byggist á atburðum sem gerðust í Mexíkó, þegar föngum var hleypt út
til að myrða fólk í skjóli nætur. Hann hefur líka lýst yfir áhuga á því að
færa Sjálfstætt fólk og Grafarþögn á hvíta tjaldið.
BALTASAR KORMÁKUR LEIKSTJÓRI
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014