Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 48
S umarið árið 2004 var skemmtilegt sumar hjá 17 ára vinum. Senn komin á annað ár í menntaskóla. Einhverjir nýkomnir með bílpróf, aðrir hársbreidd frá því að fá skírteinið í hendurnar og allir meira og minna að gera hluti sem venjuleg ungmenni gera í menntaskóla, að hafa gaman af lífinu. Guðjón Jónasson er 27 ára gamall, fæddur og uppalinn í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann æfði handbolta af kappi og gekk í Verslunar- skóla Íslands, vinamargur og lífsglaður. Rúmum mánuði eftir 17 ára afmæli sitt lenti hann í alvarlegu bílslysi sem átti eftir að marka djúp spor til framtíðar. Þetta sumar tóku Guðjón og tveir vinir hans upp á því að leika háskafullan leik. Einn keyrði bíl á meðan annar lá framan á húddinu á bílnum og hélt sér í. Ef sá sem lá á húddinu vildi að bíllinn yrði stoppaður átti hann að banka í framrúðuna. Það var reglan. Hraðinn var venjulega hafður í lágmarki en þetta örlagaríka kvöld fór hraðinn hátt í 90 km og urðu afleiðingarnar hræðilegar. Hann segist ekki enn þann dag í dag hafa tekist almennilega á við áfallið sem hann varð fyr- ir. Hluti af rúntinum að fara á húddið Félagarnir stunduðu þetta af og til og var leikurinn stundum hluti af rúntinum sem var gjarnan farinn á kvöldin ásamt öðrum vin- um. Þess má geta að blaðamaður var í sama vinahóp og viðmælandi á þessum tíma og sat í eitt eða tvö skipti í bílnum þegar slegið var til leiks. Ástæðan fyrir því að þessir gömlu vinir ákváðu að mæla sér mót og segja sögu Guð- jóns er sú að fyrir skömmu birtist frétt þess efnis að lögreglan á Suðurnesjum hefði stöðvað unga stráka við að leika sama leik. Guðjón var til í að segja sögu sína eftir að blaðamaður innti hann eftir því, til þess að koma í veg fyrir frekari slys. „Ég man ekki dagsetninguna einu sinni, en ég man að þetta var föstudaginn fyrir menningarnótt árið 2004,“ segir Guðjón. „Mamma var úti í Boston akkúrat þessa helgi. Á þessum tíma var ég venjulega kom- inn heim um eittleytið en þetta gerðist um 2-3 leytið um nóttina,“ segir Guðjón. „Við vorum á heimleið úr partíi á Seltjarnarnesi og vorum fjögur í bílnum. Vinur minn var að keyra og svo voru tvö önnur í bílnum, annar félagi minn og stelpa sem ég þekkti ekki. Að vísu veit ég ekki enn þann dag í dag hvaða stelpa þetta er sem var í bílnum. Ég man ekki hvernig hún lítur út og veit ekki hvað hún heitir.“ Krakkarnir tóku smábíltúr um Seltjarnar- nesið áður en ferðinni var heitið heim og voru komin að golfskálanum úti á Gróttu þegar ákveðið var að sprella aðeins. „Á leið- inni til baka stakk vinur minn upp á því að við færum á húddið. Ég tók vel í það og henti mér framan á bílinn. Maður var ekkert að pæla í því að maður gæti dottið af. Þetta var skemmtilegur leikur og maður fékk mik- ið adrenalín út úr þessu. Við vorum ungir og vitlausir og ekki datt mér í hug að eitthvað svona gæti komið fyrir mig,“ segir Guðjón. Man eftir augnablikinu þegar hann missti takið Slysið varð á veginum frá golfskálanum, við litlu tjörnina. Í dag er vegurinn malbikaður en á þessum tíma var hann grófur malar- vegur. „Ég bankaði einu sinni í rúðuna en hann hægði ekki á sér. Það var nýbúið að setja upp hraðahindrun þarna sem við tókum ekki eftir. Ég leit til baka, sá hraðahindrun- ina og varð mjög stressaður. Ég lamdi fastar í rúðuna og vinur minn varð þá líklega var við hraðahindrunina líka því hann bremsaði mjög snögglega. Ég var á þessum tíma um 80 kíló og læknarnir sögðu að miðað við það, fyrir mig á þessum hraða, er eins og ég hafi þurft að halda um 600 kílóum. Ég missti því gripið, datt af og fór undir bílinn. Það sem er virkilega óþægilegt við þetta er að ég man eftir augnablikinu. Ég man eftir því þegar ég var búinn að missa gripið og var að renna af. Ég man eftir stingnum í maganum. Þetta var rosalega óþægilegt.“ Fæturnir fóru fyrst í jörðina og svo skall höfuðið á Guðjóni aftur sem varð til þess að hann missti meðvitund. Líkaminn snerist við fallið, hann lenti lárétt undir bílnum og fékk tvö dekk yfir bringuna á sér. „Það næsta sem ég man er að þessi stelpa stendur yfir mér og horfir á mig grátandi. Þau héldu ef- laust að ég væri dáinn. Þegar ég rankaði við mér og opnaði augun þá hljóp hún í burtu, líklega mjög hrædd. Ég man að ég var kom- inn hálfur úr buxunum og lá þarna í götunni, allur blóðugur. Ég klæddi mig í, stóð upp og settist inn í bíl.