Frúin - 01.07.1962, Side 29
ER
MANNSINS
MGGIX
Ætlunin er, að í þessu blaði verði
þáttur um matreiðslu og annað, sem
til heyrir eldhússtörfum. Reynt verð-
ur að hafa þennan þátt sem fjölbreytt-
astan og verður leitað til sérfræðinga
á þessu sviði og eins að fylgjast með
nýjungum sem fram kunna að koma
í matargerð og tækni við matargerð.
Að sjálfsögðu verður reynt að miða
alla slíka fræðslu við íslenzka stað-
hætti. Á öðrum stað hér í blaðinu
verða leiðbeiningar til húsmæðra um
ræktun grænmetis, sem húsmæður,
sérstaklega til sveita, ættu að athuga
gaumgæfilega. Hér á landi er ræktun
grænmetis á lágu stigi, þrátt fyrir
það, að í sólarlitlu landi er neyzla
grænmetis ákaflega þýðingarmikill
og nauðsynlegur þáttur í mataræði,
þar sem grænmeti er mjög ríkt af
bætiefnum og vítamínum.
Eins og kunnugt er, er sólin upp-
spretta alls lífs. Hún flytur manns-
likamanum orku sem við m. a. köll-
um vitamín og er lífsnauðsynleg fyr-
ir okkur ef við eigum að halda heilsu
og þrótti. Þessa orku flytur sólin
okkur bæði beint og í fæðunni.
Jurtirnar taka á móti þessari orku
og við móttökum svo orkuna með
neyzlu þeirra.
Þar, sem sólargangur er stuttur og
sjaldan nýtur sólar, eins og hér, er
mikil neyzla grænmetis höfuðnauð-
syn til þess að halda fullri heilsu og
starfskröftum. Vegna þess hve hér
nýtur lítillar sólar og loftslag er kalt
er ræktun grænmetis erfiðleikum
bundin.
Þess vegna er grænmeti dýrt og oft
ófáanlegt. Hins vegar gerir fólk sér
ekki ljóst að mjög auðvelt er að rækta
ýmiss konar grænmeti hér með litl-
um tilkostnaði. Enn fremur er græn-
meti ákaflega ljúffengt ef það er
rétt meðhöndlað og hægt að hafa það
með flestum mat. Er því hér með
beint til húsmæðra, sem hafa að-
stöðu til grænmetisræktunar að
fylgjast með þætti sem verður hér í
blaðinu og heitir Matjurtagarðurinn.
Hér verða í áframhaldi af þessum
hugleiðingum látnar fylgja nokkrar
uppskriftir af skemmtilegum réttum,
Hrámáltíð úr rifnum eplum, bleyttuum í blöndu af sítrónusafa, vatni og
hunangi, eftir smekk. Enn fremur útbleyttar sveskjur og niðursneiddir
hnetukjarnar. Stórar tvíbökur eða heilhveitibrauð smurt með smjöri, bor-
ið með.
með ávöxtum og grænmeti, sem víð-
ast hvar er fáanlegt.
Appelsínur og sítrónur fást um
land allt og víða grapealdin. Appel-
sínur eru afar vitaminauðugar og
þrátt fyrir lýsisgjafir eru þær nauð-
FRÚIN
29