Frúin - 01.07.1962, Side 32
kveðna hreyfingu, hætti við hana aft-
ur, lét eina leikkonuna setjast, breytti
því og lét hana standa við stólinn.
Hann stjórnaði, hrósaði fólki og
skammaði það til skiptis. Hann var
á stöðugri ferð, hljóp ofan af upp-
lýstu sviðinu, niður í dimman sal-
inn, þar sem hann horfði á leikarana.
Svo kallaði hann skyndilega, að nú
væri hlé í tíu mínútur og kom og sett-
ist hjá mér.
Dimman í salnum lét mér finnast
ég vera í bíl um kvöld í rigningu. Úti
var hábjartur dagur, fólk fór í búðir
og skrifaði á ritvélar, og borðaði heit-
ar pylsur við pylsuvagna. En ég var
í allt öðrum heimi, hrífandi heimi,
þar sem var mikið annríki, heimi
sem var raunverulegur og leyndar-
dómsfullur í senn.
Alex leit snöggu rannsakandi
augnaráði á andlit mitt. „Ég hef
hugsað mikið um yður,“ sagði hann
lágt.
Það var ekki hægt að misskilja
hljóminn í rödd hans. Ég var engip
skólastelpa. Ég varð að horfast í augu
við sannleikann. — „Þá hafið þér
farið illa með tímann,“ svaraði ég
blíðlega.
„Haldið þér það? Því trúi ég ekki,
Mary. Lokið þér augunum!"
„Hvers vegna?“
„Lokið þér augunum!“
Ég gerði eins og hann sagði, og
kjartað í mér barðist ofsalega.
„Segið þér mér nú, hvernig ég lít
út,“ hvíslaði hann og ég fann hlýjan
andardrátt hans á vanga mínum.
„Nei!“ Ég galopnaði augun og fór
frá honum. „Nei, Alex. Þetta er
rangt!“
„Hví þá það?“ Hann horfði beint í
augu mér.
„Af því að ég elska manninn
minn,“ svaraði ég. Og mér var al-
vara.
Hann hló. „Það veit ég, kjáninn
þinn. Þú gætir ekki verið eins og þú
ert, ef þú elskaðir ekki og værir
elskuð. Ég óska þess alls ekki, að fara
að eyðileggja hjónaband þitt.“
„Hvers óskarðu þá?“ spurði ég.
Mig svimaði beinlínis.
Hann yppti öxlum og lagði hand-
leginn yfir stólbakið á stólnum mín-
um. „Ég vil lifa. Ég reyni að skilja
lífið. Ég lifi frá degi til dags, eins
og flest annað fólk.“
Ég dró andann ótt og títt. „Og
til hvers ætlastu af mér?“
Hann horfði aftur beint á mig.
„Þú veizt sjálf hvers ég óska. En ég
vil það einungis ef þú vilt það. Ég er
enginn gárungi. Hvað sem þú kannt
að halda um mig, þá mundu það.“
Ég hef aldrei á ævinni orðið eins
glöð að sjá Rick, og þetta kvöld.
Hann þekkti ég svo vel og hann var
svo indæll og elskulegur þegar hann
kom inn úr dyrunum, að ég kastaði
mér í fang hans og þakti andlit hans
kossum, eins og ég var vön að gera
þegar við vorum nýgift.
„Nei-nei,“ sagði hann hlæjandi.
„Hvernig stendur á þessu?“
„Bara af því að þetta ert þú,“
sagði ég og grúfði mig að brjósti hans.
Rick kastaði töskunni sinni á stól og
hélt mér þétt upp að sér, án þess að
segja nokkuð. Þetta var Rick, mað-
urinn minn. Hann og ég, við skildum
hvort annað. Hvernig hafði ég getað
hlustað í svo mikið sem eina mínútu
á blíðlegt hvisl annars manns. Það
var Rick sem mér þótti vænt um, og
sem ég þarfnaðist, Rick, sem gaf lífi
mínu gildi og þoldi með mér súrt og
sætt.
Ég sá Alex ekki vikum saman.
Leikritið hans var sýnt fyrst í Bost-
on, áður en það var sýnt í New York.
Hann sendi mér kort frá Boston. Ég
reif það í tætlur.
