Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 31

Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 31
ÁSTIN HEFUR ÞUSLND ANDLIT Framh. af bls. 25. voru brún. Það var eins og í þeim brynni glóð, sem skaut stundum gneistum. Mér fannst sem þessi glóð hlýjaði mér og mér leið einkennilega vel. Ég spurði hann, hvort hann færi oft á málverkasýningar. „Nei,“ svar- aði hann, dálítið stuttaralega. „Það hefur þá verið hrein tilviljun að við hittumst í dag,“ hélt ég áfram. „Það var engin tilviljun. Ég elti yður þangað,“ svaraði hann glað- lega. Ég var að því komin að segja, að ég tryði ekki því, sem hann var að gefa í skyn, en á hinn bóginn var ég ekki viss um, að hann væri að gefa neitt í skyn. Og hvað sem því leið, þá hélt hann áfram að tala um daginn og veginn. „Sally sagði mér, að þér ættuð tvo rauðhærða syni.“ „Já,“ svaraði ég glöð. Innst inni í mér hvíslaði rödd um að hann hefði þá spurt Sally um mig. — „Tim er níu ára og Bill sjö. Þeir koma mér daglega á óvart. Mér finnst ekki vera langt síðan þeir voru í vagni og mér algerlega háðir. En þeir eru að verða fullorðið fólk — tíminn líður svo hræðilega fljótt.“ „Já, ég veit hvernig þetta er,“ sagði hann blíðlega. „Ég á þrjár dæt- ur.“ „Jæja? Það vissi ég ekki.“ „Ég er ekki eins mikið hjá þeim og vera ber. Við eigum hús í Jersey, en ég er oftast hér í New York. Sjáið þér, hérna eru myndir af börnunum mínum.“ Hann rétti mér nokkrar þvældar myndir af þrem indælum telpum og ungri konu með stutt, svart hár. Hún var engin fegurðardís, en hafði óvenju lifandi andlit „Er þetta konan yðar?“ spurði ég. „Já, hún er afbragðs manneskja. Hún er nú ekki alltaf ánægð með mig, en samt þraukar hún í hjóna- bandinu. Stundum lendum við í ægi- legu rifrildi. En samt gæti ég ekki hugsað mér að vera kvæntur nokk- urri annarri konu. Tíu ára hjóna- band — það er langur tími. Ég veit, að ég er ekki alltaf Donnu eins góð- ur eiginmaður og ég ætti að vera, en ef ég missti hana, væri það eins og að missa handlegg eða fót. Við tilheyrum hvort öðru.“ „Já,“ sagði ég, „þetta er það skrítna við hjónabandið.“ „Já, skrítið er það,“ eridurtók hann. Ég sýndi honum myndir af strák- unum mínum og þegar við kvödd- umst, stuttu seinna, var ég nærri búin að gleyma, að eitthvað hafði gerzt okkar í milli. En það hafði held- ur ekkert gerzt í raun og veru. Við lifðum sitt í hvorum heimi. Eitt and- artak höfðu þessir tveir heimar kom- izt í snertingu hvor við annan. Það var allt og sumt. Ég sagði Rick frá þessu atviki, a. m. k. að nokkru leyti og svo bægði ég því frá hugsunum mínum. En ég varð þess vör að hvernig sem ég reyndi, gat ég ekki annað en mun- að greinilega eftir hverjum drætti í andliti Alex, munað eftir því að augu hans voru eins og haustlituð eikarblöð, að hann gekk í gamalli slitinni peysu, og að rödd hans hljóm- aði eins og regn sem dynur hljóðlega á gluggarúðu. Það var Rick, sem benti mér á smáfrétt í Times nokkrum vikum seinna. „Þessi náungi, sem við hitt- um hjá Jeff og Sally — hét hann ekki Alex Hunt — hann er ráðinn til að stjórna leikriti á sjálfum Broadway," sagði hann. „Hann á að setja nýtt leikrit á svið, sem á að kosta miklu til. Hann hlýtur að vera verulega snjall, úr því að hann hefur verið valinn til þess.