Morgunblaðið - Sunnudagur - 30.11.2014, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.11. 2014
BÓK VIKUNNAR Skagfirskar skemmtisögur – miklu meira
fjör – er fjórða bókin í þessari vinsælu seríu. Björn Jóhann
Björnsson tók saman líkt og áður.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Náttblinda er ný glæpasaga eftirRagnar Jónasson þar sem Ari, lög-reglumaður á Siglufirði, er í aðal-
hlutverki. Lögreglumaður á Siglufirði er skot-
inn með haglabyssu um miðja nótt. Ung kona
flýr til Siglufjarðar undan ofbeldisfullum sam-
býlismanni og sjúklingur er lagður inn á geð-
deild í Reykjavík. Allir þessir þræðir fléttast
síðan saman.
Ragnar segir að þetta muni verða síðasta
bók sín um Ara í bili. „Siglufjörður er mið-
punktur Náttblindu en sagan hefði þó getað
gerst hvar sem er,“ segir hann. „Í þessari bók
langaði mig til að skoða tvær mýtur um Ís-
land. Sú fyrri snýr að byssueign en útlend-
ingar halda að hér séu nær engar byssur, en
þegar kemur að alþjóðlegri byssueign erum
við Íslendingar ofarlega á lista miðað við
höfðatölu. Sagan hefst á því að lögreglumaður
er skotinn með haglabyssu sem reynist vera
veiðibyssa úr bænum. Hin mýtan sem mig
langaði til að skoða er trúin á að á Íslandi sé
nær ekkert ofbeldi. Landið er í efsta sæti yfir
friðsælustu lönd í heimi og hér er nær ekkert
ofbeldi á götum úti en þegar kafað er undir
yfirborðið þá eru glæpir inni á heimilum og ég
er meðal annars að fjalla um það í bókinni.“
Þú segir að þetta verði síðasta sagan um
Ara í bili, ertu orðinn þreyttur á að hafa hann
alltaf yfir þér?
„Að einhverju leyti, en ég kann samt alltaf
mjög vel við Ara. Hann verður ekki fyrir
neinum skaða í bókinni og á því alveg að geta
átt afturkvæmt. Mér finnst ég vera búinn að
skrifa of mikið um Siglufjörð í bili og mig
langar til að skipta um sögusvið og skrifa um
annan karakter, jafnvel allt öðruvísi. Það er
ákveðið frelsi að gera smá hlé á persónu sem
hefur verið svona yfirþyrmandi í bókum mín-
um. Það er líklegt að næsta bók verði lög-
reglusaga en hvort þar verði komið upphaf að
nýrri seríu kemur bara í ljós. Það er ekki úti-
lokað.“
Ragnar var í forsvari fyrir glæpasagnahátíð-
ina Iceland Noir sem haldin var um síðustu
helgi og tókst mjög vel. „Þessi hátíð er drifin
áfram af áhugasömum höfundum á Íslandi og
ekki síður af áhugasömum útlendingum sem
koma á eigin vegum til að hitta aðra höfunda
og segja frá bókum sínum,“ segir Ragnar. „Ís-
land hefur mikið aðdráttarafl, höfundar vilja
koma hingað og hrífast mjög af landinu.“
Ragnar mætti á Iceland Noir nýkominn frá
Bandaríkjunum þar sem hann sótti glæpasag-
nahátíðina Bouchercon. „Þetta er stærsta
glæpasagnahátíð í heimi og á sér mjög langa
sögu. Hún er haldin í Bandaríkjunum á hverju
ári, á mismunandi stöðum, og að þessu sinni
var hún á Long Beach í Kaliforníu. Þarna
voru nokkur stór nöfn úr glæpasagnaheim-
inum, á göngunum rakst ég á Lee Child í
orðsins fyllstu merkingu og þarna var líka
Michael Connelly og Peter James og James
Oswald, sem komu á Iceland Noir, voru líka
meðal þátttakenda. Þetta var mjög skemmti-
leg hátíð og stór í sniðum og það var ekki
hægt að komast yfir allt því þarna voru
kannski fimm atburðir í gangi í einu.
Ég fylgdist með pallborðsumræðum hjá
höfundi sem skrifar bækur upp úr sjónvarps-
þáttunum um Jessicu Fletcher, Murder she
Wrote, og stakk upp á því við hann að hann
sendi hana til Íslands í einhverri bókinni.
