Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 21

Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 21
FRANSKI skáldsagnahöfundurinn Honoré de Balzac var uppi á tíma- bilinu 1799—1850. í hinum lítt búnu híbýlum sínum í París vaknaði hann eina nótt við það, að innbrotsþjófur var að reyna að dirka með þjófa- lykli upp skúffu þá í skrifborðinu hans sem hann geymdi ritföngin sín í. Balzac horfði um stund á þjófinn úr rúmi sínu en rak síðan upp skelli- hlátur. Þjófnum brá illa við og hrökklaðist út i dimmasta skot her- bergisins. — Þetta er alveg bráðskemmtilegt, stundi Balzac milli hláturskviðanna. Þér brijótist inn í kolamyrkri að næt- urlagi og dirkið skúffuna mína upp með fölskum lykli til þess að leita að því sem ég finn aldrei í henni þótt ég noti réttan lykil um hábjartan dag. Frá liðnum dögum Framh. af bls. 13. um. Sást þó ekki á heimilishaldi þeirra, að hagur þeirra þrengdist. Og þótt Jón á Ketilsstöðum færi til Ameríku 1887, laust því aldrei niður í hug þeirra Syðrivíkurhjóna að fara sömu leiðina, sem þó fjöldi Vopn- firðinga gerði. Það kom flatt upp á alla Vopnfirðinga er Jóhannes seldi Syðrivík haustið 1908 bónda á Jökul- dal. Var hann þá orðinn skuldugur við Örum & Wulffs verzlun í Vopna- firði, og gerðist of gamall til að veita viðnám. Hins vegar hjálpaði verzl- unarstjórinn honum til að selja, svo hann gæti fengið sitt. Þau höfðu eign- ast 5 börn og urðu öll þroskafólk, en voru nú lítt af unglingsaldri og eigi til staðfestu ráðin. Heimili þeirra í Syðrivik var ekki lengur við líði, eitt af þessum heimilum, sem lengi má minnast, og lengi sjá eftir, fyrir þjóðhagslega þýðingu í lífsbaráttu þjóðarinnar og fyrir áhrif þess og samhengi í sögulegri menningarupp- byggingu, og sögulegra erfða íslend- inga. Það stóð í dalnum ljúfa í aust- urátt, og sést að listin kom þar líka við sögu, og mun nú lengi eiga þar heimreið um hjartna veg fyrir skáld- ið, sem kom þar í kassanum vorið 1886. (Maí 1961). Tveir af meðlimum Grímu, Erlingur Gíslason og Kristbjörg Kjeld léku tvær hrjáðar sálir í „Læstum dyrum“ eftir Jean-Paul Sartre, fyrsta sjónleoknum sem Gríma setti á svið. Leikurinn fer fram í víti, fyrir lukt- um dyrum, þar sem þrjár manneskjur eru dæmdar til þess að vera sam- an til eilífðar og hegning þeirra felst í því, að þeim er nærvera hverrar- ar annarrar óbærileg. GHÍMA lenzk leikritun geti haft mikið gagn af því, að höfundar tengist betur leik- húsinu. Það verður varla gert á ann- an hátt en að verk þeirra öðlist líf i höndum reyndra leikstjóra og leik- ara. Fullkomin uppsetning á leikriti er mjög dýr og íslenzk leikhús hafa því ekki haft ráð á að sýna öll þau íslenzku verk, sem þau annars hefðu viljað sinna. Þennan vanda má leysa með því að lesa verkin af sviði. Þótt ekki sé um fullkominn leik að ræða, sér höfundurinn og getur rætt við eikstjóra o leikendur kosti og galla verks síns og slíkur upplest- ur getur auk ess verið mjög skemmti- legur áheyrnar fyrir leikhúsgesti. Þegar við lítum yfir farinn veg eftir þetta fyrsta starfsár Grímu finnum við að við höfum mikið lært um þá flóknu veröld, — leikhúsheim- inn, — og enn meira eigum við vafa- laust ólært. Síðast en ekki sízt höf- um við haft ánægju af að finna henni tekið sem raunverulegu leikhúsi, með kostum þess og göllum. Starf Grímu er að sjálfsögðu ekki aðeins meðlimum hennar að þakka og væri raunar óhugsandi nema fyr- ir áhuga leikara á leiklistinni. Fjár- hagur Grímu leyfir því miður ekki að bjóða leikurum upp á önnur laun en að skipta bróðurlega þ í sem inn kann að koma, — ef eitthvað verður. Við þessi kjör starfa allir sem hlut eiga að sýningum klúbbsins. Harald- ur Björnsson er einn þeirra, sem þannig hafa stutt Grímu með list sinni og verður það aldrei fullmetið né það, sem aðrir leikarar hafa þannig lagt af mörkum. FRÚIN 21

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.