Frúin - 01.07.1962, Síða 28

Frúin - 01.07.1962, Síða 28
 mÉÉíNHfí ■ 1 11 _ áiftk á | f fl yJW? ^lwig 1 "•* SSSS9K ' -^*** Kmb jnB j He'wAckn í HúAnuefoaAkcla féeifkjatíkur Húsmæðraskóli Reykjavíkur, að Sólvallagötu 12, hefur nú starfað um 20 ára skeið. Skólann hafa ævinlega á hverjum vetri sótt stúlkur alls staðar að af landinu. Alls hafa skrif- ast út úr skólanum á fjórða þúsund nemendur. Sjálfur skólinn starfar í 9 mánuði og búa stúlkurnar í heima- vist. Þá eru starfrækt tvö dagnáms- skeið við skólann og verður nú sá háttur tekinn upp, að fyrra námskeið- ið stendur yfir frá því í miðjum september til jóla, en hið síðara frá janúarbyrjun til maíloka. Hingað til hafa þessi námskeið verið jafnlöng. Einnig eru sex kvöldnámskeið haldin yfir veturinn og sækja þau árlega 180—190 stúlkur. Kennsla í skólan- um og á námskeiðunum er bæði verkleg og bókleg. Skólastjóri Hús- mæðraskólans er frk. Katrín Helga- dóttir og hefur hún starfað við skól- ann í 13 ár, þar af 8 sem skólastjóri. Kcnnarar eru 6 fyrir utan skólastjóra og 4 tímakennarar. Einn liður í skólastarfinu er að auka kynni milli skólans og heimila nem- endanna.Er það gert með því að halda hinn svokallaða ,,mæðradag“. Upp- haflcga var haldinn einn „mæðradag- ur“ yfir veturinn, en síðari árin hef- ur nemendum fjölgað það mikið í skólanum, að „mæðradagarnir“ eru orðnir 4 og skiptast þeir á milli deild- anna. Þessir dagar eru mjög vinsælir bæði af kennurum, nemendum og gestum. Gcstirnir koma í skólann í mat, kalt borð, kl. 5 síðdegis og dveljast í skólanum fram eftir kvöldi. Þeim er sýndur allur skólinn og yfirleitt allt það, sem þá langar til að skoða, handavinnu nemendanna, fylgjast með hvernig kenslan fer fram o. s. frv. — Myndirnar sem hér fylgja, voru teknar á „mæðradegi“ um miðjan mai síðastliðinn. Skólaslit fara jafnan fram 6. júní.

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.