Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Side 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014 Hljómsveitin Árstíðir og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands koma fram saman á aðventu- tónleikum í Hofi á Akureyri í kvöld, laugar- dagskvöld, klukkan 18. Hljómsveitarstjóri er Guðmundur Óli Gunnarsson en Karl James Pestka hefur útsett tónlistina. Flutt verða jólalög sem eru félögum SN og Árstíða kær ásamt eldri og nýrri lögum Árs- tíða, meðal annars af nýútkominni breiðskífu þeirra Hvel. Nýverið lauk hljómsveitin vel heppnuðu tónleikaferðalagi um Síberíu og Rússland þar sem hún lék meðal annars í stórum tónleikahöllum í borgum í fyrrver- andi gúlaginu, auk Moskvu og Pétursborgar. FRÁ SÍBERÍU TIL AKUREYRAR ÁRSTÍÐIR OG SN Hljómsveitin Árstíðir er komin frá Rússlandi og leikur nú með Sinfóníuhljómsveit Akureyrar. Ljósmynd/Matthew Eisman Flytjendurnir Eva Þyri Hilmarsdóttir, Hlín Pét- ursdóttir Behrens og Pamela de Sensi. Í faðmi flautunnar er yfirskrift tónleika í tón- leikaröðinni 15:15 sem fara fram í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, klukkan 15.15. Þá flytja Hlín Pétursdóttir Behrens sópran- söngkona, Pamela de Sensi þverflautuleikari og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari dag- skrá sem er sögð draumkennd og glettin í senn og er að meginhluta helguð franskri tónlist, þótt tónskáld frá Sviss og Bandaríkj- unum komi einnig við sögu. Flautan er sögð vera, auk mannsraddar- innar, eitt elsta hljóðfæri mannkyns. Ævin- týraheimur þúsund og einnar nætur kemur við sögu í verkunum og forn ástarljóð en líka ástarljóð sem eru okkur nær í tíma. 15:15-TÓNLEIKARÖÐIN FLAUTUFAÐMUR Jólatónlistarhátíð Hall- grímskirkju hefst á morg- un, sunnudag, og stendur til 31. desember. Er þetta í tíunda skipti sem Listvina- félagið stendur fyrir Jóla- tónlistarhátíð. Hátíðin hefst með há- tíðarmessu kl. 11 og verð- ur hún í beinni útsendingu á Rás 1. Schola cantorum flytur kantötuna „Nun komm der Heiden Heiland“ BWV 61 eftir J.S. Bach ásamt hljóð- færaleikurum og einsöngvurunum Braga Bergþórssyni tenór, Thelmu Hrönn Sigur- dórsdóttur sópran og Fjölni Ólafssyni bassa. Stjórnandi er Hörður Áskelsson og orgel- leikari Björn Steinar Sólbergsson. Kl. 17 sama dag eru orgeltónleikar undir yfiskriftinni Nú kemur heimsins hjálparráð, þar sem Björn Steinar Sólbergsson leikur að- ventu- og jólatónlist eftir J.S. Bach, Andrew Carter, César Franck og Max Reger. HÁTÍÐ Í HALLGRÍMSKIRKJU JÓLATÓNLIST Hörður Áskelsson Menning É g hef oft hugsað um það að ekki sé hægt að skrifa svona bók fyrir neina þjóð nema Íslendinga,“ seg- ir Jón G. Friðjónsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands um langt árabil, um bók sína Orð að sönnu. Bók- in hefur að geyma um 12.500 íslenska máls- hætti og orðskviði, en höfundur gerir ná- kvæma grein fyrir uppruna þeirra, elstu dæmum, afbrigðum og erlendum samsvör- unum sem og merkingu og notkun. „Ætli einhver sér t.d. að skrifa svona bók fyrir Þjóðverja rækist hann á þá hindrun að ekki er hægt að nota dæmi sem eru eldri en 200 ára sökum þess að þau eru óskiljanleg fyrir nútímamálnotendum. En hjá okkur er samfellan í íslenskri tungu svo mikil að ég get auðveldlega tekið dæmi allt frá 12. öld og teflt þeim fram. Það eina sem þarf að gera er að færa stafsetninguna til nútímans. Þessi samfella í tungumálinu er eitt það dýrmæt- asta sem við Íslendingar eigum. Það er í raun stórkostlegt að við skulum geta notið heimilda og rita á borð við Íslendingasögur og þjóðsögur óbreyttra. Það er úr þessum brunni sem ég hef ausið.