Frúin - 01.10.1963, Síða 25

Frúin - 01.10.1963, Síða 25
að þegar var búið að tína þær plóm- ur, sem auðveldast var að ná til. Hún varð rétt sem snöggvast reið Stíg aftur. „Að hugsa sér, ef ég gæti aðeins verið heima og hlustað á öll hljóð náttúrunnar og tínt heimsins beztu plómur,“ hafði hann sagt rétt áður en hann fór. < Elsa-María spennti körfuna við belti sér, teygði bambusstöngina með ávaxtaklippunum upp á meðal grein- i anna og kleif síðan létt og auðveld- lega upp í tréð. Laufskrúðið var svo þétt, að enginn sólargeisli komst gegnum það. Elsa-María var fljót að fylla litla körfuna, og varð hvað eft- ir annað að fara niður til að tæma hana. Hún varð að klifra æ hærra eftir því sem henni miðaði við plómu- FRÚIN tekjuna, og loks settist hún á trausta grein efst í trénu og litaðist um. Hún sá, að þvottur hékk á snúrum hjá nágrannanum og blökktu þar alla vega litar flíkur í golunni. Hún hélt áfram að klippa plómurn- ar, en þegar hún heyrði fótatak í garðinum við hliðina á sér, varð hún endilega að aðgæta, hver væri þar á ferð. Það var heimilisfaðirinn, end- urskoðandi, sem var svo góður við konuna sína, og nú kom hann út með hrauk af þvotti, sem hann hengdi upp. Elsa-Maria var svo upptekin af að fylgjast með athöfnum hans, að hún gætti sín ekki, karfan fór á hlið- ina og allar plómurnar úr henni. — Æ, hver skrambinn! sagði hún upphátt. Svendsen endurskoðandi heyrði til

x

Frúin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.