Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 52
Viðtal 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Þ að leynir sér ekki að Tatiana Solovyeva er hugmikil manneskja og harðdugleg við það sem hún tekur sér fyrir hendur. Heima hjá henni í einbýlis- húsi í Vogum á Vatnsleysuströnd verður varla þverfótað fyrir stólum sem hún hefur af smekkvísi og ein- stakri vandvirkni gert upp, svo þeir eru eins og nýir. Tatiana er fyrsti bólstrarinn sem útskrifast hefur á Íslandi um langt árabil og nú er hún að læra húsgagnasmíði í Tækniskóla Íslands. Útskriftar- skírteini hennar úr bólstruninni ber góðri ástundun hennar vitni, en það er bara brot af þeim útskriftar- skírteinum sem hún hefur aflað sér á ævinni. Og alls staðar hefur hún staðið sig frábærlega. Hún sýnir mér skírteinin sín í húsgagnabólstr- un stolt, þar sem ég stend í stofunni hennar, innan um stólana alla sem hún hefur gert við og eru hver öðr- um fallegri, en þó mjög ólíkir. Ta- tiana hefur ekki aðeins lært bólstr- un á Íslandi, heldur hefur hún lært það fag í Bretlandi, þ.e. Traditional Upholstery of Antique Furniture. En er húsgagnasmíði og bólstrun- in erfið vinna? „Já, hún er það líkamlega. Ég hafði aldrei unnið erfiðisvinnu fyrr en ég byrjaði að vinna með húsgögn en ég hef fengið heilmikla vöðva og er orðin sterk vegna þessara starfa,“ segir Tatiana og hlær. Hún er glæsileg kona og öll hennar framganga ber með sér hve áhuga- söm hún er og lifandi í anda. Tatiana er fædd og uppalin í Moskvu en býr á Íslandi, gift ís- lenskum manni, Sigurði Ísleifssyni tæknifræðingi. Hún á eina upp- komna dóttur. Hún stundaði um tíma íslensk miðaldafræði hér við Háskóla Íslands, en er nú að vinna í Moskvu. „Ég er verkfræðingur og fékk fyrir tæpu ári rétt til að nota það starfsheiti hér á Íslandi. En fyrst fékk ég ekki vinnu hér strax og datt þá í hug að læra bólstrun, ég hef lengi haft áhuga á gömlum munum og húsgögnum,“ segir Tatiana. „Ég hefði ábyggilega haft bólstrun og húsgagnaviðgerðir sem áhugamál hefði ég fengið vinnu strax. En þar sem ég fékk ekki vinnu hvatti mað- urinn minn mig til þess að fara í nám í bólstrun og húsgagnasmíði: „Þig langar til að gera þetta, láttu það bara eftir þér,“ sagði hann við mig,“ bætir Tatiana við og brosir. „Stuðningur og skilningur frá fjölskyldu er mjög nauðsynlegur þegar maður byrjar á einhverju nýju verkefni og ólíku því sem mað- ur hefur fengist við áður. Einkum þegar umhverfið er nýtt og maður sjálfur ekki barnungur. Og auðvitað var mér mjög mikilvægt að hitta Elínborgu Jónsdóttur, meistara í bólstrun, sem ég var nemi hjá og vann hjá æfingarverkefni í hús- gagnabólstrun. Elínborg og maður hennar Hilmar, sem er meistari í húsasmíði, voru ekki aðeins mínir fyrstu kennarar í faginu heldur hafa orðið mér dýrmætir og traustir vin- ir.