Seinna sendi hann okkur miða á
frumsýninguna á Broadway. Auð-
vitað fórum við. Ég hafði enga af-
sökun til að fara ekki og auk þess
hafði ég gaman að sjá þau atriði sem
ég hafði horft á í æfingu, nú sýnd
fullæfð. Leikritið var sérlega gott
og sýningin tókst prýðilega.
Fáum dögum seinna hringdi Alex.
„Ég ætla að ferðast til Bermuda og
vera þar í vikufríi,“ sagði hann.
„Viltu koma með?“
Ég hristi símtólið með báðum
höndum, og reyndi að anda rólega.
„Þú ert galin,“ sagði ég. „í fyrsta
lagi læt ég mig ekki dreyma um að
fara með þér og í öðru lagi á ekki að
spyrja um slíkt og þvílíkt í síma.“
„Hvers vegna ekki?“ sagði hann
og lét ekkert á sig fá. „Ég held, að
við skiljum hvort annað. Mig lang-
ar ekkert til að sýnast fyrir þér,
Mary. Ég vil helzt vera heiðarlegur.
Ég ætla í vikuferðalag og það myndi
gera mig mjög hamingjusaman, ef
þú kæmir með mér.“ Hann þagði
augnablik og ég heyrði minn eiginn
hjartslátt. „Mig langar svo mikið til,
að þig langi til að koma,“ bætti hann
við.
Ég hugsaði um, hvað mikið hann
hafði unnið, og hugsaði um gömlu,
slitnu peysuna hans. Ég þráði heitt að
vera góð við hann, hugga hann, þó
að það væri ég sem þarfnaðist hugg-
unar. „Alex,“ sagði ég aðeins.
„Já?“
„Alex,“ sagði ég aftur og grét.
Ég gat ekki einu sinni kvatt hann.
Á meðan hann var í burtu, gat ég
smám saman gert mér upp reiði í
hans garð. Hvernig gat hann ímynd-
að sér, að ég myndi ferðast frá manni
mínum og börnum án nokkurra skýr-
inga? Hélt hann að Rick myndi leyfa
konunni sinni að hegða sér þannig?
Ég vítti sjálfa mig, og gerði hreint
heima hjá mér, fór með Tim og Bill
í bíó og skrifaði löng bréf til fjöl-
skyldu og vina. En á sama augna-
bliki, sm Alex hyingdi aftur til
mín, þá gleymdi ég öllum góðum á-
formum.
„Eigum við að borða saman há-
degismat?“ spurði hann.
„Alex!“
„Það á ekki að vera neitt launung-
armál,“ sagði hann stríðnislega til
að róa mig. „Ég skal koma með öðr-
um manni, sem þú vilt sjálfsagt
kynnast.“
„Hver er það?“
Alex hló. — „Vertu ekki svona
tortryggin. Þetta er þekktur tízku-
frömuður, sem hefur teiknað bún-
ingana fyrir mörg leikrit á Broad-
way. Kelly heitir hann. Þú getur
kannski haft gagn af því að tala við
hann. Hver veit, kanski býður hann
þér vinnu. Hvað sem öðru líður, þá
held ég að ykkur muni falla vel
hvoru við annað, og þess vegna
skaltu koma.“
Ég fór í dökkgræna dragt og fór
til þess veitingahúss, sem Alex hafði
talað um. Kelly og ég ræddum um
föt og tízkuna af ákafa, og Alex
hlustaði á — mér leið alveg dásam-
lega. Þegar klukkan var þrjú, kvaddi
Kelly og Alex og ég urðum ein eft-
ir. Við töluðum dálítið um Bermuda
og næsta leikritið sem Alex átti að
setja á svið á Broadway. Smám sam-
an tæmdist veitingahúsið. Aðeins Al-
ex og ég urðum eftir.
„Jæja, hvað finnst þér?“ spurði
hann.
„Um hvað?“
Hann hallaði sér fram á borðið og
studdi höfðinu á hönd sér. Brún
augu hans horfðu beint inn í mín.
„Þú veizt vel, við hvað ég á?“
Öll uppgerðarreiðin blossaði upp
í mér. „Ég skil ekki almennilega hvað
þú átt við, Alex, en í mínum heimi
gerir fólk ekki slíkt og þvílíkt svona
— svona hreint út í bláinn.“
„Vertu ekki svona dyggðug og ör-
ugg með sjálfa þig,“ sagði hann og
brosti svolítið með augunum. — „Mig
langar ekkert til að heyra um á-
32
FRÚIN