“ Blaðamaður gapir yfir eins ótrúlegum hlut, að hann hafi staðið upp eftir slysið. „Það var svo mikið adrenalín í gangi, ég fann ekki fyrir neinum sársauka. En þegar ég kom inn í bíl og leit í spegilinn, sé ég efri vörina, sem hafði líklega tífaldast. Ég fékk líka skurð á höfuðið og sá bara blóð úti um allt. Þá leið ég út af.“ Vildi ekki eyðileggja fötin Hringt var á neyðarlínuna og rankaði Guð- jón næst við sér inni í sjúkrabílnum. „Ég man að sjúkraflutningamennirnir sátu yfir mér og voru að gera grín að mér, ég var rosalega pirraður yfir því. En seinna meir áttaði ég mig á því að auðvitað voru þeir að gera það til að halda sönsum sjálfir. Það er ekkert grín að koma að svona slysi. Það var eins og ég hefði fengið sprengju í andlitið. Þeir þurftu að slá á rétta strengi og gerðu allt rétt.“ Þegar upp á sjúkrahús var komið átti að klippa fötin af Guðjóni. Það þvertók hann fyrir. „Ég hafði verið í heimsókn hjá móður- systur minni í London fyrir stuttu og hafði keypt mér ný föt. Skítt með heilsuna, fötin skyldu vera heil,“ segir hann og hlær. „Ég fékk reyndar að klæða mig úr buxunum sjálfur en bolinn klipptu þeir af. Þetta voru Levis’-buxur og þeir mega eiga það að það sást ekki á þeim. Þær hefðu átt að rifna af mér en það kom bara örlítið nuddsár á hnéð, annars voru þær alveg heilar.“ Næst efsti hryggjarliðurinn brotnaði, sá sem gerir okkur kleift að snúa höfðinu til beggja átta. Eins brotnuðu sjö rifbein og annað herðablaðið brákaðist. Auk þess féllu bæði lungun saman. „Ef ég hefði hreyft höf- uðið til þá hefði ég líklega dáið, mænan hefði farið í tvennt. Það þurfti að taka bein úr mjöðminni á mér og setja í hálsinn. Í dag er ég með tvær fimm cm skrúfur í hálsinum eftir slysið og verða þær alltaf þar.“ Mikilvægt að halda húmor Guðjón lá á sjúkrahúsinu í um fjórar vikur með næringu í æð og á sterkum morfínlyfj- um. Hann man lítið eftir fyrstu dögunum en fékk tíðar heimsóknir frá vinum og vanda- mönnum. Hann segir að læknum hafi þótt það kraftaverk að hann lifði slysið af. Öll smáatriði virðast hafa smollið saman. „Þrátt fyrir slysið reyndi ég að hafa húm- orinn í lagi. Ég man t.d. í eitt skiptið þegar vinir mínir komu að heimsækja mig, þá steig annar þeirra óvart á snúru sem lá á gólfinu og ég lét ég sem ég næði ekki andanum með tilþrifum. Honum dauðbrá en svo fórum við allir að hlæja. Það er mikilvægt að reyna að halda í gleðina með einhverju móti,“ segir Guðjón enda var ávallt stutt í grínið í kring- um hann. „Þegar ég lá á spítalanum var ég fullur af andlegri orku til að láta gott af mér leiða og planið var að halda fyrirlestra í menntaskólum og vekja athygli á hættunni sem þessum leik fylgir.“ Missti samband við vinina En þegar Guðjón útskrifaðist tók alvaran við og var það þyngri baggi en hann átti von á. Hann þurfti að klæðast svokölluðu halo-vesti í um þrjá til fjóra mánuði, sem er skrúfað í höfuðið til þess að styðja við hálsinn. Það þótti honum erfitt, enda var hann á við- kvæmum aldri þar sem sjálfsmynd og sjálfs- öryggi spilar stóran þátt. „Ég var í Versló og spilaði handbolta og það hafði mikil áhrif á mig að geta ekki sinnt því. Ég var alls ekki ánægður með þetta vesti og erfitt að þurfa að vera í því í skólanum, sérstaklega á þessum aldri þar sem útlitið skiptir miklu máli. Ég fékk góðan stuðning frá Versló og var boðið að vera í fjarnámi og ég mátti mæta í skólann þegar „Aldrei almennilega tekist á við þetta“ ÞEGAR GUÐJÓN JÓNASSON VAR 17 ÁRA GAMALL LENTI HANN Í BÍLSLYSI SEM ÁTTI EFTIR AÐ DRAGA DILK Á EFTIR SÉR ÚT Í LÍFIÐ OG ER HANN ENN Í DAG AÐ BERJAST VIÐ ÁKVEÐNA ÓLGU INNRA MEÐ SÉR. BÍLSLYSIÐ VARÐ ÞANNIG AÐ HANN HÉKK FRAMAN Á HÚDDI BÍLS Í HÁSKA- FULLUM LEIK EN MISSTI TAKIÐ OG LENTI UNDIR BÍLNUM. NÚ 10 ÁRUM SÍÐAR SAMÞYKKTI HANN AÐ GERA UPP LIÐINN TÍMA OG VEKJA UM LEIÐ ATHYGLI Á ALVARLEIKA SVONA BÍLALEIKJA. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Guðjón þurfti að klæðast svokölluðu halo vesti eftir slysið. Hann vildi ekki láta taka mynd af sér í vestinu og því eru ekki til neinar slíkar. Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.