Frúin - 01.07.1962, Síða 34
Þeim þykir spik betra en smjör.
Konurnar biðu óþreyjufullar eftir
selnum frá Ófeigsfirði.
JJlaðinu barst fyrir nokkru skemmti-
leg frásögn norðan úr Stranda-
sýslu, um meðferð og hagnýtingu á
selkjöti og afurðum af sel. Selveiðar
munu nú að mestu úr sögunni hér á
landi, en eru þó stundaðar á vorin á
nokkrum stöðum á landinu, m. a. i
Strandasýslu. Sárafáar munu þær
húsmæður nú vera hér á landi, sem
kunna með þennan mat að fara, og
þess vegna var mikill fengur að
þessari frásögn. Höfundinn þarf
varla að kynna. Hann er frú Regína
Thorarensen á Gjögri í Árneshreppi
í Strandasýslu. Frú Regína er löngu
landskunn orðin af skrifum sínum í
Morgunblaðið og einnig fleiri blöð,
fyrir skemmtilegt orðalag og frá-
sagnarmáta. Mest hefur Regína
hingað til fengizt við daglegar frétt-
ir, enda fréttaritari Morgunblaðsins.
Regína Thorarensen.
Nú kemur Regína fram á ritvöllinn
í nýju ljósi og skýrir frá meðferð á
einni kjarnbeztu fæðutegund, sem
fáanleg var hér á landi fyrr á árum,
en er nú svo að segja að hverfa af
daglegum matseðli íslendinga.
Lítt vön selkjöti.
Regína segir svo: Ég hafði aðeins
einu sinni bragðað selkjöt, þegar ég
fluttist norður í Strandasýslu fyrir
20 árum. Ég minnist þess að mér
þótti það þá ekki gott. Nú hef ég
vanist því og þykir það ágætt, enda
kunna eldri konurnar hér í byggðar-
laginu að matbúa selkjöt á margan
hátt. Það er súrsað, reykt, saltað,
borðað nýtt og steikt og þá aðallega
notað í buff. Yfirleitt þykir það bezt
saltað eða súrsað.
Síðastliðið vor veiddust í Árnes-
hreppi eitthvað á þriðja hundrað
kópar. Stærsta selalögnin er í Ófeigs-
firði, þar veiddust 150 kópar. En
einnig eru selalagnir á Munaðarnesi,
Dröngum og í Drangavík. Á þessum
stöðum veiðast venjulega 20—30 kóp-
ar á hverjum stað.
Selkjöt í súr.
Svo að ég snúi mér þá aftur að sel-
kjötinu, þá er bezt að geyma það, sem
súrsa á, í góðum mjólkursúr í eikar-
tunnu og ef súrinn er verulega góð-
ur, má geyma kjötið lengi í honum.
Selsvið og selshreyfar upp úr súru
þykja herramannsmatur. Ekki er
hægt að geyma selkjöt, selsvið eða
hreyfa með slátri. Þá eyðileggst slátr-
ið ævinlega. Sé mjólkursúrinn, sem
geyma á selkijötið í, ekki nægilega
sterkur verður að bæta ediksýru og
vatni í hann. En langsamlega bezt
geymist kjötið og yfirleitt allt sem
nýtt er til matar af sel, í góðum
mjólkursúr án allrar blöndunar.
Herraniannsmatur.
Selspik þykir hér flestum herra-
mannsmatur með vel signum fiski og
sumir taka vel saltað selspik jafn-
vel fram yfir smjör með harðfiski.
Bezt er að salta selspik í eikartunnu
eða harðviðartunnu. Mála þarf tunn-
una utan á hverju vori og lagfæra á
henni gjarðir. Með þessu móti getur
sama tunnan enzt lengi. Einnig þarf
að hafa tvo spýtukassa undir tunnu-
botninum hvorum megin, svo að loft
leiki jafnan um tunnubotninn, en
með þessu móti fúnar hann ekki.
Þegar selspik er saltað niður í tunn-
una, er það gert þannig, að fyrst
er saltlag látið í tunnubotninn og síð-
an eitt lag af selspiki. Þá er aftur
látið salt yfir spikið, svo mikið að
ekki sjáist í spikið. Nú er 3—4 boll-
um af 26 gráðu sterkum saltpækli
hellt yfir hvert lag af saltinu og hald-
ið þannig áfram þar til tunnan er
full. Selspik er ekki vel verkað,
nema það sé grænt 1 gegn. Ekki má
þurrsalta selspik, því þá þránar það,
og er ekki mönnum bjóðandi. Gæta
verður þess, að spiktunnuhlemmur-
inn gangi niður í tunnuna og á hon-
um verður ævinlega að vera þung-
ur steinn. Hlutverk steinsins er að
þrýsta spikinu ávallt niður í pækil-
inn, en til þess að það geti geymst,
má það aldrei standa upp úr. Tunn-
una á síðan að geyma á dimmum og
köldum stað. Sé spikið vel verkað í
upphafi má geyma það með þessu
móti svo árum skiptir.
Siginn fiskur með selspiki, kar-
töfíum og rúg-flatkökum, helzt volg-
um, er einn albezti matur sem ég
fæ.
Mér hefur aldrei tekizt sjálfri að
salta selkjöt svo vel sé en sumir hér
eru alveg snillingar i að verka og
salta það. Dæmi veit um það að
selkjöt er saltað eins og lambakjöt,
með saltpétri og sykri, ásamt til-
skildum skammti af salti. Þó hefur
mér verið sagt, að ekki megi salta
það meira en svo, að ekki þurfi að
leggja það í bleyti, heldur megi sjóða
það beint upp úr saltinu, annars
komi annarlegt bragð af því.
Biðu með óþreyju og tilhlökkun.
Margar eldri konur hér í byggðar-
laginu hafa sagt mér frá því, að hér
áður fyrr hafi þær, ásamt vel lyst-
ugum börnum sínum, beðið með ó-
þreyju og tilhlökkun með sjóðandi
vatn í potti eftir því að heimilisfað-
irinn kæmi heim með selinn úr Ó-
feigsfirði. Um leið og selurinn kom,
var byrjað að sjóða, og þá var hátíð
á heimilinu. En tímarnir breytast og
mennirnir með. Ég talaði nýlega við
konu frá Ófeigsfirði. Hún sagði að
sér blöskraði alveg, að verða núorðið
að fleygja megninu af selnum, því nú
vildu fáir bo.rða þennan góða mat.
Þegar þessi kona var ung, var mikil
eftirspurn eftir sel í Ófeigsfirði og
Framh. á bls. 36.
34
FRÚIN