Frúin - 01.10.1963, Side 23
lof — segðu henni, að við bjóðum
telpuna velkomna. Við komum til að
fagna henni.“
Og þeir láta heldur ekki á sér
standa, ættingjar, vinir og grannar.
Þeir koma ekki aðeins til að færa
árnaðaróskir, heldur koma þeir líka
færandi hendi. Þeir koma með ein-
faldar gjafir, sem búa yfir mikilli
merkingu — hvítar perlur, góðan
mat eins og egg, pálmahnetur til
súpugerðar, er gerir að verkum, að
móðirin mjólkar betur, sápu og
svamp eða aduhuam, ilmsmyrsl, sem
eru líka nærandi fyrir hörundið.
Já, barnsfæðing er sannarlega
einhver mesti viðburður, sem komið
getur fyrir fjölskyldu í Ghana. Allt
snýst um móður og barn.
En hvað um föðurinn? Hann hef-
ur kannski verið viðstaddur fæð-
inguna, en fornar erfðir krefjast
þess, að honum sé tilkynnt formlega,
að hann hafi eignazt barn. Maður
er sendur með skilaboð eitthvað á
þessa leið: „Farðu og segðu Barima
Kobena, að Adwoa Dakowa hafi
eignazt barn.“
Eftir átta daga.
Sendimaðurinn heldur af stað.
hann hittir Barima Kobena, þó ekki
einan, því að með honum eru nokkr-
ir viðurkenndir fulltrúar fjölskyldu
hans. „Öldungar fjölskyldu Adwou
Dakowu,“ tekur sendiboðinn til máls,
„hafa sent mig til að færa þér þá
frétt, að hún hefur alið meybarn.“
Faðirinn svarar sendimanni þá ein-
hvern veginn á þessa leið: „Það eru
góð tíðindi. Segðu öldungunum, að
ég hafi heyrt þau. Við munum koma
og bjóða telpuna velkomna. Við
munum koma á réttum tíma, eins og
venja er.“
Venjan er sú, að á áttunda degi
eftir fæðinguna á að bera barnið út
fyrir heimili þess, og þar gefur fað-
irinn því nafn í votta viðurvist.
Hvítur litur á hátíðum.
Eldsnemma á áttunda degi, fer
móðirin í hreinsunarlaug. Hún fleygir
klæðum þeim, sem hún hefur notað,
meðan hún hefur verið innilokuð,
og klæðist nýjum (hvítum) flíkum.
Hvítur litur til hátíðahalda. Hvítur
litur til hreinsunar. Hvítur litur sem
sigurtákn. Hún ber hvíta skartgripi
í eyrum, um hálsinn og á handleggj-
um.
Barnið er líka hvítklætt. Á þessum
degi á að taka það opinberlega í
fjölskylduna — það verður fram-
vegis í ættartölunni. Á þessum degi
er móðirin heiðruð opinberlega með
því, að faðirinn gengur fram fyrir
vitni til að gefa barni sínu nafn.
Muldar yam-rætur, blandaðar
pálmaolíu og skreyttar harðsoðnum
eggjum, eru hátíðarmatur ætlaður til
biessunar. A tungu Akan-ættbálksins
er matur þessi kallaður oto. Móðirin
etur fyrst lítið eitt, en síðan gengur
kona úr ætt hennar um allt þorpið
og sáldrar matnum í hvern krók og
kima til að tryggja blessun anda for-
feðra fjölskyidunnar. Móðir og barn
koma síðan út úr kofa sínum. Það
táknar, að nú séu þær ekki lengur
innilokaðar, og barnið hafi verið
kynnt öllum þorpsbuum, allri fjöi-
skyldunni.
Barninu er gefið nafn.
Og þá hetst aðalathöinin, barninu
skal gefið nafn. Fjölskyldan heiur
safnast saman, og hvíti liturinn blas-
ir hvarvetna við. Allir sitja á jörðinni
og bíða. Fyrir miðju eru öidungar
úr fjölskyldu konunnar, aðstoðar-
maður og faðirinn. Frammi fyrir
þeim er bakki, sem á hefur verið
sett vatn og einhver sterkur drykk-
ur, líkastur gini. Móðirin gengur inn
í hring. Barnið er borið út, og öld-
ungur í fjölskyldu móðurinnar tekur
það í fangið.
