Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Side 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Side 47
arnar sem hann dró af þeim ekki trufla sig frá kirkju- sókn í sinni sveit. Hann var hamingjusamlega giftur góðri konu í kirkjubrúðkaupi og hvílir látinn í West- minster Abbey. Ekkert af því dregur úr gildi kenn- inga hans sem byggðar voru á merkum vísindalegum rannsóknum og þær hafa ekki gert trúuðum mönnum neitt til, þótt einhverjir þeirra bitu það í sig í önd- verðu. Ónýt blanda Stundum iðka menn stjórnmál eins og aðrir iðka trú. Það er svo sem ekkert að því, nema þegar neitað er að kannast við það. Mjög áberandi er hve margir hér á landi nálgast afstöðu sína til Evrópusambandsins með trúarlegum aðferðum. Þeir eru „sannfærðir um“ að aðild að Evrópusambandinu sé eins og fjölhæfasta lækningajurtin, sem þó á eftir að finna, allra meina bót. Trúfestan er svo sterk, að það fær ekki haggað henni þótt forsendurnar sem vísað var til, þegar trúin var tekin, hafi flestar gufað upp. Lengi var evran heil- agasta tákn þessarar trúar og nægjanlega kröftugt til að bægja öllum hugsanlegum efa út í hafsauga. Nú liggja fyrir ótvíræðar niðurstöður um að einn og sami gjaldmiðillinn getur ekki til lengdar þjónað ólíkum þjóðum með verulegt fjárhagslegt fullveldi. Um það er varla fræðilegur ágreiningur lengur. En þá þykjast hinir sannfærðu ekki hafa heyrt dynkinn þegar dýrð- lingurinn féll. Blásið er á fræðilegar staðreyndir, þótt menn þykist veikir fyrir þeim endranær og ríghaldið í „sannfæringuna“. Undir áhrifum við borðið Á Íslandi hafa menn í ábyrgðarstörfum ítrekað haldið því fram að hefði Ísland verið í ESB myndi banka- kreppan hafa siglt fram hjá því. Þetta segja menn opinmynntir og bláeygir þótt fjölmargar evruþjóðir hafi gengið í gegnum ógnir vegna bankahruns og fengið meiri skell og margfalt erfiðari og langvinnari vandræði en gerðist þó hér á landi. Það má til sanns vegar færa að ýmsum bönkum í þeim löndum var þyrmt og áhættusömum kröfuhöfum bjargað. Þjóð- irnar borguðu fyrir þau góðverk með skelfilegum út- látum, fjöldaatvinnleysi og fátækt. Því er hvað eftir annað haldið fram að Ísland festist í samsvarandi reglugerðarneti í gegnum EES- samning sinn og það gerði væri landið aðili í ESB. Fyrirliggjandi staðreyndir segja allt aðra sögu. En þegar staðreyndir og „sannfæring“ mætast víkja þær. Krafa ESB um „aðlögun“ Íslands að hundruðum þús- unda reglugerða í aðildarferli ætti ein að duga jafnvel mestu efasemdarmönnum. En hún gerir það ekki. Því þeir eru „sannfærðir“. Þeir standa á fullyrðingu sinni þótt hún nái ekki máli og draga af henni rangar álykt- anir í framhaldinu, eins og ekkert sé. Íslendingar, segja þeir, hafi sáralítil áhrif á þá reglugerðarsetn- ingu sem þeir þurfa að þola, þrátt fyrir fjölda út- sendra sérfræðinga og diplómata á háum skattlausum launum í Brussel. Það er að vísu mikið til í þessu. Varla kemur upp í hugann eitt einasta atriði, þar sem hinn útsendi herskari héðan hafi spynt við fótum að gagni. En það lifnar hins vegar mjög yfir honum þeg- ar hann fær „hint“ um að hotta á ráðuneytin heima að innleiða ósköpin án þess að mögla, því virðulegir emb- ættismenn hjá ESB séu orðnir órólegir. Þetta segjast þeir útsendu hafa