Frúin - 01.10.1963, Síða 4

Frúin - 01.10.1963, Síða 4
JENNY LIND „SÆNSKI NÆTURGALINN” Frumstœðasta listin og ein hin fegursta er tónlistin. — Hrynjandi tónlistarinnar finnst í öllum öðrum listum. Fyrsta, siðasta og fullkomnasta túlk- un hennar er sönglistin. — Mannsbarkinn. er. fyrirmynd að öllum hljóðfœrum. Manns- sdlin er skaparinn. Allt frá því að bamið hjalar í vöggu sinni og þar til ellin fœrist yfir, eru raddböndin. það. hljóðfœrið, sem oftast er slegið á. Listir háfa varðveitzt frá aldaöðli, túlkaðar í varanlegt efni. Söngröddin ein hefir glatazt og ekki verið unnt að varð- veita hana fyrr en Edison tókst að leysa þann vanda. Það er því tiltölulega stuttur tími, sem við höfum haft möguleika á að varðveita þessa list til eftir- komenda, og njóta hennar var- anlega. Söngraddir, eins og Caruso,. Gigli,. Tebaldi. og Calas, svo að nokkrar séu nefndar, eru geymdar kom- andi. kynslóðum. og. hvílík guðsgjöf! Og hvílíkur fengur hefði það verið fyrir okkur að heyra á hljómplötum afburða- raddir fyrri alda. Ein þeirra var „Sœnski nœturgalinn" Jenny Lind. Sennilega hefir hún borið höfuð og herðar yf- ir flestar ef ekld allar söng- konur síðari alda. Slík yfir- burðasöngkona og manneskja héfir hún verið að hún er þjóðhetja og dýrðlingur, sem allir féllu að fótum, hvar sem hún fór. Lesendum „Frúar- irmar" er nú fluttur smá þáttur um þessa einstœðu og dýrð- legu konu. 4 FRÚIN

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.