Frúin - 01.07.1962, Síða 13
inn á fertugsaldur. Var talið að fyrir-
tekt kvenna ylli því, að eigi auðnað-
ist honum að staðfesta ráð sitt, enda
var hann sérkennilegur í framgöngu,
daufur og hætti til mismæla, sem
menn gerðu gabb að. Lýtti hann, þó
lítið eitt, að annað augnlokið laukst
illa upp. Hins vegar var hann fríður
maður og vel á sig kominn, snyrti-
menni og kurteis og bjó við góð efni.
Svo var hann góður maður, að ekki
varð lengra jafnað, enda var lang-
amma hans kona, sem kölluð var
Guðrún góða í Vopnafirði. Hann var
vel viti borinn maður, en ómenntað-
ur að þeirrar tíðar hætti um alþýðu-
fólk, gestgjafi hinn mesti og rausn-
samur, trölltryggur í lundarfari og
hófsamur í framgöngu, en saup stund-
um á, enda var talið að þá hefði
hann í fullu tré við kaupmenn, sem
margir urðu að lúta fyrir.
Jón á Ketilsstöðum gjörþekkti Jó-
marka
hannes, mannkosti hans og ástæður,
og taldi systur sinni ekki í kot vísað,
ef hún kæmist í húsfreyjustöðu í
Syðrivík. Hann vék á þetta mál við
Jóhannes og réðist það þeirra í milli,
að Guðrún skyldi gerast ráðskona í
Syðrivík á komandi vori. Guðrún
vissi ekki hvað Einari leið og vissi,
að sú var vonin veikari, að honum
yrði neitt að ráði, sem hald væri í.
Gekk hún inn á ráð Jóns, sem nú
var hennar ei,ni forsjármaður, og
skyldi það fram fara sem hann hafði
ráðið. Leið nú á vor fram og kom
Jón í Hrafnabjörg að sækja systur
sína og flytja í Syðrivík. Var far-
angur lítill, en ein klyfin lítið skáld
í kassa, sem var að leggja út í heim-
inn og ætlaði „dalinn ljúfa í austur-
átt“.
Ferðin sóttist nú út Hlíðina, og lá
vegurinn til Vopnafjarðar upp frá
Ketilsstöðum. Póstur hafði verið á
ferðinni og kom í Sleðbrjót, en þar
var bréfhirðing, og er þau systkin
komu út á milli bæja, Surtsstaða og
Sleðbrjóts, kom maður á móti þeim.
Sá hafði bréf að færa til Guðrúnar
— Ameríkubréf. — Guðrún sagði
skilríkri konu frá því, sem nú gerð-
ist. Sú sagði mér aftur löngu síðar og
kvaðst ekki hafa haft á orði. Nú er
frá öllu kjaftað og það var til ein-
hvers að segja mér það.
,,Eg þekkti samstundis frá hverj-
um bréfið var. Það stanzaði allt fyr-
ir mér. Ég reif upp bréfið einhvern
veginn og reyndi að gleypa það í
mig, en ég sá illa því tárin tóku til
að streyma úr augunum á mér, og ég
vissi eiginlega ekkert hvað í því
stóð eftir slíkan lestur. Mér fannst
þó vera í því einhver von og allt
snerist fyrir mér. Ég henti mér nið-
ur í móalaut og háhrein. Jón bróðir
minn tók bréfið og las það með still-
ingu. Það leið drykklöng stund, þá
segir Jón: „Hér er ekkert sem hægt
er að marka“. Slíkt dómsorð snerti
mig eiginlega ekkert. Ég hafði í
rauninni komizt að sömu niðurstöðu
— og þó, og þó. — Ég veit þá ekki
fyrri til, en ég er þrifin upp og mér
er skákað í söðulinn. Ég hef oft hugs-
að um það og alltaf ályktað það sama.
„Mér var gagn að Jón bróðir minn
var sterkur, því hvorki hafði ég
getu né framkvæmd til að komast
sjálf á bak hestinum.“
Jón fór sem leið hans lá um Hlíð
og Hellisheiði og létti ekki ferð sinni
fyrr en í Syðrivík. Guðrún tók þar
strax við búsforráðum og litlu síðar
gekk hún í hjónaband með Jóhann-
esi. Voru samfarir þeirra góðar og
heimili þeirra víðrómað fyrir mynd-
arskap og risnu. Bjuggu þau við góð-
an hag unz verðfallið kom á útflutn-
ingsfénu 1897, að af þeim fór að
ganga, sem mörgum öðrum bænd-
Framh. á bls. 21.
MODEL 620
MODEL 620 er buxnabelti með síðum
skálmum. Framleitt úr góðri amerískri
nylonteygju. Laus sokkabönd, sem hægt
er að krækja af.
ATH.: MODEL 620 er sérlega hentugt
undir kvöldkjóla eða síðar buxur.
Stærðir: SMALL, MEDIUM, LARGE.
Fæst í flestum vefnaðarvöruverzlunum
um land allt.
LADY h.f., lífstykkjaverksmiöja,
Laugavegi 26. — Sími 10-1-15:
FRÚIN
13