“ Spurður um tilurð bókarinnar segist Jón hafa byrjað að safna efni í hana fyrir um fjörutíu árum. „Íslensk tunga er hvort tveggja í senn starfsvettvangur minn og megináhugamál. Strax og ég hafði lokið prófi og var farinn að vinna fór ég að safna ýmsu efni, þ.e. notkunardæmum,“ segir Jón og tek- ur fram að mikilvægt sé að fá dæmin beint úr heimildum. „Vegna þess að í heimildunum sést svo margt. Maður sér notkunina og um fram allt er hægt að ráða í merkinguna, en eitt það erfiðasta við gerð þessarar bókar var að vinna merkingarlýsingar og -greiningar,“ segir Jón og þakkar góðum vini sínum, Ólafi Pálmasyni, fyrir að hafa farið yfir allar merk- ingarskýringar. Fyrsta verk sinnar tegundar hér Aðspurður segir Jón ritun Orða að sönnu hafa tekið sig átta ár. „Frá því ég lauk við aðra útgáfu af Merg málsins haustið 2006 hef ég eingöngu unnið að þessu verki,“ segir Jón, en Mergur málsins fjallaði um liðlega 9.000 föst orðasambönd, einkum orðatiltæki. „Mun- urinn á málsháttum og orðatiltækjum virðist stundum vefjast fyrir fólki. Málsháttur á borð við „Árinni kennir illur ræðari“ hefur merkingu sem felur í sér almenna visku eða sannindi og búningur er fastmótaður, þ.e. stuðlasetning, auk þess sem orðasambandið stendur sjálfstætt. Orðatiltækið „róa öllum árum að einhverju“ hefur hins vegar óbeina merkingu þar sem líking liggur að baki og krefst samhengis, en það er samhengið sem skilur á milli orðatiltækis og málsháttar,“ segir Jón og tekur fram að hann telji að Orð að sönnu muni geta nýst almenningi betur en Mergur málsins sökum þess að Orð að sönnu sé fyrsta verk sinnar tegundar. „Íslenskir málshættir eru fjársjóður sem liðnar aldir hafa skilið eftir sig og geymir hann heimspeki genginna kynslóða. Þessi sjóður hefur ávaxtast vel í aldanna rás og reynst gengnum kynslóðum haldgott veg- arnesti á lífsleiðinni. Hann hefur verið og er mörgum hjartfólginn. Málshættir sýna oft gamla hugsun og varðveita stundum gamlar orðmyndir. Suma mætti kalla forngripi, en þeir geta líka átt erindi við nútímann. Ég reyni því eins og kostur er að skýra allt, þar sem ritið á að vera aðgengilegt fyrir unga jafnt sem aldna.“ Að sögn Jóns er áhugavert að skoða hvað- an málshættir koma. „Innlendir málshættir eiga sér uppruna úr fjórum áttum en erlend- ir málshættir í íslensku koma einkum úr tveimur áttum. Innlendir málshættir koma í fyrsta lagi úr bundnu máli. Sem dæmi má nefna „Sjaldan verður víti vörum“ úr Háva- málum og „Öll eru lostverk létt“ úr Hug- svinnsmálum,“ segir Jón og tekur fram að það hafi komið sér á óvart að fjöldi máls- hætta úr bundnu máli hafi reynst miklu meiri en hann átti von á. Mislangur meðgöngutími „Annar þátturinn eru tilsvör úr bókum á borð við „Ber er hver að baki nema sér bróð- ur eigi“ úr Njáls sögu. Þriðji þátturinn er lagamál á borð við „Einn sem enginn, tveir sem tíu“,“ segir Jón og bendir á að þessi um- ræddi málsháttur eigi sér rætur í Biblíunni, sem var á sínum tíma einnig lagarit fyrir al- menning. „Loks eru það málshættir sem kalla má höfundarlausa þar sem enginn veit hver bjó þá til. Þetta er heimspeki óþekkta mannsins. Gengnar kynslóðir skilja eftir alls konar speki, visku og reynsluvísindi eins og t.d. „Árinni kennir illur ræðari“ og „Mjór er mikils vísir“ sem er úr dróttkvæðri vísu sem talin er vera rituð á 10. öld. En allt er þetta er auðskilið og óbreytt.