frá fyrstu hendi. Nú nýverið ákváðu yfirvöld í Brussel að lengur yrði ekki komist hjá því, að samræma uppþvottahanska sem notaðir væru í að- ildarríkjunum. Þessi frétt sýnir hvílík firra er að halda því fram að sambandið skipti sér af fáránleg- ustu smámálum. Enn hefur t.d. ekki verið sett sam- ræmd regla um í hvaða átt menn eigi að snúa þegar þeir snýti sér. Er því enn allur gangur á því út um álf- una. Sannfæringin ein dugar illa En þrátt fyrir að hinir „sannfærðu“ séu ekki á hrein- um villigötum varðandi áhrifaleysi Íslendinga á til- skipanir innan EES, tekst þeim að draga af þeirri næstum því staðreynd kolrangar ályktanir. Þær eru raunar sóttar í „sannfæringuna“. Fullyrt er að væru Íslendingar aðilar að ESB yrðu áhrif þeirra, þegar af þeirri ástæðu, allt önnur og meiri. Það hljómar und- arlega þar sem reglugerðafjöldinn sem þá tæki til Ís- lands myndi aukast stórlega. Því yrði útsendum væntanlega fjölgað óheyrilega geysilega með tilheyr- andi kostnaði, en engum árangri. Því „sannfæringin“ er ekki studd raunverulegum rökum. Þvert á móti. Saga sambandsins bendir í allt aðra átt. Bretar eru tæplega 300 sinnum fjölmennari þjóð en Íslendingar og búa við úttútnaða utanríkisþjónustu frá heimsveldisárunum með aldalanga reynslu. Til- raunir þeirra til að stöðva innleiðingu reglugerða og tilskipana er dapurleg, svo ekki sé meira sagt eins og nýlegar skýrslur sýna. Þær renna nær allar út í sand- inn. En þeir hafa þó reynt. Áhrifaleysi smærri þjóða í ESB er í auknu hlutfalli við árangursleysi stórþjóð- anna. Sér víða stað Vald ólýðræðislegra embættismanna í Brussel hefur vaxið fjarlægum meintum húsbændum sínum í höf- uðborgum ESB-landanna yfir höfuð. En fleira kemur til. Matt Ridley lávarður benti í vikunni á athyglis- verða hlið þessa máls. Hann birti grein í The Times sl. mánudag. Yfirskriftin var: Hvernig ESB hefur látið rödd okkar í veröldinni hljóðna. „Þegar kemur að frí- verslunarviðræðum og sambærilegum samningum á Bretland ekki sæti við borðið,“ segir Ridley. „Í stað þess situr penn evrókrati þar.“ Í greininni vitnar Rid- ley til Owens Patersons, fyrrverandi umhverfis- ráðherra Breta, sem upplýsti í ræðu og birti sláandi dæmi um, hvernig utanaðkomandi stofnanir hefðu mun meiri áhrif á lagasetningu ESB en aðildarlöndin sjálf. Ridley nefnir stofnanir, sumar alþjóðlegar, sem afgreiða samþykktir sem geta haft víðtæk áhrif. Við þá afgreiðslu situr peni fulltrúi ESB við borðið með „umboð“ aðildarlandanna. Þau koma því hvergi nærri. Hagsmuna þeirra er alls ekki gætt. En þar sem ESB átti fulltrúa við fæðingu reglugerðanna eru þær samþykktar af búrókrötum í Brussel og færðar inn í lagasafn ESB, sem stækkar um þúsundir síðna árlega. Hann segir síðan: „Það er því engin furða þótt ESB-efasemdarmenn (þar með talinn Nigel Farage) segi okkur nú hafa minna alþjóðlegt vægi en Noregur, sem á sitt sæti á öllum þessum alþjóðanefndum.“ Stangast á Á Íslandi þóttust sömu stjórnmálamenn vera bar- áttumenn fyrir fríverslunarsamningum landsins við önnur ríki og hömuðust við það að koma landinu í ESB. Þeir vita þó fullvel, að tækist það hefði Ísland engin áhrif á gerð slíkra samninga. Þeir, sem eru „sannfærðir“ um að slík fullyrðing sé röng, ættu að sjá kvartanir Þjóðverja yfir því að embættisvaldið í Brussel hafi farið á bak við þá í samningum við Bandaríkin. Eins og tíðkast mjög í sumum greinum trúarbragða eru kraftaverk stundum nefnd til sögunnar í ESB- trúnni. „Þið sem hafið ekki sannfærst, horfið á Írland og Spán,“ var lengi hrópað. „Þar er ofboðslegur upp- gangur sem væri óhugsandi án evrunnar.