Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Side 57
30.11. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Myndlistarmaðurinn Arn-
finnur Amazeen opnar
sýningu í Kunstschlager á
Rauðarárstíg 1 klukkan 20 í
kvöld, laugardagskvöld. Sýninguna
kallar hann Gríman er andlitið. Arn-
finnur er búsettur í Danmörku og
hefur ekki sýnt hér á landi um skeið.
2
Hallveig Rúnarsdóttir
sópransöngkona kemur
fram á ljóðatónleikum
klukkan 16 á sunnudag í
Hannesarholti, ásamt Gerrit Schuil
píanóleikara. Á efnisskránni eru
söngljóð eftir Hugo Wolf við texta
eftir Eduard Mörike. Tónleikarnir
standa í klukkutíma.
4
Óhætt er að mæla með nýrri
og afar áhugaverðri
heimildarkvikmynd hins
margreynda kvikmyndagerð-
armanns Þorfinns Guðnasonar, Vik-
ingo, um Jón Inga Gíslason og barda-
gahana hans í Dóminíska lýðveldinu.
5
Jólahátíð Skoppu og
Skrítlu snýr aftur í Borgar-
leikhúsið á laugardag og er
fyrsta sýning klukkan 13.
Verkið var frumsýnt fyrir rúmu ári og
þá sýnt fyrir fullu húsi 39 sinnum. 25
dansandi, syngjandi og leikandi börn á
aldrinum 5-12 ára taka mikinn og
stóran þátt, ásamt öllum aðalvinum
Skoppu og Skrítlu.
3
Ingibjörg Guðjónsdóttir
sópransöngkona kemur fram
á hádegistónleikum í Gerðu-
bergi klukkan 13.15 á sunnu-
dag. Flytur hún þar úrval sinna eftir-
lætis aría, meðal annars eftir Puccini,
Händel og Mozart.
MÆLT MEÐ
1
djúpt í þetta. Sumir lesa kannski aðeins byrj-
unina en aðrir lesa meira. Mér finnst al-
gjörlega nauðsynlegt að þeir sem áhuga hafa
á þessum hlutum eigi kost á uppflettiriti þar
sem upplýsingar af þessum toga liggja fyrir.
Ég vildi halda þessu til haga og auðvelda
mönnum síðan leitina með þessum hætti. Það
er líka þannig að það eru sveiflur í áhuga
manna. Í nútímanum hefur dregið aðeins úr
bóklestri og margt togar í unga fólkið. Ég
hef þá trú að þetta geti allt saman breyst og
þá finnst mér betra en ekki að til sé einhvers
konar rit sem auðveldi mönnum leitina að
slíku efni.“
Inntur eftir því hvort bókin sé tæmandi
svarar Jón því neitandi „Ég geri ekki ráð
fyrir að ég hafi náð öllu, þótt ég voni auðvit-
að að mér hafi tekist að draga upp trúverð-
uga og alltæmandi mynd. Ég verð að við-
urkenna að ég tók ekki í bókina efni af
netinu, en í bloggheimum úir og grúir af alls
kyns frösum sem komnir eru beint úr erlend-
um málum. Það mætti æra óstöðugan að elt-
ast við það. Auðvitað hef ég veitt þessu at-
hygli, en í þetta verk tók ég aðeins efni sem
hefur náð fótfestu, fest rætur.“
Jón ítrekar að bókin Orð að sönnu sé
hugsuð fyrir nútímann. „Eftir að hafa unnið
sem kennari í áratugi er reynsla mín sú að
það þarf mjög lítið til að vekja áhuga ungs
fólks og málnotenda almennt á máli, orðskýr-
ingum og málsögu. Svona rit með skýringum
getur eflt áhugann. Ég lifi ekki í þeirri sjálfs-
blekkingu að ég sé að bjarga einhverju. Ég
held að þess þurfi ekki. Málshættir hafa lifað
með þjóðinni í mörg hundruð ár. Ég held að
þetta sé vel lifandi og jafnvel betur lifandi en
margir halda. Ég vona hins vegar að bókin
ýti undir áhugann sem ég er viss um að lifir
enn góðu lífi.“
Spurður hvað sé fram undan segist Jón
ætla að hvíla sig á málsháttum í bili og snúa
sér að öðru, þó hann hætti líklega aldrei að
safna dæmum. „Nú þegar ég er kominn á
eftirlaun hef ég góðan tíma og næði til að
vinna úr því efni sem ég hef safnað að mér
áratugum saman. Núna er ég öllum stundum
að skoða notkun forsetninga, hvað svo sem
kemur út úr því. Ég hef því nóg að gera og
hef gaman af þessu. Það venst vel að vera
kominn á eftirlaun.“
Morgunblaðið/Kristinn
„Þessi samfella í tungumálinu
er eitt það dýrmætasta sem
við Íslendingar eigum,“ segir
Jón G. Friðjónsson. Í nýrri bók
sinni leitar hann víða fanga en í
heimildaskrá hans eru ríflega
600 rit sem hann á öll sjálfur.
