Frúin - 01.07.1962, Síða 20

Frúin - 01.07.1962, Síða 20
Marlon Hrando vill Rödd konunnar má líkja við hljóð- færi. Hún er þreytandi þegar hán er há og skræk, en viðfeldin þegar hún er mjúk og hljómfögur. Það er sagt, að karlmenn hrífist mest af ljóshærðu kvenfólki, en hár konunnar finnst mér ekki skipta nokkru máli, segir Marlon Brando. — Það er miklu meira atriði hvern- ig áhrif konan hefur á manninn. Mis- skilningur hefur orðið viðvíkjandi útliti konunnar. — Til dæmis er fjöldi stúlkna, sem hefur fallegan vöxt og þær halda allar að þær geti orðið fegurðardrottningar. Ef ég ætti að velja fegurðardrottningu myndi verða fyrir valinu kona, sem hefur persónuleika til að bera. Hvað mig snertir hefur það meiri áhrif heldur en að línurnar séu fullkomnar. Marg- ar konur nú á dögum eru í algeru uppnámi vegna auglýsingastarfsem- innar. Og sú kona, sem ekki hefur sömu linur og Marilyn Monroe, held- ur að hún sé algerlega ómöguleg. Tízkukóngarnir æsa konuna og fá hana til þess að kaupa það nýjasta, sem þeir hafa fundið upp, og telja henni trú um, að annars fylgi hún ekki tízkunni. Það er ekki tekið til- lit til þess hvort það klæðir hana. Konurnar koma til þess að líkjast hver annarri alltof mikið, það finnst mér ókostur. Ég ber virðingu fyrir þeirri konu, sem þorir að klæðast eftir sínum smekk, í staðinn fyrir að láta tízku- kóngana segja sér hverju hún á að klæðast, því að þá aðeins fær maður- inp tækifæri til að kynnast persónu- leika hennar. — í stuttu máli finnst mér að hver kona eigi að gera sér grein fyrir því, að hin líkamlega feg- urð skiptir ekki mestu máli. Sérhver kona hefur eitthvað fallegt til að bera. Ef til vill fagra rödd, augu eða fallegar hendur, eða þá að sá hiti, sem geislar frá henni hefur áhrif. Sú kona, sem mér fellur vel, þorir að vera og klæðast eins og hún vill, án þess að fara eftir því, sem öðrum finnst. 20 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.