Frúin - 01.07.1962, Side 36

Frúin - 01.07.1962, Side 36
minnzt á, í hinum æsilegu umræðum, og stundum aldrei. í hjónabandsrifr- ildum er alvanalegt að heyra gagn- kvæmar ásakanir á hendur fjöl- skyldu hins aðilans. Tilgangurinn er, að særa andstæðinginn með því að gera lítið úr því fólki, sem maður veit, að honum þykir vænt um. Ef gengið var á Annette, kom í ljós, að í raun og veru fannst henni tengdamóðir sín vera ágætis kona, og hið sama fannst Nick um sína tengdamóður. En nú þar sem allt var í báli og brandi, höfðu fjölskyld- urnar líka tekið afstöðu. Blóðbönd eru sterkari en. öll önnur bönd. Þegar ég fór nú að athuga allar aðstæður nánar, rak ég strax augun í eitt atriði. Það var ^járhagurinn. Það var synd að segja að hann væri góður, enda þótt Nick og Annette hefðu samanlagt tekjur, sem gátu talizt ágætar. Ég þekki mörg hjón, sem lifa góðu lífi fyrir miklu minna. Að vísu höfðu þau átt erfitt í byrjun, þar sem þau áttu ekki neitt. Annette og Nick eyddu því, sem þau unnu inn, og urðu að fá lán fyrir fyrstu innborgun á íbúðina. Svo komu afborganirnar. Þau urðu líka að borga mánaðarlega inn á víxilinn fyrir bílnum, og reikningurinn þeirra LESEMDLR SKRIFA Framh. af bls. 34. þá veiddist hann betur en nú gerist. Ófeigsfjarðarbændur gátu eitthvað selt af selspiki til Breiðafjarðar síð- astliðið ár, en miklu varð að kasta og svo hefur verið undanfarin ár. Nú þekkist það ekki lengur, að konur og vel lystug böi-n bíði óþreyju- full eftir því, að heimilisfaðirinn komi heim með sel frá Ófeigsfirði. Nú er það bara eldra fólkið, sem rétt smakkar selinn af gömlum vana. Eins og þið kæru lesendur vitið, þá ber talsvert á sjúkdómi hér á landi, sem nefndur er kransæðastífla. Heyrt hef ég að sá sjúkdómur þekk- ist ekki á Grænlandi og þakki lækn- ar það því, hve Grænlendingar borði mikið af spiki. Ef þetta er rétt, þá er ég viss um, að íslendingar fara bráðum að eyða dýrmætum gjald- eyri 1 að kaupa selspik frá Rúss- landi eða Ameríku. Varla fara þeir að líta við ágætu selspiki, sem verk- að er norður á Ströndum. En frá mínum bæjardyrum séð, er heimili ekki vel búið af mat, nema til sé eitt kvartel, eða úr tunnu, af vel sölt- uðu selspiki til ársins. í einni stórverzlun leit dálítið illa út, ef reiknað var með þeim verulegu skuldum, er hvíldu á þeim. Ég sagði við Annette, að hún og Nick hefðu alls ekki efni á því að skilja. Sagt e.r, að hjónabandið sé stofnað á himnum. Kannski er það rétt, en eigi að síður er það að miklu leyti borgaraleg stofnun, eins og öll hjú- skaparlöggjöfin ber líka vitni um. Það er og sagt, að tveir geti lifað ódýrar en einn, og þess vegna er meinlaust að líta á hjónabandið frá fjárhagssjónarmiði. Fólk giftist til að gera sér lífið þægilegra á margan hátt. Fjármálin eiga hér líka hlut að máli,og þau eru ekki þýðingarminnst. Oft heyrist minnzt á orðið fjárhags- áætlun, og mörg góð ráð eru gefin þar að lútandi. Þykkar bækur hafa verið skrifaðar um þetta atriði, en þeir, sem allra mest þyrftu á þeim að halda, lesa þær ekki. Einhver verður að standa fyrir fjármálum heimilisins, og sé maður- inn önnum kafinn í vinnu mikinn hluta