Frúin - 01.10.1963, Side 3

Frúin - 01.10.1963, Side 3
Til áskrifenda Kœra frú! Eins og yður er kunnugt, hefur verð á þessu blaði verið mjög lágt í áskrift eða aðeins kr. 15.00 hvert hefti. Er verðið var ákveðið í upphafi var reiknað með meiri lausasölu en orðið hefur, þar sem konur hafa auð- vitað fremur kosið að gerast áskrifendur. Einnig var reiknað með mikilli útbreiðslu, og hefur sú von ræzt mjög vel, þótt enn skorti á að blaðið sé nœgilega útbreitt til að standa undir kostnaði. Áskrifendur eru nú hátt á 6. þúsund, og mun það vera met um íslenzkt blað á svo stuttum tíma. Kynning og wtbreiðsla blaðsins hefur kostað mikið fé. Frá því að „Frúin“ byrjaði að koma út, hefur setning hækkað um 42% og prentun um 47%. Vinnulaun, póstgjöld og ýmis annar kostnaður hefur hœkkað mikið, enda hafa öll blöð hœkkað mjög í verði á þessum tíma og sum tvisvar. Útgefendur „Frúarinnar“ verða að viðurkenna, að ekki er unnt að halda áfram útgáfu blaðsins á óbreyttu verði. „Frúin“ veit, að dýrtíðin kemur einkum þungt við konur og myndi hún sízt vilja stuðla að aukn- ingu hennar. En verðhœkkanirnar sneiða ekki hjá garði blaðsins, og er því nauðugur einn kostur að hækka verð þess um fimm krónur hvert hefti. Það er þó bót í máli, að þrátt fyrir þessa hækkun er ,,Frúin“ eitt ódýrasta blaðið, og er auðvelt fyrir lesendur að bera saman lesmál, myndir, stærð og verð blaðsins við önnur sambœrileg blöð. Frá og með þessu blaði munu koma út 6 blöð til áramóta. Reynt verð- ur að koma útgáfutíma blaðsins í fast form. Jólablaðið er þegar í undir- búningi og mun verða 100 síður, sem er nokkurs konar uppbót á hækkun- inni. Ýmis áform eru á döfinni um framtíðarskipulag blaðsins, svo sem lit- prentun, mánaðarlega innheimtu o. fl. Eins og áður hefur verið tekið fram, er þetta tilraun <til útgáfu á g ó ð u kvennablaði, en til þess að hún takist, verður að vera fjárhags- grundvöllur fyrir útgáfunni. Útgefendur geta ekki lagt fram meira fé úr eigin vasa og verður því að treysta á að konur vilji fá sitt eigið blað og styðji það með því að kaupa blaðið á því lágmarksverði, sem lœgst er unnt að hafa það á. Kœra frú! Vér vonum, að þér, fyrir yðar leyti, viljið styðja þessa útgáfu með áframhaldandi áskrift yðar, og vér munum kappkosta að gera „Frúna“ svo vel úr garði sem kostur er á. Með fyrirfram þökk. ÚTGEFENDUR. \ Ævi þinnar yfir dag, eins og dýrðlegt friðarlag, við þig lífsins harpa hljómi, hlúð’ að hverju veiku blómi, sem þú sérð að þarfnast þín, þrek og kraftur ung að dvín. Sveinbjörn Björnsson. FRÚIN KVENNABLAD 2. ÁRG. - 1963 - 7. TBL. Efnisyfirlit: Bls. Til áskrifenda 3 Jenny Lind, „sænski nætur- galinn“ 4 Kvennaskólinn í Reykjavík, viðtal við skólastj. frú Guð- rúnu P. Helgadóttur 8 Stgr. Thorsteinson: Ljóð, Páll Melsted og Thora Melsted 12 Litið inn til gömlu skáldanna 13 Hans heillandi kona, frægar konur 14 Heimsókn til skáldkonu, viðtal við Kristínu Sigfúsdóttur frá Syðri-Völlum 18 Kristín Sigfúsdóttir: í leit að lækni 20 Stærsta kona í heimi 21 Barni gefið nafn í Chana 22 Að brauka saman, smásaga 24 Faðirinn, sem sat fastur við sinn keip 28 Michel Angele og Vittoria Colonna 30 Svarta jómfrúin og kristals- hauskúpan 31 24 fallegustu hárgreiðslur Jacqouelini Kennedy 34 Bréf Bens frænda 38 Skyggna konan í Noregi 42 Tízka 44 Handavinna 48 Líkamsrækt 50 Ást og tónlist 52 André Mouris: Einbeiting hæfileikanna er farsælust 56 Það eiga að vera rósir á leið- inu mínu 57 ? og svar 58 Læknisþáttur 58 Jafnvel álftin er ekki öll þar sem hún er séð 59 Matur er mannsins megin 62 Frá frúnni til frúarinnar 64 Vegir hins vitra 64 Krossgáta 66 ---------------------------------------------------------------------------1 FRÚIN 3

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.