“ Jón bendir á að stór hluti íslenskra máls- hátta sé af erlendum rótum. „Erlent efni sem kemur inn í íslensku þarf oft langan með- göngutíma. Eftir að því hefur verið varpað fram sér maður að það breytist í meðförum almennings. Ég segi oft til gamans að hin óskeikula málkennd almennings finni að lok- um réttu myndina. Þess eru mjög mörg dæmi í bókinni að málsháttur sé kunnur í mörgum myndum en á endanum kemur fram sú mynd sem allir eru sáttir við,“ segir Jón og bendir á að hann tilgreini alltaf elstu heimildir. „En í flestum tilvikum er tilviljun hvenær málsháttur kemst á prent eða bók- fell.“ Jón bendir á að Biblían sé það rit sem hafi haft langmest áhrif á íslenska tungu. „Ekkert rit kemst í hálfkvisti við Biblíuna, ekki síst á sviði orðaforða, orðfæris sem og fastra orða- sambanda, myndlíkinga og málshátta,“ segir Jón og bendir á hægt sé að rekja órofa Bibl- íumálshefð á Íslandi allt aftur á 12. öld. „Lúthers-Biblía er oft talin marka upphaf nú- tímaháþýsku, en hún er frá 16. öld. Hjá okk- ur nær Biblíumálshefðin miklu lengra aftur. Ef litið er á heimildir, hvort sem það er Bibl- ían eða annað, þá endurspegla þær ákveðna afstöðu til málsins. Afstaða Íslendinga til tungumálsins hefur alltaf verið söm og jöfn. Íslendingar vildu fá allt þýtt á móðurtungu sína og gerðu það og er það auðvitað stór- kostlegt.“ Ég þarf ekki að bjarga einhverju Önnur helsta uppspretta erlendra málshátta er, að sögn Jóns, orðasafn Peders Låles, frá 14. öld. „Þetta var kennslubók í latínu. Á þessum tíma þótti gott að kenna börnum lat- ínu á grundvelli málshátta eða orðskviða. Þannig lærðu börnin hvort tveggja í senn, tungumálið og fengu gott vegarnesti. Bók Peders Låles inniheldur um 1.200 málshætti og er töluverður fjöldi þeirra kominn inn í ís- lensku.“ Spurður hvað ráðið hafi för við framsetn- ingu málsháttanna segist Jón hafa leitast við að haga framsetningu þannig að verkið nýtist sem flestum. „Til að ná því markmiði er um- fjöllunin lagskipt. Fyrst kemur uppfletti- myndin eða málshátturinn eins og hann er. Sumir málshættir eru aðeins kunnir í einni mynd, en af flestum eru til ýmis afbrigði. Þeim eru gerð skil í skýringum en sem upp- flettimynd var jafnan valin sú sem er algeng- ust. Strax á eftir uppflettimyndinni kemur merkingarskýringin innan einfaldra gæsa- lappa. Þeir sem aðeins hafa áhuga á máls- hættinum skoða uppflettimyndina ásamt merkingu. Þegar þessu sleppir kemur það sem ég kalla skýringarbálk sem er sér- staklega merktur með ör sem bendir til vinstri. Hann hefst alltaf á því að ég tilgreini elsta dæmið og geri grein fyrir hvaðan máls- hátturinn er kominn. Auk þess tilgreini ég afbrigði ef ástæða er til, breytingar á búningi og merkingu. Síðast en ekki síst leitast ég við að gera grein fyrir hvaðan efnið er komið, þ.e. hvort það sé úr lagamáli, Biblíunni, forn- ritum eða bundnu máli. Loks eru erlendar samsvaranir og millivísanir milli málshátta sem tilgreindir eru undir ólíkum upp- flettiorðum. Ég tel mér trú um að fólk geti farið mis- JÓN G. FRIÐJÓNSSON HÓF AÐ SAFNA MÁLSHÁTTUM FYRIR 40 ÁRUM „Heimspeki geng- inna kynslóða“ ORÐ AÐ SÖNNU NEFNIST NÝTT FRÆÐIRIT ÚR SMIÐJU JÓNS G. FRIÐJÓNS- SONAR. Í RITINU FJALLAR HÖFUNDUR UM ÞÚSUNDIR MÁLSHÁTTA, GERIR NÁKVÆMA GREIN FYRIR UPPRUNA ÞEIRRA, MERKINGU OG NOTKUN. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is * Íslenskir málshættireru fjársjóður semliðnar aldir hafa skilið eftir sig. Þessi sjóður hefur ávaxtast vel í ald- anna rás og reynst gengn- um kynslóðum haldgott vegarnesti á lífsleiðinni.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.