„Megi ættbálkurinn árna þvi
góðs,“ segir hann.
„Megi það njóta gæfu,“ segja allir
einum rómi.
Þá segir öidungurinn: ,,Við höfum
aðeins komið hér saman í dag til að
gefa nafn barni því, sem ég held í
faðminum.“
„Það eru góðar fréttir,“ segjá allir
viðstaddir, en síðan drekka öldung-
urinn og aðstoðarmaðurinn af vatn-
inu og hinum görótta drykk, og jafn-
framt biðja þeir guð og forfeðurna
að veita barninu og foreldrum þess
blessun sína.
Þeir' setjast aftur og öldungurmn
segir: „Hvaða nafn eigum við að
gefa barninu?"
Faðirinn svarar: ,,Það á að heita
Esi Amonúva“.
„Gott,“ segir öldungurinn og bæt-
ir síðan við: „Esi Amonúva", horfir
á barnið og drýpur fingri í vatnið,
„í hvert skipti sem þú segir „vatn“,
áttu að eiga við „vatn“ og annað
ekki.“ Þetta segir hann þrívegis, og
í hvert skipti snertir hann tungu
barnsins með fingri sínum, sem hann
hefur vætt með vatninu.
Að því búnu er fingrinum dyfið
í áfengið. .. „Esi Amonúva,“ segir
öldungurinn, um leið og hann snert-
ir tungu barnsins þrívegis með fingri
vættum í víninu, „þegar þú segir
„göróttur drykkur“, áttu að eiga við
„göróttan drykk“ og annað ekki.“
Þetta táknar allt, að barnið er beðið
að vera sannort alla ævi.
Athöfnin er á enda, og er þá komið
að veizluhöldunum. Til þess er ætl-
azt, að allir viðstaddir drekki úr glas-
inu, sem skírnardrykkurinn var í,
áfengið, sem faðirinn lagði af mörk-
um. Og konurnar keppast um að
mega gefa barninu brjóstið, og þær
vagga því í svefn, um leið og þær
raula eitthvert algengt vögguljóð,
eins og:
Þetta litla barn í fangi mínu,
hver á þetta litla barn?
Þetta barn á hún Adwoa Dakowa.
Hvert á ég að fara með það?
Ekki þangað, sem þyrnar geta
rispað það.
Hvert á ég að fara með það?
Ekki þar sem greinar geta
brotnað af trjám,
og meitt litla barnið mitt,
meitt barnið mitt.
Svona, svona, sofðu,
svona, svona, sofðu nú rótt.
Hvað tákna nöfnin?
Amonúva er aðalnafnið, því að það
er nafn ættarinnar. Esi er dagnafn
barnsins. Litla telpan fæddist nefni-
lega á sunnudegi, og á tungu Akan-
manna er esi sunnudagur. Ef um
dreng hefði verið að ræða, hefði
hann verið skírður Kwesi.
Hægt er að velja úr fjölda nafna
í Ghana. Hægt er að skíra barn eftir
degi þeim í vikunni, sem það fæddist
á, eða eftir ættingja, eða hægt cr að
skíra tvíbura skyldum nöfnum
eins og Ata, Atakuma. Stundum er
barn skírt Donko (þræll), ef forfeð-
ur þess hafa ekki orðið langlífir,
Avatofo (fæddur á stríðstímum),
Lave (fæddur í hungursneyð),
Agblesi (fæddur. á bóndabæ), Evewo
eða Enyonawo, til að stríða þeim,
sem óskað hafa foreldrum ills eða
góðs. Þá má líka skíra barn eftir
hugtökum eins og Fafa (friðUr), eða
Adika (reiði), eða þá í samræmi
við röð þess í barnahópnum — svo
sem Mansa eða Mensa, sem þýðir
þriðja barn.
En hvaða nafn sem verður valið
um það er lýkur, er talið nauðsyn-
legt að velja það þannig, að það
verði hjálplegt barninu á lífsleiðinni.
>f
FRÚIN
23