Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 26

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 26
hennar og leit í kringum sig. — Komið þér sælar, frú Tárup. Hvar eruð þér? — Hérna uppi í plómutrénu — sjá- ið þér mig ekki? — Jú, nú sé ég ljósu lokkana. Eru plómurnar góðar i sumar? — Já, en viljið þér ekki prófa, hvernig þær eru á bragðið, Svend- sen? Fram að þessu höfðu þau aðeins tal- azt við yfir girðinguna. Nú stökk Svensen yfir girðinguna eins og ung- lingur. Átti hún að klifra niður til að taka á móti honum með viðeigandi kurteisi. — Verið bara kyrr þarna uppi, kallaði hann til hennar. Ég kem upp til yðar. Og eftir andartak var hann kominn upp og sat við hliðina á henni á greininni. — Það er bærilegt útsýni, sem þér hafið hér, frú Tárup, sagði hann svo. Namm, namm, og ekki er bragðið af plómunum síðra. — Borðið bara, eins og þér getið. Það er nóg til af þeim, eins og þér sjáið. — Er ætlunin að hreinsa tréð í dag? — Já, það var nú ætlunin. — Þá hef ég tillögu að gera. Ég tek að mér að klippa plómurnar og fleygi fullum körfum niður til yðar. Ég fylgi því, að hvert verk sé unnið af tveim, því að þá gengur allt eins og í leik. Hann deplaði augunum framan í Elsu-Maríu. — Þar að auki er það stórhættulegt, að við séum saman hérna uppi á greininni — það er alltof mikið álag á tréð. — Já, en hafið þér ekki alveg nóg með það, sem þér voruð að gera áð- an? — Ekki rétt í andartakinu. En far- ið nú varlega — það er hættulegra að klifra niður en upp. — Ó, þér vitið alla hluti, Svendsen. Elsa-María brosti vinsamlega til hans, áður en hún byrjaði að klifra niður. — Þér kunnið víst ekki aðeins að fara með tölur. Mér sýnist, að þér séuð fær á mjög mörgum sviðum — kunnið til dæmis eitthvað að fást við þvott. — Já, og svo hef ég alveg sérstak- lega mikla þekkingu á ungum, fall- legum konum, sagði hann hlæjandi. Elsa-María lagði af stað niður, en hann var þegar önnum kafinn við að klippa plómustilkana. — Eruð þér tilbúnin, kallaði hann rétt á eftir. — Hér kemur fyrsta fulla karfan. Þetta gekk eins og í sögu, og eftir tæpan klukkutíma var búið að hreinsa tréð. Var uppskeran bæði mikil og góð. — Haldið þér ekki, að konan yð- ar mundi vilja þiggja nokkrar plóm- ur? — Ég er viss um, að hún mundi þiggja þær með þökkum, ef hún væri heima. Ég hef sent hana á brott, því að það var nauðsynlegt, að hún kæm- ist að heiman, auminginn, losnaði bæði við mig og heimilisstritið. Það er gott að vera laus hvort við annað við og við. Ég var heima við í dag til að taka á móti blautþvotti úr þvotta- húsinu. Nú er ég til allrar hamingju búinn að hengja hann allan upp. — Það mundi maðurinn minn aldrei hafa gert — hann hefur eng- an áhuga fyrir slíku. — Nei, nei, látið körfurnar vera — ég skal bera þær inn fyrir yður, þær eru alltof þungar fyrir yður! Svona eiga eiginmenn að vera, en svona var Stígur einmitt ekki! — Viljið þér ekki fá eina körfuna handa sjálfum yður? — Nei, aðeins svo að nægi í ábæti. — Má bjóða yður kaffisopa eftir allt erfiðið? — Það er freistandi boð. Elsa-María dúkaði borð úti á gras- flötinni. — Namm, namm, heimabakaðar kökur — hafið þér raunverulega tíma til að standa í bakstri til viðbótar við allt annað, frú Tárup? — Já, vitanlega. — Þér virðist hafa tíma til alls — afsakið, en þar sem við búum svo nærri hvort öðru, er ekki hægt að komast hjá að taka eftir einu og öðru. Segið mér eitt — hvers vegna syngið þér aldrei framar? Þegar við flutt- umst hingað, fannst okkur hjónun- um svo gaman, þegar þér voruð að syngja. — Ég veit sannarlega ekki, hvers vegna ég syng ekki .... Hún dró svarið eitthvað við sig. — Þér ættuð að byrja á því aftur. Það er svo gaman að hlusta á það. Þér syngið svo fallega. Stígur hafði ekki veitt því eftir- tekt, að hún var hætt að syngja. — Jæja, ég þakka yður kærlega fyrir þetta. Karl Svendsen stóð á fæt- ur. Verðið þér nú að búa til aldin- mauk úr þessu það sem eftir er dags- ins? — Nei, ég ætla að sjóða plómurnar niður. — Er það ekki mikil vinna? — Það fer eftir því, hvernig á það er litið, en maðurinn minn telur það lítilræði. — Hefur hann kannske aldrei prófað það? Elsa-María varð alveg rugluð af þessu, og Svendsen flýtti sér að segja: — Mér datt dálítið í hug. Munduð þér og maðurinn yðar vilja borða með mér lítilfjörlegan kvöldverð í kvöld? — Já, en þér eruð einn. — Þá verður máltíðin í samræmi við það. —Verður þetta ekki alltof mikil fyrirhöfn? — Uss-nei — eigum við að segja klukkan sjö? — Já, ég þakka yður kærlega fyr- ir. Karl Svendsen blístraði, þegar hann gekk heimi til sín. En hvað hún var geðþekk, þessi unga kona. Hann skyldi sannarlega fá hana til að syngja aftur. Þegar Elsa-María tók til við plómu- niðursuðuna, varð henni hugsað til Karls Svendsens. Hann hafði sagt, að það væri gott fyrir hjón að vera sitt í hvoru lagi um tíma. Kannske voru þau Stígur of mikið saman. í þetta skipti kom það þó fyrir, að Stígur fannst jafnan mikið til þess koma, sem Elsa-María hafði gert. Þeg- ar hann kom heim, stóðu 12 niður- suðuglös í röð á eldhúsborðinu, full af rauðum, gómsætum plómum. — Dugnaðarstúlka — þú hefur sannarlega komið miklu í verk í dag, sagði hann. — Já, en það má þakka Svendsen endurskoðanda. — Við hvað áttu? —Það er hann, sem hefur hjálpað mér við að tína plómurnar. Hann gerði það að mestu leyti fyrir mig. — Hefur hann ekki annað að gera? — Ó-jú, hann gætir bæði fyrirtæk- is síns og hefur umsjá með húsinu, meðan kona hans er að hvíla sig úti í sveit. Hann hefur meira að segja boðið okkur að borða með sér kvöld- mat! — Jæja! — Já, er hann ekki indæll? — Hann er náttúrlega einmana, það máttu vita. Það er þá þess vegna, sem þú hefur skreytt þig svona? — Vitanlega — hvað finnst þér um kjólinn? Stígur leit á hana. — Er hann nýr? — Ég hef verið í honum að minnsta kosti tólf sinnum, en þú hefur bara ekki tekið eftir honum. Við eigum 26 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.