“ „En hvað það var dásamlegt fyrir hann,“ sagði ég. „Ég veit hvað það er erfitt að vinna að leiklist. Helm- ingurinn af öllum tíma manns fer í að vera atvinnulaus.“ „Jahá,“ sagði Rick ofan í kaffi- bollann sinn. „Ég held að það hafi verið ástæðan fyrir því að ég helg- aði mig ekki listinni. Ég hafði einum of mikið af heilbrigðri skynsemi. Ég hafði ekkert á móti því að þjást fyr- ir gott málefni, en þá verður mál- efnið líka að vera örugglega þess virði. Og það efaðist ég um.“ Ég hugsaði svolítið um Alex í þessu sambandi, og skrifaði honum stutt bréf, sem ég sendi til leikhússins við Broadway, þar sem hann var nú að vinna. Ég hafði kynnzt leikhúsfólki nægilega vel, í gegnum Sally, til að vita hvers virði að var að fá að stjórna sýningu á Broadway, og ég vissi, að það var vel þegið að fá hamingjuóskir hvaðanæva að. Þess vegna skrifaði ég Alex að við hefðum séð nafn hans í blöðunum og að við samgleddumst honum. Tveim vikum seinna hringdi hann til mín. „Ég hefði átt að hringja fyr- ir löngu og þakka yður fyrir,“ sagði hann. „En þér vitið hvernig þetta er. Það gladdi mig mikið að fá bréfið frá yður, mér finnst eins og þér meint- uð það, sem þér skrifuðuð.“ „Það gerði ég líka, og ég bíð með eftirvæntingu eftir frumsýningunni.“ „Viljið þér ekki koma og horfa á æfingu hjá mér?“ sagði hann. „Má ég það?“ hrópaði ég hrifin upp yfir mig. „Auðvitað,“ svaraði Alex. „Það er matarhlé hjá okkur núna, en við byrjum aftur að æfa klukkan tvö. Farið að bakdyrunum um það leyti. Ég skal segja dyraverðinum að hleypa yður inn.“ Við bakdyrnar stóð gamall maður. Ég sagði til nafns míns og hann horfði á mig þreytulegum augum, augum sem höfðu séð allt, sem hægt að spá hér á jörð. — „Já, hr. Hunt á von á yður. Farið bara beint af augum,“ sagði hann. Ég litaðist um rugluð og ráðvillt. „Hvert?“ spurði ég. „Inn á sviðið og niður þrepin,“ svaraði hann. Ég hikaði enn. Það sem ég sá af sviðinu var 'baðað sterkum ljósum. Mér skildist allt í einu, hvað það væri að fá sviðsgeig. Maður kom niður járnstiga vinstra megin við mig. Hann var með stór- an bunka af pappír í höndunum. „Viljið þér vísa þessari konu inn til hr. Hunts,“ sagði gamli dyravörður- inn. Ég sá á honum, að honum fannst ég vera óvelkomið aðskota- dýr, sem hefði ekkert þarna að gera. að gera. „Komið með mér,“ sagði maðurinn með pappírinn og við fórum upp á sviðið og niður tröppurnar í hljóm- sveitargryfjuna. Loks stóðum við í dimmum gangi og skyndilega var Al- ex kominn. Hann lagði höndina á handlegginn á mér og sagði lágt: „Mary, jæja, svo þér eruð þá kom- in. Þökk, Joe.“ Maðurinn með papp- írinn hvarf og Alex leiddi mig til sætis. „Bíðið hérna, ég kem að vörmu spori.“ Hann hljóp upp tröppurnar og hvarf á bak við tjald. Svo kom hann aftur inn á sviðið og talaði þar við dálítinn hóp af fólki, fór síðan aft- ur út í áhorfendasalinn og settist við hliðina á mér. „Nú fáið þér að kynnast leikhúsi í raun og veru,“ sagði hann brosandi. Næstu tvær klukkustundirnar sat ég alveg uppnumin og fylgdist með þxí hvernig hann byggði leikritið upp, brot fyrir brot, reyndi einhverja á- FRÚIN 31

x

Frúin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.