Frúin - 01.07.1962, Side 11
Frá æfingu á upplestri á Ieikriti Halldórs Þorsteinssonar „Á morgun er mánudagur". Leikarar lásu leikinn af
sviði en komu ekki fram í gerfum. Leikur nýtur sín þannig furðu vel. Yngsti leikarinn sem þarna kom fram var
Margrét Auðuns, níu ára gömul.
mikil vinna liggur á bak við eina
Iitla leiksýninu, sem líður á leiksviði
á tveim tímum, aukin heldur þegar
slík sýning á að fara á svið, sem ekki
er til. Sviðið fyrir framan tjaldið i
Tjarnarbíói var rúmir tveir metrar á
breidd, þegar við fluttum inn, þ. e.
a. s. tvö skref fyrir leggjalangan
mann. Við urðum því að byrja á
því að byggja við sviðið, enn frem-
ur að sauma geysimikið svart tjald
fyrir sýningartjaldið. Eins og títt er
um ungmenni með fjallháar hug-
myndir áttum við enga peninga og
urðum því að vinna öll störf sjálf.
Leikstjóri, tveir af leikendum, leik-
tjaldamálari og þýðandi leikritsins
voru í okkar hópi, en auk þeirra
starfa bættist það við að smíða svið-
ið og leiktjöld, útvega efni og síðast
en ekki sízt ofurlitla peninga til að
greiða með uppsetningaxkostnað. Það
vandamál leystum við með því, að
ganga milli ættingja og vina og
„bjóða“ þeim að vera styrktarmeð-
limir klúbbsins, þ. e. a. s. að greiða
100 kr. fyrir frumsýningarmiðann í
stað hins fasta verðs, 60 kr. Síðan
hafa bætzt í hóp styrktarmeðlima
þó nokkuð margir af sjálfsdáðun,
þannig að styrktarmeðlimir eru nú
um 90 talsins, hið mesta sómafólk,
eins og geta má nærri.
Margs skemmtilegs er að minnast
frá þessum undirbúningsdögum í
haust. Við týndum aldrei vinnugleð-
inni, þótt ýmsir erfiðleikar yrðu á
vegi okkar, en jafnan þegar eitthvað
blés á móti, kinkuðum við spekings-
lega kolli framan í hvert annað og
sögðum: fall er fararheill! Á þess-
um vikum öðlaðist fyrirtækið nafn,
en eins og oft er með indælis börn,
hafði dregizt úr hömlu að ausa það
vatni. Fram að þessu höfðum við okk-
ar á milli gengið undir ónefninu
Grúppan. Einhvers staðar á að vera
til listi yfir allar þær uppástungur,
sem fram komu í galsa hamarshögga.
Gárungar vildu kalla okkur leik-
klúbbinn Bra bra við Tjörnina og
enn aðrir vildu nefna húsið Loft-
kastalann. Það er svo sem ekkert
verra en „Skjöldótt belja á skautum“,
eins og virðuleg ijóðabók ku hafa átt
að heita fyrir nokkru. Eftir að Grímu-
nafnið var orðið fleygt, féllu aðrar
uppástungur jafnharðan í valinn og
það var orðið fast við okkur áður en
við vissum af.
Á ársafmæli Grímu höfum við þrjú
leikrit að baki. „Læstar dyr“ og
„Biedermann og brennuvargarnir“
eftir svissneska skáldið Max Frisch
hafa verið sett upp í fullum skrúða,
en eitt íslenzkt leikrit, „Á morgun er
mánudagur“ eftir Halldór Þorsteins-
son var lesið af sviði. Hið síðast-
nefnda er fyrsti liðurinn í kynningu
á íslenzkum leikritum, sem Gríma
hefur á stefnuskrá sinni, en við erum
þeirrar trúar, og höfum reyndar sann
færzt um með þessari tilraun, að ís-
Framh. á bls. 21.
Ein af yngri leikkonum okkar, Jó-
hanna Norðfjörð, leikur hina ótta-
slegnu frú Biedermann í „Bieder-
mann og brennuvörgunum" eftir
Max Frisch, en Gríma er fyrst og
fremst leikhús yngra fólksins, þar
sem ungir leikarar eiga að fá tæki-
færi til að spreyta sig.
FRÚIN