Ber er hver að baki nema sér bróður eigi
‘auðvelt er að sækja aftan að þeim sem á sér
engan varnaðarmann.’ Fornt mál
(Brennu-Njáls saga): Ber er hver að baki,
nema sér bróður eigi (ÍF XII, 436), einnig
s19 (LestrÞB 16) og f20 (Una 7). Myndin að
baki (at baki) er eldri og upphaflegri en sú
mynd sem kemur fyrir í Grettis sögu (á bak-
inu). Sbr. hér á eftir. […] Mh. virðist vera
samnorrænn, sbr. svipaðan mh. í safni Ped-
ers Låles: Bar ær brodherløss mann (PL
395) (Orð að sönnu bls. 35)
Mjór er mikils vísir ‘hið smáa er undanfari
hins mikla; upphaf er ávallt smátt.’ Fornt
mál (í lausavísu eftir Óttar svarta) (Skjald I,
299 (1023)), sbr. einnig: og mjór muni vera
mikils vísir (Æv 264 (1350)). Merkingarleg
samsvörun er einnig kunn í fornu máli: Lítið
upphaf gerir stundum ágætt niðurlag
(Pamph 113-114). – Mh. er algengur í síðari
alda máli, t.d.: vísir oft að mikils er mjór (Rs
II, 531), sbr. einnig s18 (GPSt 45) [...], sbr.
enn fremur: Mjór er jafna mikils vísir (s17/
f18 (HPNLjóð 22)) og Oft er mjór mikils vísir
(Rvp 47 (1847). (Orð að sönnu bls. 642)
Það lafir meðan ég lifi ‘það hangir meðan
ég hjari.’ s19. öld (Þjólf 8.9.1893,
1), einnig (Ing 29.5.1944, 2), enn
fremur: Það lafir á meðan ég lifi (Al-
þbl 7.3.1951, 5). Mh. vísar til há-
marks skammsýni og eigingirni.
Hann mun vera umorðun fleygra
ummæla úr frönsku: aprés nous le
déluge. Sbr. Eftir mig kemur
syndaflóðið. Sjá syndaflóð. (Orð að
sönnu bls. 335)
Hægist mein þá um er rætt
‘böl rénar ef um það er rætt; angur linast ef
frá því er sagt.’ Mh. felur í sér gömul
sannindi. Í Ívars þætti Ingimundarsonar
greinir frá því að Ívar fékk ekki þeirrar konu
(Oddnýjar Jóansdóttur) er hann unni heldur
bróðir hans. Af þessum sökum tók Ívar
ógleði mikla. Er Eysteinn konungur frétti
hvers kyns var bauð hann Ívari marga góða
kosti til að létta honum lundina en ekkert
dugði. Þrautalendingin var þá sú að Ívari
skyldi heimilt að ræða um konuna við konung
þegar hann væri ekki vant við
látinn því að: það kann verða
stundum að mönnum verður
harms léttara ef um er rætt
(Fris 290 (Eirsp 140)), sbr. einn-
ig: það verður stundum að mönn-
um verður harms sín að léttara
er um er rætt (Ísl 2182). Nútíma-
myndin er frá 19. öld (GJ 168),
einnig s19 (LestrÞB 18), f20
(FGEnd I, 280) og f20 (GB 12),
sbr. enn fremur: Hægjast mein
þeim frá greinir (Lögb 1934, 7).
Sbr. Samtal er sorga læknir. Sjá samtal.
Sbr. Segðu það steinunum heldur en eng-
um. Sjá steinn.
Sbr. Það er þyngst að bera raunirnar einn.
Sjá raun. (Orð að sönnu bls. 391)
Nokkur dæmi um málshætti úr bókinni Orð að sönnu
Sumir málshættir hafa fylgt þjóðinni frá örófi alda