Frúin - 01.07.1962, Page 17

Frúin - 01.07.1962, Page 17
minn. En hann leit hreint ekkert út fyrir að vera þjáður, heldur brosti innilega til mín. „Nei, það er ekki auðvelt,“ sagði ráðherrann. — ,,En þér eruð líka listakona, hvernig getur maðurinn brosað svona hamingjusamur við yð- ur?“ Já, það er undarlegt, og mér finnst það vera eins og kraftaverk, að mað- urinn minn virðist þrífast ágætlega í sambúð við mig. Hann leyfir mér bara að vera eins og ég er, meðan ég gegni skyldum sendiherrafrúar og hef hömlur á mér. Ég sagði ráðherranum heilmikið um hversu ólík við hjónin værum, í skaplyndi, skoðunum og hegðun, rétt eins og við værum hvort af sín- um hnetti, en ánægja okkar væri að leyfa hvort öðru að þroskast alger- lega sjálfstætt. Það sá ég seinast til borðherrans mins þann daginn, að hann gekk út um dyr sendiherrabústaðarins, tók hönd konu sinnar og kyssti hana. „Þetta er nú víst óviðeigandi," sagði ég og sneri mér að virðulegum eiginmanni mínum. „Er hægt að stíga í vænginn við sína eigin konu í opnum dyrum.“ Maðurinn minn brosti lítið eitt og sagði: „Hvað kemur til að þú spyrð? Sástu ekki, að hún fékk glampa í augun?“ Þá fékk ég sjálf glampa í augun, af því að heyra manninn minn nota ósjálfrátt eitt af uppáhalds-máltækj- um minum. En það dofnaði aftur yf- ir mér, þegar hann bætti við: „En ég myndi aldrei gera það.“ Skyndilega datt mér þá í hug: óaf- vitandi lærum við í lífsins skóla, og einn góðan veðurdag verður okkur það ljóst og við getum farið að ráða í leyndardóma lífsins. Sumir reyna að þjóna mannkyninu með trúarbrögðum, — aðrir með því að opna dyrnar, sem liggja inn til þess lífs, sem nær yfir allt og gerir allt að einni heild, — en það er víst ekki hægt að aðgreina trúarbrögðin frá Hfinu, og þegar öllu er á botninn hvolft, styður allt hjálpsamt fólk eitt og sama málefnið. En það getur bæði verið hættulegt og tillitslaust að vilja hjálpa öðrum. Mörgu fólki finnst vera gengið of nærri einkalífi sínu með því, og það óskar ekki eftir neinni hjálparhönd, sem snertir viðkvæmustu mál þess. En ef einhver óskar í raun og veru að opna dyrnar inn til þessa leyndar- dómsfulla lífs, sem er í okkur öllum, þá getur hann víst aðeins gert eitt: hlustað og verið viðbúinn og mót- tækilegur. Eftirtektarvert er, hversu oft við þurfum á hjálp annarra að halda, til að gera okkur grein fyrir ýpasu, sem þarf að gera. Margir halda, að þeir hjálpi öðr- um, því að það er dásamleg tilfinn- ing að halda sig hafa gert þetta eða hitt, og við þörfnumst þessarar til- finningar. En oft á tíðum er þessu alveg öfugt farið, við höfum sjálf notið hjálpar, þar sem leyndardóm- ur lífsins opinberaðist okkur í ann- arri manneskju. Hver manneskja er heill heimur, sinn eiginn heimur, segja Indverjar, og við erum aðskilin hvert frá öðru eins og sólkerfin í al- heiminum. Mér auðnaðist að dvelja sjö ár í Indlandi, og það var lærdómsríkur skóli. Fyrst í stað finnst manni Ind- verjar snúa öllu við. Hugsun þeirra vaknar innra með þeim, gagnstætt okkur sem látum utanaðkomandi að- stæður koma hugsunum okkar af stað. Það er víst einkennandi fyrir okkur, þegar við verðum fyrir óþæg- indum, að finna utanaðkomandi á- stæður til þess. En Indverjar — það er að segja þeir, sem leggja ekki kapp á að líkja eftir hugsunarhætti Vestur- landa —segja: Hvað hef ég getað gert rangt, úr því að þessi maður er ó- þægilegur í