Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 18
ÞUNGU HÚSGÖGNIN
ÞOKA FYRIR ÞEIM LÉTTU
Húsgögn, já, það getur verið nógu
erfitt að velja þau, því um margt er
að ræða og tízkan sífellt að þreyt-
ast, eitt í dag og annað á morgun að
segja má. En þá er sá möguleiki fyr-
ir hendi, að leita aðstoðar um hús-
gagnavalið. En hverjum er treyst-
andi til þess? Ekki Pétri eða Páli og
ekki er ævinlega hægt að treysta
smekkvísi kunningjanna. Til skamms
tíma hefur þetta verið mikið vanda-
mál hjá kaupendunum, ekki sízt ungu
fólki sem er að setja niður nýtt heim-
ili. En nú er ráðin bót á þessu vand-
kvæði. Það eru húsgagnaarkitektarn-
ir og fagurfræðingarnir, sem hafa
leyst hnútinn. Nokkrar húsgagna-
verzlanir í Reykjavík hafa tekið upp
þann þátt í verzlunarmálum að hafa
ráðgefandi sérfróða menn á þessu
sviði starfandi við verzlanirnar. Er
þétta til mikils hagræðis fyrir kaup-
endur og ber vissulega að fagna þess-
ari auknu þjónustu á sviði verzlun-
armála. Ein þessara verzlana er Hús-
búnaður að Laugavegi 26 en við hana
starfar Sveinn Kjarval húsgagna-
arkitekt og fagurfræðingur. Blaðið
sneri sér til hans með nokkrar spurn-
ingar varðandi val á húsgögnum og
ýmislegt fleira, en hann leysti góð-
fúslega úr þeim spurningum.
Verzlunin Húsbúnaður er ungt
fyrirtæki, og hefur aðeins starfað frá
því í september síðastliðinn. Fyrir-
tækið hefur þó talsverða reynslu að
baki sér, þar sem það er eign hús-
gagnaframleiðanda eða 30 húsgagna-
verkstæða og eru þar á meðal mörg
hinna elztu í Reykjavík. Fyrirtækið
kappkostar að hafa á boðstólum sem
hagkvæmastan og hentugastan stíl á
húsgögnum og sem fjölbreyttasta
vöru.
Allt ferkantað.
— Það eru sífellt að verða breyt-
ingar á húsgagnaframleiðslunni,
sagði Sveinn Kjarval. — Núna sem
stendur virðast arkitektarnir vera
hrifnastir af öllu ferköntuðu í stað
bogalínanna. Annars er allt sem hér
gerist á þessum sviðum undir sterk-
um áhrifum erlendis frá og þá helzt
Dana, en það má vissulega kalla Dan-
mörk „heimsveldi“ á húsgagnamark-
aðinum.
— En er þá smekkur fólks ekki á-
kaflega misjafn?
— Jú, sannarlega. Sumir hafa
mjög ákveðinn smekk, aðrir fara eft-
ir tízku og enn aðrir vita hreinlega
ekki hvað þeir vilja fyrr en í verzl-
unina er komið og í samráði við ráð-
gefandi fagurfræðing. Ég er til við-
tals hér í verzluninni til að gefa fólki
leiðbeiningar um húsgagnaval tvisv-
ar í viku, því að kostnaðarlausu, en
svo á það líka kost á því að fá leið-
beiningar í heimahúsum gegn gjaldi.
V Viðtal
við
Svein Rjarval
Reykt eik og „teak“.
— Hvaða efni eru helzt notuð í hús-
gögn um þessar mundir?
— Það má nú segja, að reykt eik
og „teak“ séu aðallega í tízku eins
og er. Hvor tveggja er mjög heppi-
legur viður í húsgögn, og hafa þá
kosti, sem húsmæður kunna vel að
meta, að það þarf ekki að „pólera“
húsgögn úr þessum efnum, nema í
hæsta lagi einu sinni á ári, heldur
er nægilegt að þurrka af þeim með
rökum klút. Þetta svokallaða „teak“
er þannig úr garði gert frá náttúrunn-
ar hendi að það inniheldur olíuteg-
18
FRÚIN