Frúin - 01.07.1962, Page 10
Grímufólk hellir upp á könnuna í Tjarnarbæ. Frá vinstri: Vigdís, Magn-
ús, Kristbjörg og Þorvarður.
Margir eru þeir hlutir, sem verða
til fyrir tilviljun í þessu lífi. Tvær
stúlkur og fjórir ungir menn, sem
öll eru meira eða minna tengd leik-
hússtörfum, spjalla um leikhúsmál,
þegar þau hittast, og áður en varir
hafa þau uppgötvað, að hugðarefn-
in eru lík. Hver hugmyndin fæðist
af annarri og miklir loftkastalar rísa
af grunni. Þau vilja eignast leiksvið,
þar sem hægt væri að leika eitthvað
af því sem þau langar til að sjá, en
leikhús bæjarins hafa ekki tíma eða
aðstæður til að sinna. Allir leggjast á
eitt og einn góðan veðurdag er draum-
urinn orðinn að veruleika. Þau hafa
komið sér upp leikhúsi og leikrit hef-
ur lifnað á fjölum þess. Þannig er í
hnotskurn upphaf leikklúbbsins
Grímu; en milli hugmyndar og veru-
leika er óralangur vegur strits og
snatts, — og milljónir orða.
Fulltrúar kvenþjóðarinnar í Grímu
eru þær Kristbjörg Kjeld og Vigdís
Finnbogadóttir. Auk þeirra standa
að henni Erlingur Gíslason, Guð-
mundur Steinsson, Magnús Pálsson
og Þorvarður Helgason. Við hittum
Kristbjörgu og Viðdísi í Tjarnarbæ,
þar sem Gríma hefur aðsetur sitt.
Kristbjörg situr á kassanum, — hún
hefur umsjá með öllum fjármálum
klúbbsins — en Vigdís á símaskránni
og mundar blýant; hún annast sam-
töl við utanaðkomandi aðila og kynn-
ingu á fyrirtækinu. Þær segja frá:
Gríma fæddist fullsköpuð í fyrra-
vor og er því ársgömul um þessar
mundir. Þá var búið að ganga með
hana í tvö ár og það ekki hljóða-
laust. Eftir því sem hún óx og gerð-
ist óumflýjanlegri staðreynd, varð
nauðsyn að útvega henni þak yfir
höfuðið meira knýjandi. Hver könn-
unarferðin á fætur annarri var farin
um bæinn í leit að húsnæði og oftar
en einu sinni farið fram á það við
bæjaryfirvöldin að fá til afnota skúr
í vesturbænum, skúr í austurbænum,
eða einhvern skúr einhvers staðar.
Það er varla til sá tómi hjallur eða
braggi í bænum, sem við höfum ekki
skoðað í krók og kring og hugsað:
skyldi vera hægt að leika 1 honum
þessum? En heilbrigðiseftirlitið í
bænum er traust og til sóma og náði
alla leið til Grímu um meðgöngutím-
ann. Skúrarnir voru úrskurðaðir ó-
nothæfir skv. heilbrigðislöggjöf.
í fyrravor fór að kvisast, að Tjarn-
arbíó myndi losna með haustinu.
Þarna var komið hús hugsjónanna,
„tilbúið undir tréverk“, eins og þai
stendur, en tréverk í okkar augum
var fyrst og fremst leiksvið. Annað,
sem skipti mestu máli, var þegar fyr-
ir hendi, þ. e. a. s. sæti fyrir áhorf-
endur. Fréttin hleypti svo miklum
eldmóði í Grímu, að hún heimtaði að
sjá dagsins ljós í þeirri mynd, sem
hún nú er, og skikkaði okkur að-
standendur sína til að fara að berj-
ast fyrir tilveru sinni upp á líf og
dauða, eða heita engir menn ella.
Við erum stundum að hlæja að því
núna, en á þessum löngu sumarnótt-
um í fyrra, þegar Gríma var að rétta
sig úr kútnum, lærðist okkur fyrst
hvað hægt er að bjóða talfærunum.
Aldrei á ævi okkar höfum við talað
önnur eins reiðinnar býsn. Allt var
metið og vegið, allar leiðir rannsak-
aðar. Við gengum bónarveg til þeirra
forráðamanna bæjar og ríkis, sem við
héldum að gætu haft áhrif á umsókn
okkar um vist í Tjarnarbíói og vor-
um eftir þau ferðalög ýmist dansandi
af bjartsýni eða á valdi myrkustu
svartsýni. Eftir allar þessar umræð-
ur fór þó svo að lokum, að það var
mest fyrir tilviijun að við settumst
að í bíóinu. Við höfðum gert ráðstaf-
anir til að setja fyrstu sýninguna okk
ar á svið í Hagaskólanum, því húsinu
var nefnilega óráðstafað fram að ára-
mótum og við svo hugmyndasnauð —
eða löghlýðin — að okkur datt ekki
í hug að fara fram á að vera þar að
svo komnu máli. Húsið hafði staðið
autt í nokkrar vikur, þegar okkur
loksins hugkvæmdist að fara þá leið
og fengum þá hið ljúfa svar: veskú,
sjálfsagt. Þar með var nánasta fram-
tíð Grímu ákveðin og nú var hætt að
tala og ekki um annað að ræða en að
nota hendurnar á hamra og nagla.
Leikár Grímu hófst með franska
sjónleiknum „Læstum dyrum“ eftir
Jean-Paul Sartre. Fæsta grunar hve.
10
FRÖIN