Sjálfur tók ég þátt í tveimur pallborðs-
umræðum þar sem talað var um alþjóðlegar
glæpasögur og meðal þátttakenda voru höf-
undar eins og Sara Blædel og Mark Bill-
ingham. Ég var eini íslenski þátttakandinn og
tók eftir því að þegar ég sagði frá glæpasög-
um sem gerast á Íslandi þá kveikti það áhuga
hjá fólki.“
STAKK UPP Á ÞVÍ AÐ JESSICA FLETCHER YRÐI SEND TIL ÍSLANDS
Skoðar mýtur um Ísland
RAGNAR JÓNASSON SENDIR
FRÁ SÉR SÍÐUSTU BÓK SÍNA Í
BILI UM ARA LÖGREGLUMANN.
HANN HYGGST HALDA Á NÝJ-
AR SLÓÐIR Í NÆSTU BÓK.
Uppáhaldsbækur eru ekki endilega þær bækur sem eru bestar heldur
þær sem maður hefur lesið hvað oftast – og eðli málsins samkvæmt
eru það oft barnabækur því uppáhaldsbarnabækurnar voru lesnar þar
til þær duttu í sundur. Þannig var því alla vega farið
með Á Saltkráku eftir Astrid Lindgren sem er
sennilega sú bók sem ég hef oftast lesið (eða var oft-
ast lesin fyrir mig). Mér er sagt að pabbi hafi byrjað
að lesa hana þegar ég tveggja ára og hvort sem ég
náði nokkru af innihaldinu eða fannst bara röddin í
pabba notaleg varð þetta bók bókanna. Þegar ég
blaða í henni rekst ég ennþá á kafla sem hljóma
kunnuglega eins og kvæði sem maður kunni utan að
fyrir löngu. Ég veit eiginlega ekki hvað það er við
akkúrat þessa bók Lindgren sem heillaði mig svona mikið, þetta er
ekki mest spennandi, fyndnasta eða ævintýralegasta bók hennar –
heldur kannski þvert á móti sú hversdagslegasta – hún er notaleg, ég
fyllist enn öryggistilfinningu þegar ég les hana. Hún er full af huggun –
og huggun er alltaf gott að geta fundið í bókum. Fast á hæla Á Salt-
kráku fylgja svo Ronja ræningjadóttir eftir sama höfund, Fjós-
kötturinn Jáum segir frá eftir hinn sænska Gustav Sandgren og
svo nokkrum árum síðar komu Löbbu bækurnar eftir Merri Vik –
sem er – enn og aftur – sænsk.
Á fullorðinsárum eru það eiginlega bara Jane Austen og Auður
Haralds sem hafa náð einhverjum hæðum í endurlesningu – eins
ólíkir höfundar og þær eru. Mér finnst ég alltaf finna einhver ný blæ-
brigði þegar ég les Austen og ég hlæ alltaf jafn mikið að texta Auðar.
Í UPPÁHALDI
MARÍANNA CLARA
LÚTHERSDÓTTIR LEIKKONA
Maríanna Clara las uppáhaldsbarnabækur sínar þangað til þær duttu í
sundur. Á Saltkráku eftir Astrid Lindgren var í sérstöku uppáhaldi.
Morgunblaðið/Eggert
Astrid Lindgren
„Mér finnst ég vera búinn að skrifa of mikið um Siglufjörð í bili og mig langar til að skipta um sögu-
svið og skrifa um annan karakter, jafnvel allt öðruvísi,“ segir Ragnar.
Morgunblaðið/Kristinn
BÓKSALA 17.-23. NÓVEMBER
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason
2 Gula spjaldið í GautaborgGunnar Helgason
3 Vísindabók Villa 2Vilhelm Anton Jónsson
4 DNAYrsa Sigurðardóttir
5 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson
6 Frozen hárbókinTheodóra Mjöll / Walt Disney
7 Útkall : ÖrlagaskotiðÓttar Sveinsson
8 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson
9 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson
10 Íslenskt prjón - 25 tilbrigðiHélène Magnússon
Íslensk skáldverk
1 Kamp KnoxArnaldur Indriðason
2 DNAYrsa Sigurðardóttir
3 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson
4 VonarlandiðKristín Steinsdóttir
5 KataSteinar Bragi
6 SkálmöldEinar Kárason
7 TáningabókSigurður Pálsson
8 EnglarykGuðrún Eva Mínervudóttir
9 AfdalabarnGuðrún frá Lundi
10 Litlu dauðarnirStefán Máni