“ Samhent hjón Það sést á innanstokksmunum að húsráðendur hafa mikinn áhuga á antík og fallegum gripum. Gömul og falleg húsgögn, bækur, gamlar rit- vélar, saumavélar og ýmiskonar áhöld eru allrar athygli verð. Hús- bóndinn sker út mannamyndir og fleira. Augljóslega eru hjónin sam- hent í sínum áhugamálum og hafa þar og í menntun sinni sameigin- legan bakgrunn. Tatiana bendir mér á hvern stól- inn á fætur öðrum. Við göngum um og skoðum sérkenni hvers og eins og hvernig hún hefur endurnýjað gripina. Einn er úr elmi með ís- lenskri gæru. Sá stóll er einna lík- astur kind á beit. Tatiana sýnir mér myndir af þeim stól úti í náttúrunni, innan um kindahóp, sem augljóslega er ekki meira en svo um þennan undarlega hlut gefið. Elmur er að sögn Tatiönu sjaldgæfur viður. Hún bendir mér og á ruggustóll úr eik, sem hún hefur litað dökkleita og klætt með kýrskinni. Þriðji stóllinn sem við stöldrum við er merktur henni. Hann hefur hún teiknað upp, smíðað og þar með unnið alveg frá byrjun. Hann er teiknaður eftir hönnun C.R. Mackintoch frá 1918. Hann er úr amerískri eik en klædd- ur rauðu leðri. Tatiana getur þess sérstaklega að hún noti ekta efnivið í öllum sínum viðgerðum. „Sjáðu, hér er hrosshár, sem er fínt efni í uppstoppun í stól- sessur. Ég nota líka þræði úr kok- os, sem Bretar nota mikið og er sterkt efni. Ég hef líka verið að læra aðeins að skera út til þess að geta bætt inn í og fyllt upp í skemmdir á útskurði,“ segir hún. Það er ekki ónýtt að fá svo lag- henta konu í okkar raðir hér á Ís- landi. Við höldum áfram að ganga um og skoða stóla. Einn er gamall og glæsilegur, næstum eins og kon- ungsstóll, hann er útskorinn og klæddur með kýrskinni, sem Tati- ana heldur greinilega mikið upp á. Hún sýnir mér myndir af öðrum stól sem var afar illa farinn þegar hún keypti hann. „Ég þurfti að binda hann algjörlega upp á nýtt. Gormarnir í sætinu voru alveg ónýt- ir. Það þarf kunnáttu og krafta til að binda svona gorma upp, það þarf að gæta þess vel að þeir séu jafnir. Annars verður sætið óþægilegt. Svo setti ég fóður yfir og loks áklæði. Ég kaupi stundum áklæði frá gam- alli og fornfrægri áklæðaverksmiðju í Rússlandi. Þaðan koma mjög góð efni.“ Tatiana sýnir mér í tölvunni sinni lið fyrir lið hvernig svona viðgerð fer fram, frá upphafi til enda. Of langt mál er að lýsa því hér, en greinilega er þetta mikil og oft erfið vinna. Einnig sýnir hún mér rókókóstól sem hún gerði upp og gaf tengdaforeldrum sínum. Loks bendir hún mér á tvo stóla sem hún hefur nýlega keypt. Þeir bíða viðgerðar, sem Tatiönu finnst mjög spennandi. „Þetta er gamall hjúkrunarstóll frá Bretlandi. Hann er svona lágur til þess að hjúkr- unarkonan geti setið við rúmstokk- inn. Stundum er armur hægra meg- in á svona stólum, fyrir konur sem eru að gefa brjóst,“ segir hún. Hinn stóllinn sem hún sýnir mér er fag- urlega útskorinn og með naglaför- um þar sem áklæðið húsar frá. „Sjáðu öll naglaförin. Þau sýna hvað mörgum sinnum hefur verið sett nýtt áklæði. Þessi stóll er mjög gamall, það verður gaman að gera hann upp,“ segir Tatiana og setur stólinn niður. Hún segir mér að til standi að hún fái verkstæði í bíl- skúrnum en ekki sé enn komið að því. „Sennilega getur það orðið að veruleika í vetur. Þangað til verð ég að hafa vinnuaðstöðu hér inni í stofu,“ segir hún og