Frúin - 01.07.1962, Qupperneq 44
~A.onu.r
BÚLU - HJALMAH
Ingibjörg Lárusdóttir
dótturdóttir skáldsins
segir frá.
Það hefur sjálfsagt verið í síðustu
ferð Bólu-Hjálmars, afa míns, um
Húnavatnssýslu, að ég sá hann, og
var ég þá barn að aldri. Það var
um vor, — komið undir fráfærur, en
þó var gróðurlítið og kalt, enda lá
hafís fyrir öllu Norðurlandi, svo að
skip komust hvergi inn á nokkra
höfn og til vandræða horfði með
kornmat og alla útlenda vöru.
Ekki ætla ég að reyna að gefa
nokkra glögga lýsing á afa mínum.
Hann var enginn meðalmaður; og
það get ég sagt, að engan mann hef
ég séð eða heyrt honum líkan.
Mér finnst hann sitja hér fyrir
framan mig með hönd undir kinn,
hrumur af elli, niðurbrotinn undir
ofurþunga örlaganna, dæmdur í út-
legð, fjötraður járnviðjum samtíðar
sinnar, — en með aðalsmark á enni
og brá.
Indriði Þorkelsson segir meðal
annars í sínu ágæta kvæði, „Bólu-
Hjálmar“:
„Fylgir harmþrunginn hugur
Hjálmari alla Ieið,“
og þá þarf engan að undra, þó að
mér finnist ónota-kökkur setjast að
í hálsinum á mér, og mér verði þungt
um mál, þegar ég rifja upp fyrir
mér það fáa, sem ég man eftir frá
því, að ég sá hann.
Móðir mín sagði okkur systkinun-
um, að þetta væri hann afi okkar og
að við ættum að vera honum góð,
hann væri lasinn og þreyttur, og
ætlaði því að hvíla sig nokkra daga
hjá okkur.
Móðir mín vissi, að faðir hennar
var tóbakslaus og að hann myndi
hafa verið það lengi; en það bar hann
víst ekki vel, eftir því sem hann
segir sjálfur frá:
„Tóbak ærið tyggja kann,
en tryllist nær sem þrýtur."
Faðir minn tók hann tali, t^gar
44
hann kom inn, settist hjá honum,
bauð honum í nefið hjá sér, sýndi
honum alla alúð, vildi láta hann
leggjast upp í rúm, — hann hvíld-
ist betur þannig, sagði hann. En afi
minn var svarafár við því öllu, sagði
sig undra, að móðir mín léti ekki
sjá sig, það væri henni ekki líkt.
Faðir minn eyddi því sem hann gat;
hann vissi vel, að móðir mín hafði
brugðið sér á aðra bæi, en það vildi
hann ekki nefna, því að óvíst var um
erindislokin þar. Föður mínum
leiddist einnig biðin, fannst hún
löng, gjörði það sem hann gat til að
stytta tímann, en aðstaðan var ekki
góð í því efni fyrir hann; og þannig
leið nokkur stund. Afi minn fór að
svipast um eftir húfunni sinni, fann
hana, stóð upp og ætlaði út, — en í
því opnaðist baðstofan og móðir mín
kom inn, glöð í bragði, létt í hreyf-
ingum, eins og hún átti vanda til, og
rétti að afa mínum umbúðalausan
tóbaksbita, sem hann tók á móti
tveim skjálfandi höndum. „Drottinn
blessi þig, — hann blessi ykkur öll.
— Enn þá einu sinni rofar til í sál
minni, svo að sér til sólar. Myrkrið
er fljótt að flýja, þegar kærleiki
guðs lýsir og vermir.“ — En hitinn
og mátturinn í þessum fáu orðum!
„Þau læstu sig gegnum líf og. sál
sem ljósið í gegnum myrkur.“i)
Það var eins og lága baðstofukytr-
an væri allt í einu orðin gð rjáfur-
hárri, heilagri guðskirkju og prest-
urinn væri að blessa yfir söfnuðinn
sjálfa jólanóttina; svo varð þessi
stund hátíðleg. Foreldrar mínir lögð-
ust á eitt með að gjöra kvöldið gleði-
ríkt, og þeim mistókst ekki sérlega
mikið með það. Móðir mín kom inn
með bollapör, sykur og rjúkandi
kaffikönnu, svo að angandi kaffi-
lyktin fyllti baðstofuna. Faðir minn
kom með græna potttunnu, sem hann
var vanur að eiga einhvern dropa í,
ef góða gesti bar að garði; endranær
var hún ekki hreyfð. Græna pott-
tunnan sýndist að ytra útliti ekki
mikils um verð, enhugsunin ein um
innihaldið hafði þann góða mátt, að
i) E. H. K, ___
FRÖIN