Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 30

Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 30
Michel Angelo Vittnria Colonna ótt það sé máske rétt sagt, að „allur heimurinn elski elskand- ann“, þá er víst mjög hæpið að „all- ur heimurinn“ geri sér ljósa grein fyrir sambandi andlegu (platónsku) ástarinnar, sem er víst fremur fá- gæt, nema ef innilega vináttu mætti nefna því nafni. En þetta samband átti sér samt stað á milli Michel Angelo, málarans, myndhöggvarans og byggingarmeistarans fræga og hinnar flekklausu Vittoriu Colonna. Michel Angelo Buonarroti var af göfugum ættum. Fæddist hann í Ca- prese kastalanum í Túskaníu, í marz- mánuði 1475, og naut ágætrar upp- fræðslu í æsku. Eins og Leonardo da Vinci eyddi hann mestu af æviárum sínum til annarra starfa en listar þeirrar, sem hann virðist hafa verið fæddur til að hefja á hið fullkomn- asta stig. Kirkjan hafði hann að þræli sínum, og páfarnir, hver fram af öðrum, gengu svo í skrokk á honum, alla hina löngu ævi hans, að máluðu og höggnu skáldmyndirnar urðu fá- ar, mót því sem annars hefði orðið, og listaverkin af skornum skammti. En það sem honum var aðallega haldið að, voru kirkjuteikningar og önnur svipuð störf, sem minni snill- ingar en hann hefðu vel getað leyst af hendi, enda vildu páfarnir alltaf hafa hönd í bagga með slíkum verk- um, svo frumleikinn og skapandi listin varð að víkja fyrir kreddunum, eins og enn á sér stað. Samt sem áð- ur, verður þó stærsta kristna kirkjan í heimi, með sínum undursamlega hvolfturni, mikilfenglegt minnis- merki hans fram aldirnar, eins og hún er búin að vera hátt á fjórða hundrað ár. Hann var um sextugt þegar hann kynntist fyrst hinni göfugu og hrem- lífu skáldkonu, 1535. Var Vittoria þá í kring um 46 ára, og ekkja eftir Pes- cara markgreifa. Var hún hin vold- ugasta kona og mátti sín afar mikið hjá helztu listamönnum, höfundum og stjórnmálamönnum, sem þá voru uppi. Gerði Bernardo Tasso hana að yrkisefni í mörgum kvæðum sínum, og fjöldi mynda voru málaðar og höggnar af henni. En hún varð löm- uð af hinu máttuga kirkjuvaldi og refsivendi trúarinnar á þeim öldum. Ber mikið á guðhræðslunni í sónhátt- um hennar, sem annars eru víða mjög fagrir og vitrir. En þeir urðu til þess að Michel Angelo fór að yrkja á gamals aldri, þar á meðal sónhætti til Vittoriu. Eru tveir ortir eftir dauða hennar, og sýna, að hann hef- ur syrgt hana mjög. Segir hann að ást hennar hafi létt sér hvert starf og gefið sér vængi. Er hægt að lesa fáein af ljóðum beggja í flestum sýnishornum heimsbókmenntanna, sem út eru gefin. Má bæði telja á- gæt skáld á þeirrar tíðar vísu. Þótt ást þeirra væri „grundvölluð á guði“, og andleg í mesta máta, eins og sagnirnar segja frá, og bréf henn- ar sýna berlega, því sum þeirra eru enn þá til, og geymd í Florenz og brezka safninu, þá varð Michel An- gelo djúpt snortinn af kvenlegri feg- urð, eftir að vinsamband þeirra Vitt- oriu var knýtt. Kallar hann sjálfur konu þá, sem hann var „skotinn“ í, „fagra og grimma“, og nefnir hana „elskulega óvininn“. Sneri hún hon- um um fingur sér og lagði hann að fótum sér og lét hann lægja sig svo, að „hann vildi næstum gefa sína ei- lífu sáluhjálp fyrir að njóta hennar“. En hún lék sér að ást hans sem kött- ur að mús, eins og ekki er einsdæmi, að ungar stúlkur geri við aldraða menn, er sækjast mjög eftir þeim. Skemmti hún sér við, að sjá þetta mikilmenni og afburða snilling falla fram fyrir sér, og vakti svo afbrýði hans og kvaldi hann með því að dekra og dinta sér við aðra menn. Loksins snerist ást hans í hatur á kvalara sínum, og hann hrópaði há- stöfum: „Ástguð! Gef að hún fái ein- hvern tíma 'svo ljótan líkama, að ég elski hana ekki, en hún elski mig!“ Þar sem Vittoria var af einni glæsi- legustu ættinni í Ítalíu, og gift mark- greifanum af Pescara, lifði hún fyrri hluta ævi sinnar í munaði miklum á vísu endur.reisnarmanna, En þegar hún, ekkjan, kynntist fyrst hinum alfræga málara og standmyndasmiði „Davíðs“ og „Mósesar", og annarra máttugra listaverka, var hún búin að líða afar miklar sálarkvalir, og bjó í San Silvestro klaustrinu í Róm. Á sunnudögum og virkum dögum fór hún í San Silvestro kirkjuna í Monte Cavello. Dag nokkurn var Vittoria inni í kapellunni með nokkrum vinum sínum, þegar mál- arinn Francesco d’Ollanda kom inn. Það hafði lengi verið löngun hennar að þessi nafnfrægi, útlendi listamað- ur, sendur til Ítalíu af konunginum í Portúgal, hitti Michel Angelo og ræddi við hann um listir. Sendi hún því samstundis einn af þjónum sín- um til að sækja vin sinn, og kom hann að vörmu spori til þeirra í kirkjuna. Með mikilli kurteisi og lægni sveigði hún samtalið smátt og smátt frá almennum efnum og að listaverkum og seinast tókst henni að losa svo um málbein hans, að hann sagði þeim frá ævilangri reynslu sinni á braut listarinnar. Og þá var tilgangi hennar náð. Virðist hann hafa verið nokkuð meiri trú- maður en margir listbræður hans eru nú, enda var þá öldin önnur. „Gott málverk," sagði hann, „nálg- ast guð, og er sameinað honum. ... Framhald á bls. 32. 30 FRÚIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frúin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.