Frúin - 01.07.1962, Page 15

Frúin - 01.07.1962, Page 15
Ári eftir að unga stúlkan gekk í klaustrið fer fram atkvæðagreiðsla meðal nunnanna um hvort hin nýja systir sé bess verð að vera tekin í hina heilögu reglu. Þurrkaðar baun- ir eru notaðar sem atkvæðaseðlar. Rauð baun býðir já, hvít nei. Falli atkvæðagreiðslan nýju nunnunni í vil, verður hún að gangast undir nýja helgiathöfn, þar sem hún er krýnd hvítum rósakransi, sem tákni um jómfrúvígslu hennar. Hver mínúta er helguð bæn- inni og sjálfsafneituninni. Hér sést fullorðin nunna á hnjánum fyrir framan trékross í matsalnum í klaustrinu. Berir, hvítkalkaðir vegg- ir. Ekkert skraut fyrir utan guðs orð, svo og eins fá og einföld húsgögn og mögulegt er. Naktir fætur á beru, hörðu furu- gólfi — tákn um hina ströngu sjálfs- afneitun innan klaustursins. Ekkert, sem getur vakið kvenlega hégóma- girnd, má sjást hér. Unga stúlkan kveður hið verald- lega líf að fullu og öllu. í þessum klefa helgar hún sig bæn- inni og sýslar við handavinnu. Hvílu- rúm hennar er trébekkur, og á hon- um er aðeins gróft klæði, með hvít- um krossi, sem síðar verður lík- klæði hennar. Stöðug áminning — og loforð — um eilífðina. Eftir þriggja ára nám er ung- nunnan tilbúin til að vinna hið bind- andi klausturheit. Þyrnikórónan, sem sett er á höfuð hennar við þetta tækifæri, er tákn um að líf hennar skuli vera helgað iðrun og sjálfsaf- neitun í framtíðinni, innan einnar ströngustu nunnureglu, sem til er í heiminum. 15

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.