Frúin - 01.07.1962, Side 7

Frúin - 01.07.1962, Side 7
aðarstundinni og bjóst ekki við að sjá hann framar. Um leið og hann kvaddi hana muldraði hann eitthvað fyrir munni sér, sem hún skildi ekki. Og þegar hún svaraði ekki brýndi hann raust- ina, aldrei þessu vant og spurði: — Svarið þér mér ekki? — Spurð- uð þér mig einhvers? sagði hún. — Ég var að spyrja yður hvort þér vild- uð giftast mér. í lítilli vasabók, sem frú Fleming fann eftir lát hans var aðeins skrifað eitt orð: JÁ. Og dag- setningin var 9. nóvember 1952. Þann 9. apríl 1953 voru gefin sam- an í hjónaband í Sofíukirkju Amalia Contsouris Voureka og Alexander Fleming, hinn heimsfrægi uppgötv- ari penicillinsins og Nóbelsverð- launahafi. Þann 11. marz 1955 lauk þeirra samverustundum. Skyndilega var lífi hins mikla manns lokið. Eft- ir jarðarförina fóru vinir og fjöl- skylda heim með frú Fleming, hún bar svarta slæðu fyrir andlitinu eins og siður er í heimalandi hennar. En þegar hún lyfti slæðunni kom í ljós, hve sorgbitin hún var, svo að vin- irnir kvöddu fljótlega og hún varð ein eftir með sorg sína. Hinn látni eiginmaður hennar var ekki einung- is syrgður af henni heldur og öllum heiminum, sem átti honum svo mik- Vegir skiljast — Allt fer ýmsar leðir inn á fyrirheitsins lönd. Einum lífið arma breiðir, öðrum dauðinn réttir hönd. Einum flutt er árdagskveðja, ið að þakka. Næstu þrjú árin vann hún látlaust að því verkefni, sem frá var horfið. Hún varðveitti öll skjöl, sem fylltu stærðar möppu, og afhenti síðan rithöfundinum André Maurois, sem skrifaði bókina um Alexander Fleming. Amalia Fleming er, eins og áður er sagt, tilfinninganæm kona, allt að því feimin. En frægðin hefur einnig fært henni gleði. Til dæmis fékk hún bréf frá lítilli kín- verskri telpu í Hiroshima, sem hafði orðið alvarlega veik, en penicillinið hafði bjargað lífi hennar. Hún bað frú Fleming um mynd af velgerð- armanni sínum. Móðir hennar hafði sagt henni að hún gæti ekki beðið um mynd af svo miklum manni nema láta vita hver hún væri, svo að hún skrifaði litla frásögn með prentstöf- um á japönsku og sendi mynd af sér. Heitasta ósk hennar var að fá að leggja blóm á leiði Alexanders Fleming. Hún sendi því frú Flem- ing fallegustu frimerkin sín og bað hana að selja þau og kaupa blóm fyr- ir sig. Frú Fleming eignaðist ekk- ert barn, svo að hún var djúpt snort- in þegar hún fékk bréfið frá litlu stúlkunni, hinum megin á hnettin- um, sem átti manni hennar líf sitt að þakka, eins og svo ótal margir aðrir. öðrum sungið dánarlag. Allt þó saman knýtt sem keðja, krossför ein með sama brag. Veikt og sterkt í streng er undið, stórt og smátt er saman bundið. Einar Benediktsson. Þessum þætti er ætlað það hlut- verk að birta bréf frá lesendum um hugðarefni þeirra og áhugamál. — Blaðið tekur með þökkum við bréf- um frá sem flestum lesendum og mun birta þau hér í þættinum eftir því sem efni standa til og rúm leyfir. Bréfin má senda til afgreiðslu blaðs- ins, Bergstaðastræti 11, Rvk. Blaðið birtir að þessu sinni stuttan kafla úr bréfi til ritstjóra frá konu úti á landi. Bréf þetta var að vísu upphaf- lega ekki ætlað til birtingar, en bréí- ritari hefur leyft að birta þann kafla, sem hér fer á eftir. . .. „Þá er aprílmánuður liðinn og vonandi erum við í fámenninu laus við aprílgabb það sem eftir er af þessu Herrans ári. Annars er það svo með aprílgabb- ið, eins og svo margt spott og spé, að í því efni er vandratað meðalhófið, ef allir eiga að geta tekið þvi. Ég hef ekkert á móti því, að blöð og útvarp bregði á leik annað slagið, en ef aprílgabb á að verða árlegur og fastur þáttur hjá þeim, þá tel ég það of mikið af svo góðu. Að vísu hafði ég gaman af þætti útvarpsins fyrir nokkrum árum um siglingu Vanadísarinnar upp Ölfusá og ég hafði ekkert á móti frétt eins og þeirri, að fljúgandi diskur hafi lent á Sólheimasandi og vel má birta mynd af fljúgandi strætisvagni yfir Reykjavíjc, allt er þetta græskulaust gaman. Hins vegar féU mér illa þátt- ur útvarpsins af unga skáksnillingn- um frá Grímsey og nú síðast þáttur Morgunblaðsins um silfur Egils SkaUagrímssonar. Slíkir þættir eru að mínum dómi óhæfir og eiga ekki að koma fram, þótt 1. apríl sé.“ Blaðið getur að sínu leyti tekið undir þessi ummaeli bréfritara. FRÚIN 7

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.