Frúin - 01.07.1962, Side 3

Frúin - 01.07.1962, Side 3
F RÚIN Lvenna hhi 1. ARG. JULI 1962 1. TBL. TIL LESENDA Þetta nýja blað, sem nú er að hefja göngu sína, ber nafnið „Frúirí'. Nafngiftin hefur verið valin með tilliti til þess, að blaðið flytur eingöngu efni sem ætlað er kvenfólki, ekki aðeins giftum konum og húsmæðrum, heldur konum á öllum aldri. Vitanlega eru áhuamál lesenda eins mörg og fjöldi þeirra. Þó verður reynt að verða við óskum sem flestra um efnisval. Annað mál er svo það, hvernig til tekst, en vonandi láta lesendur til sín heyra um það, áður en langt um líður. Undanfarin ár hafa fremur fá kvennablöð komið út hér á landi og ekki mörg mánaðarlega. „Frú- irí' mun fylla flokk mánaðarritanna, þar sem henni er ætlað að koma út einu sinni í mánuði. Blaðið er ekki eingöngu bundið við Reykjavík heldur verður reynt að sníða efni þess við hæfi lesenda um allt land. Því verður stefnt út um landsbyggðina eins og unnt verður. Hvers konar leið- beiningar um efnisval verður tekið með þökkum svo og efni, sem birta mætti í blaðinu. Ætlunin er að „Frúirí' flytji íslenzkum kon- um sem f jölbreyttastan fróðleik um sem flesta þætti þjóðlífsins i borg og byggð. Við vonum, að lesendur taki vel á móti blaðinu, en það megi liins vegar verða þeim til ánægju og nokkurs gagns. — Ritstj. VUa Ungu hjónin lifi lengi, leiki við þau sæld og gengi, land og sjór þeim gefi gæði, guð þau leiði sérhvert spor; þeirra ást æ stöðug standi, sterk, sem bjarg, er ekkert grandi; lengi hjónin lifi ungu, lengi og vel, það ósk er vor. Jón Thoroddsen. Efnisyfirlit: BIs. Frú Amalia Fleming skrifar Ég hef verið svo hamingjusöm 4 Bréf og umsagnir 7 Vortízka 9 Vigdís Finnbogadóttir: Leiklist 10 Benedikt Gíslason fró Hofteigi: Frá liðnum dögum 12 Lífið kvatt, heimsókn í klaustur 14 Bréf frá Kína: Listin að lifa 16 Húsagagnatízkan, viðtal við Svein Kjarval arkitekt 18 Marlon Brando: Þannig er konan 20 Handavinna 22 Kötturinn, sem sagði VOFF 24 Michael Drury: Ástin hefur þúsund andlit 26 Heimsókn í húsmæðraskóla Reykjavíkur 28 Matur er mannsins megin 29 Lesendur skrifa 34 Þau voru alltaf að rífast 35 Líkamsrækt 37 Lög og réttur 37 íslenzkar stúlkur á erlendum vettvangi 38 Góð ráð handa verðandi móður 40 Hvíld og afslöppun 42 Ingibjörg Lárusdóttir: Bólu-Hjálmar 44 Blómaþáttur 46 Eldhúsgarðurinn 47 Frá „Frúnni“ til frúarinnar 48 Ljóð 7, 45 Skrítlur og spakmæli 21, 29, 47, 48 FRÚIN 3

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.