minn garð — kannski hefur það verið í fyrra lífi. Þeir reyna í raun og veru sem oftast að finna orsakirnar hjá sjálfum sér, og það gefur þeim merkilega innsýn í líf- ið, sem er gerólík okkar sjónarmiði. Svo eru það Kínverjarnir — þessi ævaforna þjóð, sem er aftur orðin ung. Þeir eru sú furðulegasta blanda af gamla og nýja tímanum, sem ég hef nokkru sinni kynnzt. Þeirra fyrir- mynd er Rússland og þeir gleyma því, að þeir hafa sjálfir miklu meiri möguleika en þetta land, og að þeir eru beztir, þegar þeir reyna ekki að líkja eftir Vesturlandabúum. Kínverjar eru múgsálir, og hafa alltaf verið, er sagt. Ég er ekki viss um að þessi gagnrýni sé réttmæt — það má líta á þetta frá ýmsum hlið- um — og sem heild er þjóð eins og einstaklingur, sem reynir að feta sig í áttina til meiri lífsþroska. Barátta kinversku þjóðarinnar til að byggja landið upp frá grunni hef- ur haft geysilega sterk áhrif á mig. Ég hef engan áhuga á stjórnmálum, og fæ hann því miður aldrei — en af eðlisávísun er ég andvíg vissum kerf- um, og einstaklinum, sem eru allir steyptir í sama móti — en það er ekki hægt annað en bera virðingu fyrir þjóð, sem berst með svo ein- stökum dugnaði fyrir því að verða jafnrétthá hinum hlutum mannkyns- ins. Það er oft rætt um gulu hættuna, en hafa menn gert sér ljóst að sú hætta er raunverulega yfirvofandi? Ef kínverska þjóðin lifir af náttúru- hamfarir síðustu ára, veit ég satt að segja ekki hvers við getum vænzt, eða þá börnin okkar. Við getum ekki keppt við Kínverja í framleiðslu sem felst í vinnu. Kín- verjar segja: Hversu mikla vinnu get ég lagt af mörkum og hve lítið kemst ég af með til að lifa, — hversu mikinn vinnukraft get ég látið í té til að hjálpa landi mínu? Þetta segja þeir, af því að þeir eru neyddir til þess, munu and- stæðingar Kinverja nú segja. Gott og vel,hvort sem þeir segja það af frjáls- um vilja eður ei, þá er það staðreynd, að þeir segja þetta. Við segjum aftur á móti: Hversu litla vinnu — hversu mikið fæ ég fyrir? Lifum við Vesturlandabúar þá á kostnað hins hluta mannkynsins? Já, við lifum út á reikning. Hvern þann munað, sem við veitum okkur, tökum við frá þeim, sem berjast til dauðans fyrir rétti sínum til lífsins. Þeir sem hafa ekki sjálfir séð hungursneyð, geta tæpast gert sér í hugarlund, hvað það er. Norðurlanda- búar eru meðal þeirra, sem búa við beztu kjör í öllum heiminum. Og við gleymum meira að segja að vera þakklát fyrir þetta, heldur lítum á þetta sem sjálfsagðan hlut — kannski erum við svo södd, að okkur órar ekki fyrir því, hvað sultur er. Og í ofanálag berjumst við af hégóma- girni eða heilbrigðisásfæðum fyrir því að grenna okkur. Ég hef dvalist í 36 löndum um all- an heim — það hafa verið mín örlög. Skemmtilegast hefur verið að skoða þessi lönd, blandast þjóðinni og gera sér margt ljóst, sem áður var manni lokuð bók. En allir vita, að maður hlýtur að bregðast einhvern veginn við öllum nýjum uppgötvunum, sem maður gerir, og það hefur sín áhrif á mann. Þess vegna verðum við að reyna að skilja að við erum öll manneskjur. Við berjumst öll fyrir því að vera sólarmegin í lífinu, en við Vestur- landabúar verðum að gera okkur það Ijóst, að lendi Kínverjar sólarmegin í tilverunni, kynni að fara svo, að við lentum kannski í ægilegra helvíti, en við getum gert okkur í hugarlund. FRÚIN 17

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.