Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014
I
ðulega er uppi sú krafa á hendur trúuðum
mönnum að þeir færi rök fyrir trú sinni og er
þá átt við rök sem líta má á sem hefðbundinn
lið í sönnunarfærslu. Þess háttar kröfur
koma frá þeim sem telja að heilbrigð skyn-
semi, vísindalegar aðferðir og jarðbundin
þekking í hæfilegu blandi við sannfæringu þeirra
sjálfra kippi stoðunum undan trú manna. Af ein-
hverjum ástæðum virðast kristnir menn verða fremur
fyrir slíku áreiti en þeir sem halla sér til að mynda að
þeirri trú sem Múhameð spámaður fór fyrir. Það hef-
ur verið fellt undir blindan stjórnmálalegan rétt-
trúnað að sýna beri þeirri trúargrein sérstakt um-
burðarlyndi, þótt birtingarmynd hennar víða falli illa
að gildismati vestrænna manna, svo ekki sé minnst á
hugmyndir um jafnrétti.
Ruglað saman vínberjum
og vélmennum
Kristnir menn eru sér hver og einn vitandi um sitt
trúarlega haldreipi og það er hvorki leitt út úr fræði-
legri formúlu né staðreynanlegri sönnunarfærslu.
Þeir skulda engar skýringar. Frásagnir þær sem
byggt er á í grundvallarþætti trúarinnar eiga sér
margar gildar sagnfræðilegar heimildir. Fáir sem
kunna til verka í þeim fræðum reyna að gera þær tor-
tryggilegar. En slíkir tilburðir breyta þó engu. Trúin
hvorki stendur né fellur með þeim. En kosturinn við
beitingu fræðilegra formúlna og sönnunarfærslu sem
stenst vísindalegar kröfur víða í tilverunni er ekki síst
sá, að trú kemur því ekki við. Trúin fær á hinn bóginn
þrifist án slíks, eins og felst í orðinu. Þeir, sem þykir
hún ómerkilegri fyrir vikið, mættu hugsa til þess að
margt annað beygir sig alls ekki undir formúlurnar
eða sönnunarfærsluna. Til dæmis býr ástin við áþekk
skilyrði. Ætlar einhver að gera kröfur um að hún sé
sönnuð? Vitnisburðirnir um hana eru óteljandi og
drýgsti hluti mannkyns hefur reynt að ástin gerir
ótrúleg kraftaverk. Kraftaverk koma líka við sögu í
heimi trúarinnar. Svo er það sálin. Velmenntaðir vís-
indamenn eru kenndir við hana. Hún fylgir mann-
inum. Að minnsta kosti trúum við því flest, en ekki
hefur tekist að staðsetja hana í skrokknum og hún er
lítið fyrir myndatökur. Forðast jafnvel sneiðmynda-
vélina, sem greinir þó margt. Svo er það hin ramma
taug sem rekka dregur föðurtúna til. Vitnisburðir um
þá taug mælast í milljónum. Snorri Sturluson ber
tauginni vitni: Út vil ek. Aðrar taugar hafa náðst á
mynd, sumar með rafeindasmásjá, en ekki þessi. Á að
fordæma hana fyrir þær sakir?
Svo eru það forfeður okkar og mæður. Þegar horft
er langt fram er ekki ein einasta sönnun til um það að
það fólk hafi verið til. Aldrei hefur verið skrifað um
það stafur eða dregin upp af því mynd. En svo kom
óvænt sú tíð að það nægir Kára Stefánssyni að gera
munnstrok eða ná blóðdropa til að fræðast lifandis
býsn um þetta fólk. Og að auki ættum við, hvert og
eitt, að vera nægjanleg sönnun þess, að þetta fólk hafi
örugglega verið til, þótt ekkert annað bendi svo sem
til þess. Og jafnvel meint vísindaleg fyrirbæri verða
að láta sér umbúnað trúarinnar duga þar til hin ótví-
ræða sönnun liggur fyrir. Ótal dæmi eru til um að
menn hafi verið sannfærðir um þau, trúað á þau og
einmitt það hafi haft mest að segja um að sönnun
fékkst, þótt það tæki ár eða aldir að finna hana. Hefðu
menn sagt þessa „trú“ eða „sannfæringu“ fráleita af
þeirri ástæðu einni að ekki væri búið að sanna hana
hefði hún vísast aldrei verið sönnuð. Hinum stór-
merku kenningum Darwins er gjarnan stillt upp sem
andstæðu trúar. En þar sem þessar kenningar eru
enn, eftir allan þennan tíma, aðeins kenningar, hafa
margir áskilið sér rétt til að taka á þær trú allt þar til
afgerandi sönnun kann að fást. Enginn getur amast
við því og ekkert dregur það úr gildi kenninganna.
Darwin sjálfur lét sínar miklu rannsóknir og kenning-
Morgunblaðið/RAX
Hún er sjaldséð pestin
þar sem menn verða
veikir fyrir staðreyndum
Eldgos í Holuhrauni
Reykjavíkurbréf 28.11.14