Frúin - 01.07.1962, Page 33
stæður þínar, mig langar aðeins að
heyra svar þitt. Þér fyndist víst betra
að við eyðilegðum bæði hjónabönd
okkar? Þér finnst, að það væri rétt
og viðeigandi, eða hvað? Ég er áreið-
anlega enginn engill, en ég segi þér
í hreinskilni, að ég er ekkert hrifinn
af þess konar hræsni. Ég gabba aldrei
sjálfan mig.“
„Þú ... þú ert djöfull,“ sagði ég.
„Þú hefur endaskipti á öllu. Þú læt-
ur mig finnast, að ég sé svo fullorðin
— og það skelfir mig.“
„Mary, Mary,“ sagði hann. „Ég er
ástfanginn í þér. Ef til vill endist
það ekki lengi. Ég vil ekki ljúga að
þér, ég veit hvernig svona tilfinn-
ingar eru. En það sem er á milli okk-
ar þarf ekki að vera ljótt eða rotið
þess vegna. Ástin hefur þúsund and-
lit, það er ekki hægt að setja henni
þröngar skorður. Það eina, sem ég
bið þig um, er að athuga þessi andlit
og velja. Láttu það ekki eftir þér að
visna og þorna upp áður en þú
deyrð.“
Ég leit á hann, og á því augnabliki
elskaði ég hann á næstum sama hátt
og ég elskaði Rick og Tim og Bill.
„Þú sagðii’ einu sinni, að það væri
einhver hreinleiki í brosi mínu. Og
þú sagðir, að þér félli það vel. Samt
gerir þú allt sem þú getur til að
eyðileggja þennan hreinleika. En við
berum öll merki þess lífs sem við lif-
um. Mitt líf með öllum sínum skyld-
um og reglum sem þér finnst vera
svo leiðinlegar og erfiðar — hefur
gefið mér þennan hreinleika, sem
þér geðjast svo vel að, alveg eins og
þitt órólega og spennandi líf hefur
gefið þér þessa glóð í augnaráðið,
sem mér geðjast svo vel að. Þú bið-
ur mig um að velja. Gott og vel, ég
geri ekki það, sem þú biður mig um,
ég gæti gert það, því að ég ber ekki
á móti því, að mér er það nokkur
freisting — en ég vil það ekki. Ég
hef styrk til að standast þessa freist-
ingu, einmitt venga þess að ég er sú
sem ég er. Er það ekki skrítið, hvað
þetta er allt í rauninni einfalt mál?“
Augu hans reyndu að horfa í mín.
Hann hristi höfuðið hægt. „Við skul-
um alltaf vera góðir vinir. Ég gæti
ekki afborið þá tilhugsun að nokkur
kali eða reiði væri okkar í milli.“
„Það gæti ég heldur ekki,“ svar-
aði ég.
Við fórum út úr veitingahúsinu og
hann kallaði á bíl handa mér. Um
leið og ég settist inn, sagði hann
hljóðlega: „Vertu sæl, Mary.“ Ég
heyrði, að hann átti erfitt með að
hafa vald á rödd sinni. Og ég vissi,
að ef ég sneri aðeins andlitinu að
honum, þá myndi hann kyssa mig.
Það er það erfiðasta sem ég hef nokk-
urn tíma gengið í gegnum — erfið-
ara en að kveðja Rick, þegar hann
var kallaður aftur í herinn, erfiðara
en að fara ein á fæðingarstofuna í
spítalanum, þegar ég átti Tim. En
ég sneri andlitinu ekki að honum.
Alex lét bílstjórann vita, hvert hann
ætti að aka — og það var eins gott,
því að ég hefði ekki getað komið
upp nokkru orði.
Um kvöldið borðuðu strákarnir við
sjónvarpið og við Rick borðuðum ein
í borðstofunni. Við heyrðum æst
hróp og skothvelli innan úr stofu.
Þetta var kúrekamynd, sem þeir voru
að horfa á. Þar sem ég sat og horfði
á Rick, beint á móti mér, þá fór ég
að hugsa um það, sem Alex hafði
sagt: „Ástin hefur þúsund andlit."
í fyrsta skipti í mörg ár virti ég
manninn minn fyrir mér eins og
þetta væri ókunnugur maður. Ég
varð svo yfirkomin af ást að hendur
mínar fóru að skjálfa og ég varð að
leggja gaffalinn frá mér.
Rick leit upp. Hann sá svipinn á
mér — og við gengum á móti hvort
öðru. Á því augnabliki var ég feg-
in því að börnin voru í hinni stofunni.
„Rick,“ hvíslaði ég og andvarpaði
djúpt.
„Allt er eins og það á að vera,
ástin mín. Allt er gott,“ sagði hann.
Ég vissi það. Ég var örugg, ég var
heima hjá Rick — ég lifði.
Ég veit ekki að hve miklu leyti Rick
gat sér þess til, hvað komið hafði fyr-
ir mig. Kannski segi ég honum þetta
allt saman, þegar við erum orðin
gömul.
Við hittum Alex við og við og okk-
ur geðjast báðum vel að honum. Ég
ber ekki á móti því, að einhvers stað-
ar innst inni i hjarta mínu elska ég
hann enn. Að minnsta kosti elska ég
það sem hefði getað orðið, ef öðruvísi
hefði staðið á. En það stóð ekki öðru-
vísi á, og ást mín hafði verið nægi-
lega þroskuð til að skilja það. Ást
min á Alex er ást mín á þeirri korn-
imgu konu, sem ég var einu sinni,
konu, sem er ekki lengur til. Svona
ást er ævinlega dálítið eigingjörn.
En Rick, — Rick elska ég nú á
annan hátt. Því að nú elska ég hann
vegna hans sjálfs, en ekki vegna
þess, að hann er eiginmaður minn
og faðir barnanna minna. Og þegar
svo er komið í hjónabandi, þá finnst
manni himnaríki vera á næsta leiti.
Michael Drury.
*
KÖTTUKIiMN SKM SAGÐI VOFF!
Framh. af bls. 25.
„Alltaf vitlaust,“ sagði kýrin, sem hélt að þetta
hefði verið kálfurinn.
Kálfurinn stóð og horfði á móður sína og hugsaði,
svo að það brakaði í hausnum á honum.
Milla dró djúpt að sér andann og sagði „BÖH“.
„Þarna kom það,“ sagði kýrin glöð. „Þú ert dug-
legi kálfurinn hennar mömmu sinnar.“
„Já, duglegi kálfurinn hennar mömmu sinnar,“
hafði kálfurinn upp eftir henni og var sjálfur sann-
færður um, að hann hefði sagt BÖH, og fór síðan
að leika sér með hinum kálfunum. Milla var að
rifna af monti. Hún Iyfti fótunum hátt þegar hún
gekk og setti stýrið beinl upp í loftið til að sýnast
stærri en hún var.
Nú kann ég fjögur tungumál, hugsaði hún. Katta-
mál, hundamál, grísamál og kúamál. Ég er vitrasti
köttur i heimil
En Milla ætlar að læra meira, það fáum við að vita um
í næsta blaði — því að Milla er svo gáfuð, svo gáfuð ...
FRÚIN
33