Frúin - 01.07.1962, Síða 47

Frúin - 01.07.1962, Síða 47
Vafningsklukka. Alaska gróðrarstöðin. Þessar ágætu upplýsingar hefur Jón H. Björnsson gefið okkur og þykir mér hlýða að fara nokkrum orðum um fyrirtæki hans, Alaska. Alaska gróðrarstöðin hóf raunveru- lega starfsemi sína í septembermán- uði 1951 í Alaska, N-Ameríku. Þar unnu bræðurnir Árni og Jón H. Björnssynir við fræsöfnun og smíð- uðu þreskivél, sem var sérstaklega tileinkuð fyrirtækinu. Fræsöfnunar- ferðirnar urðu grundvöllur að stofn- un fyrirtækisins. Enn í dag er verið að ala upp plöntur hjá fyrirtækinu sem komnar eru af fræi og græð- lingum úr þessum ferðum. í apríl 1953 hófst rekstur fyrirtækisins í Vatnsmýrinni neðan við Miklatorg. Aðalviðfangsefnin voru skipulag skrúðgarða og almenn skrúðgarða- þjónusta, jafnframt því að uppeldi blóma- og trjáplantna hófst. Síðan hefur fyrirtækið fært úr kvíarnar og rekur nú starfsemi í Hveragerði og í Breiðholti í Reykjavík. Markmið Alaska er að veita almenningi að- stoð og þjónustu á sem víðtækust- um vettvangi innan garðyrkjunnar. Nú fyrir skömmu hefur gróðrar- stöðin Alaska gefið út mjög smekk- legan og vandaðan leiðbeininga- bækling fyrir almenning og má í hon- um fræðast um allar þær tegundir blóma, trjáa og runna sem fyrir- tækið fjallar um. Þar eru einnig hvers konar upplýsingar sem að Hver húsmóðir sem tök hefur á, ætti að hafa eldhúsgarð, sem kallað er. Grænmeti ætti að vera á hvers manns borði daglega. Þeim, sem fylgzt hafa með rannsóknum á mann- eldi er það ljóst, hve grænmetið er heilsuverndandi fæða, vegna þeirra bætiefna sem í því myndast, fyrir áhrií sóiarljóssms. Þetta vissi ís- lenzk alþýða fyrr á öldum og borðaði skarfakál, sem hefur forðað mörgum frá skyrbújg. Hér er grænmeti dýrt og ætti því hver sem getur að rækta það sjálfur. Ákjósanlegast er að hafa vermireit, svo hægt sé að sá snemma. til matar. Steinselja hefur verið fremur ó- kunn hér á landi. Hún þarf sama vaxtarrými og gulrót en þarf mikinn og góðan áburð. Þetta er kryddjurt og skyld hvönninni, er þótti einu sinni gott meðal við mörgum kvill- Hreðkur. Spínat; Salat. Salat er t. d. mjög æskilegt til mat- ar og má sá því í garðinn í júní og eru höfuðin þá fullþroska í ágúst. Grænkál er auðugast allra kálteg- unda af bætiefnum, og má rækta alls staðar, svo harðgert er það. Því má dreifsá, og sjö til átta vikum frá Grænkál. sáningu má hafa það til neyzlu. Spín- at er einnig mjög auðugt af bætiefn- um A og C, en geymist illa, og ætti að sá því oft og hafa það nýsprottið gagni mega koma, þeim er áhuga hafa á garðrækt. Er bæklingurinn í alla staði hinn fróðlegasti og vand- virknislega unninn og á áreiðanlega eftir að koma mörgum að góðum notum. um. Blöð steinseljunnar eru notuð hrá, sem krydd í mat og með mat; þau gera matinn lystugan. Auk þess eru blöðin mjög bætiefnaauðug, og ætti hver húsmóðir að eiga beðstubb með steinselju. Steinselja. Hreðkur hafa ekki mikið næring- argildi en eru ljúffengar og lystauk- andi. Þeir, sem vilja hafa hreðkur allt sumariðí sá þeim oft, en litlu í einu, fræinu á ekki að sá djúpt, má bæði sá á bersvæði og í raðir. ☆ ENSKI heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Francis Bacon var uppi á tímabilinu 1561—1626. Skömmu eftir að Elísabet I. Eng- landsdrottning skipaði hann forsæt- isráðherra heimsótti hún hann í bú- stað hans, sem var fremur lítill. — Þetta er allt of lítið hús fyrir mikilmenni eins og yður, sagði drottningin. — Það eru mistök yðar hátignar, svaraði Bacon, því það var yðar há- tign sem gerðuð mig of stóran í hús- ið. FRÚIN 47

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.