sýnir mér inn í aðra stofu, þar sem úir og grúir af verkfærum. Það þarf greinilega ým- islegt til, svo hægt sé að vinna bólstrun og viðgerðir á húsgögnum eftir kúnstarinnar reglum. Glæsilegur námsferill En hver er Tatiana og hvað hefur hún gert annað en að bólstra og gera við húsgögn? Tatiana brosir og vill lítið gera úr ferli sínum, en fer þó að segja mér í stuttu máli hvað á daga hennar dreif áður en hún kom til Íslands. „Ég er einbirni og ólst upp í Moskvu. Foreldrar mínir voru bæði verkfræðingar. Pabbi var yfirmaður á rannsóknarstofu og mamma starf- aði við rannsóknir. Ég byrjaði að læra ensku þriggja ára gömul hjá einkakennara, svo var ég sett í sér- skóla, þar sem lögð var áhersla á enska tungu. Ég velti því fyrir mér hvers vegna foreldrar mínir lögðu svona mikla áherslu á enskunám, því í byrjun áttunda áratugarins voru tækifæri til að ferðast til út- landa frá Sovétríkjunum ekki mikil. Mér þykir ólíklegt að foreldrar mín- ir hafi séð fyrir sér þær breytingar sem þar áttu eftir að verða. En kannski hafa þau haft tilfinningu fyrir því að eitthvað væri að breyt- ast og viljað opna fyrir mér mögu- leika í öðrum löndum,“ segir Tati- ana. Hún getur þess að hún hafi frá æsku haft mikinn áhuga á sauma- skap og stundað hann meðfram námi og einnig í starfsþjálfun. „Í allt hef ég lært saumaskap í fjögur ár. Ég missti föður minn úr lungnakrabba þegar ég var sautján ára. Líklega hefur fráfall hans átt þátt í að ég valdi mér verkfræði sem háskólanám. Ég stundaði það í fimm ár. Lauk 1988 prófgráðu með hæstu einkunn í jarðganga- og neð- anjarðarlestakerfum. Sovétríkin voru þá enn við lýði og á þeim tíma þurfti fólk ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi. Lögum samkvæmt varð fólk að vinna minnst þrjú ár hjá stofnun sem tengdist menntun þess. En þeir sem útskrifuðust með hæstu einkunn, eins og ég, fengu að velja sér starfsvettvang. Í borgum sem höfðu yfir eina milljón íbúa var skylda að leggja neðanjarðarlestakerfi. Það var því úr nógu að velja fyrir mig. Við slíkt verkefni vann ég í þrjú ár. Samhliða þessu fór ég í nám við þýðingar og túlkun og lauk gráðu sem þýðandi úr tækniensku yfir á rússnesku 1993. Árið 1991 fæddist mér dóttir og ég var eitt ár í fæðingarorlofi. Á þeim tíma velti ég talsvert fyrir mér ástandi þjóðmála. Þegar þarna var komið sögu var ekki lengur tryggt að maður fengi vinnu, sér- staklega átti þetta við um eldra fólk. En á hinn bóginn opnuðust tækifæri til að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Tatiana Solovyeva er mikil handverks- kona - auk þess sem hún er verkfræð- ingur þýðandi og margt fleira. Finnst ég eiga hér heima Í VOGUM Á VATNSLEYSUSTRÖND BÝR TATIANA SOLOVYEVA VERKFRÆÐINGUR ÁSAMT MANNI SÍNUM SIGURÐI ÍSLEIFSSYNI. TATIANA ER FYRSTI BÓLSTRARINN SEM HEFUR ÚTSKRIFAST Á ÍSLANDI Í MÖRG ÁR. HÚN Á AÐ BAKI MIKIÐ OG FJÖLBREYTI- LEGT NÁM Í MOSKVU OG VÍÐAR OG ER ENN AÐ BÆTA VIÐ SIG. NÚ ER HÚN AÐ LÆRA HÚSGAGNASMÍÐI VIÐ TÆKNISKÓLA ÍSLANDS. Guðrún Guðlaugsdóttir gudrunsg@gmail.com
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.