sólarhringsins, er ekki nema sanngjarnt, að húsmóðirin taki að sér þetta hlutverk. Maðurinn miss- ir ekkert af sínum husbóndamyndug- leik með því. Ég þekki mörg dæmi þess, að eiginmaður hefur kennt eyðslusamri og hugsunarlausri hús- móður að spara með því einu, að láta hana fá yfirstjórn í fjármálum heimilisins. Þar sem báðir aðilar vinna úti, er sameiginleg stjórn á fjármálum al- gert höfuðatriði. Gjöldunum er skipt í föst gjöld, svo sem húsaleigu, hús- haldspeninga, fatakostnað, gjöld af bílnum, vátryggingagjöld, sumarleyf- ispeninga og svo framvegis, og svo er séð um að til sé varasjóður fyrir til- fallandi og ófyrirsjáanleg útgjöld .. . Flestir vita, að þessi tilhögun fjár- mála er góð. En því miður er fólk til, sem notfærir sér ekki þá vit- neskju, og þess vegna fer fyrir þeim eins og Annette og Nick. Sé fjárhagurinn kominn út í ó- göngur og þarfnist þess að verðá rétt- ur við, er hyggilegt að ráðfæra sig við lögfræðing, svo að hægt sé að að gera fjárhagsáætlun langt fram í tímann. Ef skuldir eru fyrir hendi, sem fast er gengið eftir, er oft betra að eiga við lánardrottnana, ef þeir vita að visst eftirlit er haft með fjár- hagsaðstæðum skuldunautarins. Hinar erfiðu fjárhagsaðstæður höfðu gert Annette og Nick tauga- veikluð. Þess vegna fóru þau í taug- arnar hvort á öðru, fóru að rífast um hlægileg smáatriði og fundu sér allt til að ásaka hvort annað um. Þegar fjárhagú.rinn var kominn á réttan kjöl var taugaveiklunin úr sögunni .og um leið grundvöllurinn fyrir hinu „mikla og langvarandi ósamkomulagi.“ í þessu tilfelli reyndist það meira að segja mjög auðvelt að koma fjár- málunum í rétt horf. Bíllinn var seldur og peningarnir fyrir hann voru notaðir til að borga þær skuldir sem voru mest aðkallandi. Þetta virtist nú allt hafa gengið eins og í lygasögu, en svo var ekki, því að vandamálið kom aftur til sög- unnar. Bæði Annette og Nick höfðu tilhneigingu til að ofmeta fjárhag sinn, og láta óskhyggju en ekki skyn- semi stjórna innkaupunum. Og þeg- ar ástandið fer að verða hættulegt, verða þau taugaveikluð og þras- gjörn á ný. ,,Og ávíturnar hafa átt sér stað,“ sagði Annette, „við höfum látið ljót orð falla, og jafnvel þótt við teljum okkur trú um að allt sé gleymt, þá minnumst við þeirra, þegar nýtt rifr- ildi er í aðsigi.“ ,,En við Annette höfum verið kom- in á fremsta hlunn með að skilja,“ sagði Nick, ,,og það er reynsls, sem er ekki skemmtileg, og ég held, að mikið þyrfti að ske, áður en annað okkar tæki sér hin örlagaríku orð í munn: Ég vil fá skilnað." Uppvöxtur barnanna hefur einnig haft mikið gildi fyrir hjónaband þeirra Annette og Nicks. Börnin geta ekki þolað að heyra foreldra sína rífast, og þess vegna hefur þetta skapmikla fólk haldið aftur af sér. Börnin hafa líka stuðlað að því, að þau eru orðin skynsamari í fjármál- um, börnin fundu fljótt hvar meinið lá. Þau hafa meira fjármálavit en foreldrarnir! Kannski hafa þau lært af lélegu fordæmi foreldranna. Víst er, að þau hafa haft mjög góð áhrif á foreldra sína, svo að fjölskyldu- böndin hafa styrkzt til muna. 36 FROlN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.