“ Og fáum misserum síðar þóttust þessir sömu hvorki sjá né heyra um þessi lönd eins og væru þau leiðindapúkar sem loks hefðu hunskast úr hverfinu. Þá var það næsta hálmstrá: „Sjáið þið frændur okkar Finna. Þeir blómstra vegna evrunnar. Hafa þrefalt „A“ sem flest- ir hafa misst.“ Það A er að vísu ekki lengur þrefalt og var enn höggvið í þá glæsieinkunn í nýliðnum október. Síðasta skýrsla ESB setur Finnland nú á neðsta bekk með Kýpur, annað evruríkið til, sem varð raunar gjald- þrota. Og þegar bent er á fullveldisafsalið, sem fylgt hefur aðild að ESB, eins og nótt fylgir degi, þá er fyrst dregið úr, en svo sagt að „sannfæringin“ segi mönn- um að fullveldisskerðingin sé í fyrsta lagi lítil, í öðru lagi fái menn hana bætta með því „að öðlast hlutdeild í fullveldi annarra ríkja(!)“ og í þriðja lagi séu öruggar vísbendingar um að lengra verði alls ekki gengið. En þá birtist á forsíðu Financial Times æpandi frétt: „Draghi (seðlabanakstjóri ESB) steps up push for economic union.“ Á mannamáli þýðir þetta að banka- stjórinn vilji að fjárforræði þjóða færist með öllu frá þeim til Evrópusambandsins. Draghi er ekki einn um slíka kröfu. Þær hljóma frá öllum helstu valdastofn- unum ESB og einnig forystumönnum ríkjanna, frá Merkel niður í smælingjana, sem enginn man hvað heita. Og þannig er ekki talað af því þar gali vondir karlar og kerlingar sem vilji gera aðildarríkjum evr- unnar illt. Þetta fólk og raunar jafnt áhugamenn og efasemdamenn um ESB telja nú, að án efnahagslegs samruna undir hatti Brussel fái evran ekki staðist. Hún, sem átti að bjarga öllu, þarf nú sjálf björgunar við. Ef hún hrynur Forystumenn ESB hafa á undanförnum misserum et- ið hver upp eftir öðrum: Hrynji evran, hrynur Evr- ópa. Rétt einu sinni rugla þeir saman Evrópu og sam- bandi ríkja innan þess. Það má hins vegar vel vera rétt mat, að hrynji evran hverfi ESB í núverandi mynd. En hver er háskinn? Evrópa fer ekkert. Efna- hagslegur vandræðagangur verður naumast verri en hann hefur verið síðustu árin á evrusvæðinu. ESB hefur þá starfað ámóta lengi og Viðtækjaverslun rík- isins. Menn komust af þótt hún lognaðist út af. Árið 1989 hefðu menn eins getað hrópað: „Hrynji múrinn mun alræði öreiganna austan hans ekki leng- ur eiga von.“ Það hefði líka verið rétt mat. Hið meinta alræði öreiganna gufaði upp, sem gerði minna en lítið til, því öreigunum fækkaði hratt við það, íshella kúgunar bráðnaði, er fólkið fékk hlutdeild í frelsinu, svo að alræðið var ekki lengur nauðsynlegt og líf þess varð aftur jarðneskt, öfugt við það sem ger- ist, að sögn Halldórs, þar sem jökulinn ber við loft. *Nú nýverið ákváðu yfirvöld í Brussel að lengur yrði ekki komist hjá því, að samræma uppþvottahanska sem notaðir væru í aðildarríkjunum. Þessi frétt sýnir hvílík firra er að halda því fram að sambandið skipti sér af fáránlegustu smámálum. 30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.