Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 16
Mrs. Kavanagh var talin mjög falleg. Hún átti
heilan barnahóp með manni sínum, írskum stjórn-
málamanni, sem var bæði handleggja- og fótleggja-
laus.
Gladstone-hjónin voru gift í 60 ár og þóttu vera allri þjóð-
inni til fyrirmyndar — enda þótt Gladstone hafi áreiðanlega
verið leiðinlegasti maður sem hægt er að hugsa sér.
sviði, saumað útsaum, setið hest og
spilað vist — allt með sömu leikn-
inni. Hún kunni frönsku, ítölsku
grísku, latínu og hebresku og var fá-
dæma vel lesin. Þegar hún fluttist
til Wales stofnaði hún þar skóla og
sjúkrahús, söngkór og kirkjur fyrir
þá 20.000 Wales-búa sem unnu við
jámverksmiðjurnar. Hún þýddi mið-
aidatexta úr velsku af mikilli þekk-
mgu, fæddi 10 börn og ól þau óað-
finnanlega upp, var einkaritari og
bókhaldari manns síns, skrifaði bæk-
ur um verksmiðjurnar og varð fram-
kvæmdastjóri járnverksmiðjanna eft-
ir lát manns síns.
Maður hennar komst að vísu aldrei
mjög langt á stjórnmálaferli sínum,
en það var ekki henni að kenna. Eft-
ir lát hans fór hún að sinna postu-
línsöfnuninni miklu meir, og varð
fyrsti Englendingurinn sem getur tal-
izt hafa safnað postulíni, smeltigrip-
um og blævængjum. f þessum til-
gangi ferðaðist hún um alla Evrópu
og Tyrkland og skoðaði allar forn-
gripaverzl. og söfn niður í kjölinn.
Rit hennar um postulín eru ennþá
öllum postulínsunnendum til ánægju.
Hún hélt dagbók, alt frá 10 ára aldri
til 79 ára aldurs, sannferðuga dag-
bók, sem hún ætlaðist aldrei til að
yrði gefin út. En samt fellur enginn
skuggi á hina vammlausu Charlottu
við lestur þeirrar bókar.
Ári eftir dauða manns síns giftist
hún aftur kennara elzta sonar síns,
Charles Schreiber, sem var aðeins 27
ára. Hún var orðin 41 árs og átján
ára dóttir hennar varð alveg skelf-
ingu lostin. En Charlotte lifði í mörg
ár atburðaríku lífi við hlið manns
síns í stjórnmálabaráttunni. Schrei-
ber var íhaldsmaður, en Guest hafði
verið Whig. Þrír synir hennar með
Guest urðu einnig stjórnmálamenn,
allir fyrir mismunandi flokka. En
Charlotte sagði aðeins: „Það verða
að vera fulltrúar í báðum deildum
þingsins, og ég veit að betri fulltrúa
en mína menn, er hvergi hægt að
finna — enda þótt þeir hafi ólíkar
skoðanir.“
Það var sagt, að aðeins eitt mætti
að Charlotte finna. Hana skorti alla
eðlilega glaðværð. Þann eiginleika
átti aftur á móti vinkona hennar
Mary Ann Disraeli í ríkum mæli. Líf
þessara tveggja kvenna var að sumu
leyti ekki ólíkt. Charlotte virtist í
fljótu bragði vera sú, sem hefði ver-
ið bezt til þess fallin að vera forsæt-
isráðherrafrú, enda var sú tíðin, að
Disraeli leit hana hýru auga. En það
varð nú samt Mary litla Ann, dóttir
fátæks sjóliðsforingja, sem hlotnað-
ist sá heiður, enda þótt hún byrjaði
feril sinn sem forstöðukona tízku-
verzlunar. Mary Ann var ekki a 1 göf-
ugum ættum, hún var hvorki fógur,
rík eða menntuð, en hún kunni að
njóta lífsins í öllum myndurr. þess
og þótti vænt um alls konar fólk.
Dýrmætasti eiginleiki hennar var að
geta látið fólki líða vel í návist sinni.
Hún giftist óðalseigandanum Wynd-
ham Lewis, sem þótti hálfleiðinleg-
ur, enda þótt hún héldi því statt og
stöðugt fram í löngu hjónabandi, að
hann væri dásamlegasti maður ver-
aldar. Hann dó árið 1838, og yar ein-
mitt að skrifa tékka handa Mcry Ann.
Lucille Iremonger segir að þið hljóti
að hafa verið ánægjulegur cauðdagi
16
FRÚIN