Frúin - 01.07.1962, Page 43

Frúin - 01.07.1962, Page 43
Þegar dýr sefur leggur það frá sér alla skanka, með því eru allir vöðv- ar máttlausir og líkaminn hreyfist með andardrættinum. Liggið á maganum, eins og ísbjörninn, með fæturna vel aðskildar og tærnar eins og myndin sýn- ir. Björninn leggst gjarnan á mishæð til að fá þrýsting á magann og þessi þrýsting- ur hjálpar honum til að slappa betur af. Höfuð og fætur hanga dálítið niður á við og hryggvöðvarnir bera þungann en lendarnar réttast út. Þér getið búið yður tilsvarandi mishæð með kodda eða bókum. Slappið maga- vöðvana vel af og látið líkamann fylgja vel með andardrættinum. Hend- urnar mega einnig liggja aftur með Iíkamanum og lófarnir vísa upp. Leggist á bakið með hringinn undir öxlunum og hnjánum, eins og myndin sýnir. Hafið hringinn þannig á hnjánum að fótleggir séu algjörlega í lausu Iofti. Þannig hvílist bér fullkomlega afslöpp- uð. Handleggir Iijrgi meðfram líkaman- um. Takið eftir hvernig þér slappið fullkom- lega af, bæði í öxlum, brjósti og alveg niður í fætur. Hamlið ekki á móti held- ur gefið alveg eftir í baki. Hringurinn heldur yður í jafnvægi svo að hrygg- urinn slappar af. 43

x

Frúin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.