Frúin - 01.07.1962, Síða 51

Frúin - 01.07.1962, Síða 51
EUGEN D’ALBERT, þýzkur slag- hörpuleikari og tónskáld (uppi 1864 —1932), var margkvæntur. Á einni hinna síðari brúðkaupsferða sinna var hann og brúður hans stödd á Sikilev. Á hótelinu sem þau bjuggu á var þeim borinn mjög ólystugur spaghetti-réttur. Tónskáldið bragð- aði á matnum en lét bitann strax út úr sér aftur og hrópaði í bræði sinni á eftir þjóninum: — Hundamatur! Ég ætla bara að láta yður vita það, að á næstu brúð- kaupsferð kem ég ekki aftur til Ítalíu. — Heyrðu, Jón minn. Er þér ekki sama þó þú ruggir barninu? — Því ætti ég að rugga barninu? — Af því að því líður ekki vel. Og svo átt þú nú helminginn í því, svo að þú ættir ekki að vera að reyna að koma þér undan því. — Svo — en tilheyrir ekki hinn helmingurinn þér? — Jú. — Jæja, þá er bezt að þú ruggir þínum helmingi, en lofir mínum að halda áfram að grenja. Einu sinni voru tvær vinnukonur að fara í fjósið að kvöldlagi. Veður var bjart og heiðstirndur himinn. Verður á annarri vinnukonunni litið til lofts og segir: — Það vildi ég, að ég ætti eins margar kápur og stjörnurnar eru á himninum. Þá segir hin: •— Þá gæfir þú mér þá lökustu. — Ja, hvað ætti ég þá að hafa í fjósið? í húsi nokkru var skilti sett út í glugga með eftirfarandi áletrun: íbúð til leigu, engin börn. Litlu seinna var barið að dyrum og lítill drengur, á að gizka 5 ára stóð fyrir utan. Hann hélt á húfunni í hendinni og sagði alvörugefinn: „Frú, við sáum skiltið í gluggan- um og langaði til að vita, hvort íbúð- in væri óleigð ennþá.“ Hann dró djúpt andann og hélt áfram: „Ég á engin börn. Það er bara ég og mínir gömlu foreldrar.“ Nú komu í ljós ung hjón bak við drenginn, með angist- ar og vonarsvip á andlitinu. Þau fengu íbúðina.

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.