Frúin - 01.07.1962, Page 12
FRÁ LIÐN U
DöGU
Benedikt Gíslason
frá Hofteigi
skrif ar:
Héi* er ekkert sem kægt er að
Quðrún Jónsdóttir húsfreyja í Syðri-
vík í Vopnafirði var mikilhæf
kona, skörungur að allri gerð, fjör-
leg og hlýleg í viðmóti, skemmtileg
í tali, lífsreynd og örugg, og vakti
hvers manns traust, hafði og lengi vel
góðar ástæður í heimili og bjó í þjóð-
braut og var fræg að risnu og höfð-
ingsskap. Hún var álitskona vel í
meðallagi, með hærri kvenmönnum
á þeim tíma og svaraði sér vel á gild-
leika og var ætíð offitulaus og kvik í
hreyfingum. Hún var upprunnin á
Héraði og kom í Syðrivík að hætti
ævintýrasagnanna. Móðir hennar var
mikilhaef kona, Þorbjörg Jónsdóttir
Bjarnasonar frá Ekru, Eiríkssonar,
en Bjarni var héraðströll, gildur og
garpslegur, og nefndu sumir digra
Bjarna, en afkomendur hans jafnt
þrek- sem mannkostafólk. Þorbjörg
var systir Jóns í Hlíðarhúsum í Hlíð,
föður Jóns alþm. á Sleðbrjót. Föður-
móðir hennar, og kona Bjarna, var
Guðrún, fædd í Syðrivíkurhjáleigu,
Rafnsdóttir Eiríkssonar, svo Guðrún
átti ætt að rekja í Syðrivíkurland.
Þorbjörg var tvígift og átti fyrr Sig-
urð bónda á Torfastöðum í Hlíð Jóns-
son, en hann drukknaði í Jökulsá
1853. Sonur þeirra hét Jón og bjó í
Hlíðarhreppi og seinast á Ketilsstöð-
um og fór til Ameríku 1887. Af hon-
um spurði hér heima, og eins vestra,
hið mesta mannskapsorð, og frábær
hjálpsemi og úrræði fyrir hvern sem
var. Má lesa um hann í ævisögu Guð-
mundar frá Húsey, sonar Jóns í Hlíð-
arhúsum í ritsafninu: Að vestan.
Faðir Guðrúnar, seinni maður Þor-
bjargar var Jón Sigurðsson, Einars-
sonar úr Fljótsdal, og stóðu að hon-
um merkar bændaættir og gáfna-
fólk, en sumt af því var nokkuð sér-
stætt, en trúleiks- og dugnaðarfólk,
eins og Eiríkur í Ármúlaseli í Jökul-
dalsheiði, bróðir Jóns, — sjá sögu
Heiðar, eftir Halldór Stefánsson:
Austurland I.
Guðrún var fædd 1857, og eftir
1880 var hún vinnukona á Valþjófs-
stað hjá þeim prestshjónunum Soffíu
Einarsdóttur Sæmundsen í Brekku-
bæ í Rvík og Sigurði Gunnarssyni.
Var þar myndarlegt heimili og prests-
hjónin virt og vinsæl, einkum séra
Sigurður. Árið 1884 er þar kominn
til dvalar Einar, bróðir frú Soffíu.
Var hann gáfaður maður, listhneigð-
ur og skáld nokkurt. Verið hafði
hann í skóla, en komst þar stutt og
óreglu um kennt. Fékkst hann síðan
við kennslu, en þótti lítils fær um að
bjarga sér, og ekki stöðugur. Fríður
var hann og bauð góðan þokka, kurt-
eis og hélt sig vel og náði nú síður
í brennivín þarna í dalnum en syðra
enda gerðist nú séra Sigurður einn
af frömuðum bindindismála með
þjóðinni. Svo fór, að þau Guðrún og
Einar feldu hugi saman, en ekki þótti
Soffíu, systur hans, það að ráði ger-
andi og spyrnti fast á móti. Var og
ekki á neitt að treysta um staðfestu
og afkomu. Sáu þau bæði hvað verða
vildi. Er kom fram á vorið 1885 varð
það tjóst, að Guðrún var kona ekki
einsömul. Varð þá lítið traust í henni
til vinnukonustarfanna, og var hún
látin fara burt af heimilinu. Fór hún
að Hrafnabjörgum í Hlíð, en þar
bjuggu þá dugandi menn og góðir
drengir, Jón hreppstjóri og Guð-
mundur Eiríkssynir, bræður. Leið
svo sumar, en hinn 7. okt. um haust-
ið fæddi Guðrún sveinbarn, og var
þar kominn til sögunnar Einar E.
Sæmundsen, skáld og skógfræðing-
ur. Um líkt leyti fór Einar til Ame-
ríku og ætlaði að freista gæfunnar
þar, ef hún vildi svo vel gera, að
Guðrún gæti komið þangað á eftir.
Guðrún dvaldi nú á Hrafnabjörgum
um veturinn en lítt varð hún vísari
hvað Einari leið í Ameríku. Jón
bróðir hennar var nú skörungsbóndi
á Ketilsstöðum í Hlíð, manna mest
metinn, forsjáll og fastlyndur, heil-
ráður og hamingjudrjúgur í úrræð-
um fyrir menn. Hann leit nú á mál-
efni systur sinnar, og þótti hennar
ráð á reiki, ef hún treysti framar á
Einar. Þá bjó í Syðrivík í Vopnafirði
Jóhannes Jóhannesson. Átti hann
jörðina að % hlutum. Var hitt fá-
tækraeign, og leigði Syðrivíkurbóndi
jafnan. Er Syðrivík bæði góð og
skemmtileg jörð og Jóhannes var
þriðji ættliður, sem búið hafði á jörð-
inni við góðan hag. Jóhannes var
samt ókvæntur þótt hann væri kom-
12
FRÚIN