Frúin - 01.10.1963, Síða 15

Frúin - 01.10.1963, Síða 15
Lafði Caroline Lamb var fög- ur en siðlaus og olli hverju hneykslinu á fætur öðru — m. a. með ástarævintýri með Lord Byron. skyndilega, og halda sjálf ræðu við einhverja opnunarhátíðina. Og það eru ekki allar sem hafa fengið annað eins snarræði í vöggugjöf og Lady Astor, fyrsta þingkona Englands. Eitt sinn var hrópað til hennar i þinginu: „Heyrið þér frú, hvað hafa svínin margar klaufir?“ Lady Astor svaraði um hæl: „Farið þér úr skón- urn maður og teljið þær.“ •Já Luciile Iremonger segir að þetta líf sé erfitt, en hún er einnig þeirrar skoðunar, að það sé eina lífið sem sé einhvers virði. Við lestur bókar her.nar sannfærist lesandinn um þá skoSun hennar að gengi stjórnmála- mannsins standi og falli með konu hans. Þegar flokkarnir velja fram- bjóðendur sína eru ævinlega óskað eftir að ná tali af eiginkonum þeirra, — og það er ekki að ástæðulausu. Ekki eru samt allar þær konur, sem bók frú Iremonger segir frá jafn að- laðandi. Caroline Lamb var gift Willi- am Lamb, lord Melbourne sem lauk starfi 3Ínu sem forsætisráðherra og mikilsvirtur ráðgjafi Viktoríu drottn- ingar. Enginn hefði trúað því í kring- um el312, þegar hin fagra en van- stillta unga kona hans lenti í hverju opinbeiu hneykslinu á fætur öðru. — Hún notaði hvert tækifæri til að vekja athygli á sjálfri sér. Hún setti opinberlega ástarævintýri sitt með Lord Byron á svið, þau skrifuðust á löngum bréfum, sem beint var ætl- azt til að gefin yrðu út, þau komu alls staðar fram saman eins og hjón, og aumingja eiginmanninum var alls varnað — líka á stjórnmálavettvang- inum. En samt stóðst hann aldrei þessa geðtrufluðu eiginkonu sína, töfra hennar, lygar og móðursýkis- köst hennar, sem enduðu alltaf með því að hún sættist við hann. Byron þreyttist fljótlega á öllum þeim vand- ræðum, sem fylgdu þessari erfiðu konu. Hún átti það til að bíta stykki úr glösum við hádegisverðarboð, til að sýna afbrýðisemi sína, skera sig á púlsinn til að vekja á sér athygli og standa klukkutímum saman úti og bíða hans, ef hann var einhvers staðar án hennar. Ást hennar breytt- ist smám saman í glóandi hatur, sem hún gerði að jafnopinberu máli. Hún lét gera þjónum sínum nýja búninga, þar sem áletrað var á hnappana á latínu: „Treystið ekki Byron!“ og hún lét brenna myndir af honum á báli og leigði stúlkur til að dansa í kringum bálið í hvítum kjólum. William fyrirgaf henni að venju — þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti sem hún var honum ótrú. Hann dró sig í hlé frá stjórnmálunum um hríð, og fór til útlanda með konu sinni. En eftir orrustuna við Water- loo, þegar fyrirfólkið kom saman í Bruxelles, vakti Caroline aftur at- hygli vegna ósæmilegs klæðnaðar, — eða öllu heldur vegna skorts á klæðn- aði. Fjölskylda Wiiliams fór að vinna að því að fá skilnað fyrir hann. En þegar öliu hafði verið kippt í lag og Wiliiam sat aftur í neðri deild enska þingsins, tókst Caroline að gera nýtt stórhneyksli. Á einum mánuði skrif- aði hún bók, án þes að nokkur vissi, — það var sagan um ástarævintýri hennar og Byrons, sem hún kallaði Glenarvon, og í henni móðgaði hún alla vini og samstarfsmenn Williams og sömuleiðis þá fáu vini sem hún átti sjálf eftir. Það er ekki undarlegt þótt systir Williams, Emily, sem síð- ar giftist Lord Palmerstone kallaði mágkonu sína aldrei annað en „litla kvikindið“. Sjálf var hún öllum til fyrirmyndar, var falleg og glæsileg húsmóðir, skynsöm og hafði gott vit á stjórnmálum. — En William komst vel í gegnum þessa erfiðleika. í öðr- um kafla í bókinni lesum við um aðra Caroline, sem seinna fylgdi honum á lífsleiðinni. Caroline þessi Norton var barnabarn írska leikskáldsins Sheridan, sérkennileg kona og mörg- um góðum gáfum gædd. Hún skrif- aði greinar, leikrit, skáldsögur kvæði og vísur, (sem enn eru sungnar) en í bókinni er samt sérstaklega get- ið um eitt afrek hennar. Hún skildi við mann sinn og missti réttinn til að sjá börnin sín. Og hún fékk því al- ein áorkað meðötulli baráttu að 1839 voru samþykkt lög þess efnis, að fráskildar konur hefðu jafnan rétt á við maka sína til þess að hafa böm sín hjá sér. „Hve margar enskar kon- ur, sem eiga henni þetta að þakka, vita nú hver hún var?“ spyr Lucille Iremonger. Bókin segir einnig frá Charlotte Schreiber, sem giftist tveimur stjórn- málamönnum og safnaði postulíni af svo miklum ákafa og þekkingu að safn hennar er nú eitt af gersemum á safninu Victoria and Albert Muse- um í London. Þetta var alveg einstök kona. Tuttugu og eins árs giftist hún Josiah John Guest, eiganda Guest- járnverksmiðjanna í Wales. Hún var fögur og óvenjulega hæfileikamikil. Hún gerði koparstungur, spilaði á píanó og hörpu, hún gat leikið á leik- FRÚIN 15

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.