Frúin - 01.07.1962, Síða 41

Frúin - 01.07.1962, Síða 41
VERÐANDI MÓÐIIR börn þóttu hraustlegust, ef þau höfðu kringlótta fitubolla í kinnum og á lærunum. Nú á tímum eiga börn að vera þrifleg, en samt ekki of feit og mæðurnar eiga að vita hvað og hve mikið þau eiga að borða. Til allrar hamingju er einnig orðið úrelt að tala smábarnamál við þessa litlu sakleysingja, sem eiga að fara að læra að tala. Sé talað rétt mál við þau, alveg frá byrjun, er þeim gert auðveldara fyrir að læra að tala, á skynsamlegan hátt. Það getur verið freistandi að kaupa stærsta og dýrasta barna- vagninn, sem fæst, krómaðan og snjó- hvítan. En það sem mestu máli skipt- ir, er að barnið geti verið ánægt í vagninum í hæfilega langan tíma, og að vagninn hafi gott „drif“, hemla og þægilegt sé að aka honum upp á og niður af gangstéttarbrúnunum. Barnarúmið á ekki að vera lágt, svo að maður þurfi ekki að beygja sig of mikið í öll þau skipti, sem mað- ur er að sýsla við barnið, búa um rúmið eða ræsta það. Það er betra að hafa rimla í hliðunum, heldur en heilar hliðar, svo að barnið liggi ekki eins og inni í lokuðu búri og sjái lít- ið út frá sér. Botninn á að vera góð- ur og traustur, og eins og allir vita er bezt fyrir bakið á barninu, að hafa engan kodda. í staðinn er gott að hafa sérstakan, vel samanbrotinn dúk. Þess ber að minnast, að nýfædda barnið á ekki eingöngu móður, held- ur líka föður, sem á að fá að hafa ánægju af því að snerta við og sýsla með barnið. Faðir og barn ættu að komast í nána snertingu hvort við annað á hverjum degi. Á hinn bóg- inn á faðirinn að sjá um, að það fari vel um móðurina, þegar hún gefur barninu að drekka. Hún ætti að sitja í þægilegum stól og helzt með skemil undir fótunum, svo að engin hætta sé á að missa barnið. Þó að móðurmjólkin hætti að nægja barninu, eða jafnvel sé á þrot- um, og maður verði að grípa til pel- ans, þá er illa gert gagnvart barninu að gefa því pelann í rúmið. Haldið við sambandinu við barnið, takið það í fangið á meðan drukkið er úr pelanum. Þá gefst líka tækifæri til að iáta barnið ropa í tæka tíð. Bezta stærð á bleyjum eru 75X75 cm. Fínofnar gasbleyjur þorna á skemmstum tíma og sjúga bezt í sig- Sé barnið klætt í of litlar og þröngar gúmmíbuxur á hverjum degi, þá samsvarar það því, að gefa því stöð- ugan salmíaks-bakstur sem svíður undan. Barnið verður rautt og sárt að neðan og stofnar heimilisfriðnum í voða. Það skiptir miklu máli að sjóða bleyjurnar vel og skola þær mörgum sinnum rsekilega. Annars setzt sápan í efnið og það verður stíft og meiðir hörundið og getur ekki sogið í sig. Barnj sem fær pelamjólk í stað brgósts, getur orðið óvært ef því er gefinn pelinn á rangan hátt. Haldið pelanum á ská upp í loftið. Sé pelan- um haldið láréttum fær barnið eins mikið af lofti og mjólkurblandi upp í sig. Það býður erfiðleikum heim, að banna eldri systkinum að fást við ný- fædda barnið. Þá verða stærri systk- inin afbrýðisöm, eins og vonlegt er. Og það væri gott, ef fjölskylda og vinir myndu eftir að heilsa og kveðja „þau stóru“, þó að það sé nýkomið pínulítið barn á heimilið, sem allir eru spenntir að sjá. Margir gleyma því algerlega, þótt ótrúlegt sé. Maður kemst æ betur að raun um, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Ást og þolinmæði eru nauð- synleg hverju barni. Þér ættuð aldrei að láta afa eða ömmu fá yður ofan af eftirfarandi ráðleggingu: Neyðiið aldrei mat í barn, sem neitar að borða. Þetta geta verið eðlileg viðbrögð barnsins við ofeldi, í samræmi við einstaklings- þarfir þess. Og leyfið líka yngsta barninu að sulla svolítið út og tala við borðið, og skammist ekki yfir því. Borðhaldið á að vera skemmti- legt. Notið aldrei rúmið sem refsingu fyrir barnið. Látið því finnast gam- an að komast í litla rúmið sitt. Þó að þér eigið sjálfsagt dásamleg- asta barn í heimi, þá ber yður að hafa það hugfast, að metnaður foreldr- anna er oft í hróplegu ósamræmi við óskir og hæfileika barnsins. Metnað- ur foreldranna getur orðið barninu fjötur um fót og valdið vandkvæð- um á því, sem allir foreldrar óska fyrst og fremst börnum sínum til handa: heilbrigði og hamingju. V FRÚIN 41

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.