Frúin - 01.10.1963, Blaðsíða 33
AÐ
ÞRAUkA
SAMAN
Framh. af bls. 27.
sagði Svendsen. — Heyrið þér bara,
þau eru farin að syngja tvísöng!
En það varð ekkert úr því, að þeir
gengju út, því að söngurinn nálgað-
ist. Bjöllutær sópran Elsu-Maríu átti
vel við styrkan barýton Erlings.
Þau komu gangandi eftir grasblett-
inum í áttina til hússins.
— Þau mundu líklega geta komizt
nokkuð langt í sönglistinni, eða hald-
ið þér það ekki, Tárup?
En Stígur lét ósagt um, hvað hon-
um fannst um þetta.
Þaðfór ekki fram hjá Elsu-Maríu, að
Stígur var í versta skapi.
— Kaffið er orðið kalt, sagði hann
ólundarlega.
— Það er mér að kenna — ég hefði
ekki átt að halda svona lengi í kon-
una yðar!
— Ég held, að það sé bezt að við
þökkum fyrir okkur og förum, sagði
Stígur stuttur í spuna.
Elsa-María fór hjá sér, þegar hann
sagði þetta — þetta var megn dóna-
skapur hjá Stíg. Það var ekki einu
sinni búið að drekka kaffið.
— Ég þakka kærlega fyrir okkar
hönd, sagði Stígur. — Þetta hefur
verið mjög skemmtilegt.
— Eigum við ekki að drekka kaffi-
sopa, áður en við förum, Stígur?
— Nei, það er orðið of framorðið.
Elsa-María svaraði ekki, taldi það
hyggilegast, eins og á stóð. En nú
vissi hún, hvar hún hafði Stíg.
Hann gekk svo hratt, að hún gat
ekki fylgzt með honum. Þegar þau
komu að hliðinu, velti hún því fyrir
sér, hvort hann mundi halda því opnu
fyrir henni. Jú, svo sannarlega ....
Það var niðamyrkur í garðinum.
Hún hafði gleymt að kveikja á stóra
ljóskerinu á húshorninu, þegar þau
fóru að heiman. Það eina, sem hún sá,
voru hvítar georgínukrónurnar, sem
blikuðu í myrkrinu, eins og þær væru
sjálflýsandi.
Elsa-María staðnæmdist hugfangin.
Dagurinn hafði byrjað svo drunga-
lega og leiðinlega, en birtan hafði
fundið leiðina til hennar. Hún hafði
löngunina til að syngja aftur.
Elsa-María háttaði við hliðina á
Stígi. Hún gat ekki gleymt Erlingi
Svendsen. Hann var svo lífsglaður
og skemmtilegur, og svo söng hann
svo vel. Hún var því fegin, að Stíg-
ur var afbrýðisamur, því að það haföi
hún séð á svip hans, þegar þau Er-
lingur komu aftur inn úr garðinum.
Hann hefði bara átt að vita, að Er-
iingur Svendsen var einmitt nýbúinn
að opinbera trúlofun sína.
Þau iágu þegjandi og hreyfingar-
laus nokkra stund, en þá sagði Stíg-
ur:
— Ertu sofandi, Elsa-María?
—Nei.
Allt í einu fann hún, að hann tók
um hönd hennar.
— Elsa-María....
— Já, Stígur.
Hann þrýsti hönd hennar.
— Heyrðu — Elsa-María, ef satt
skal segja, þá hafa Svendsen-bræð-
urnir opnað á mér augun — ég hef
víst verið óskaplega eigingjarn — en
við — við tvö — eigum saman og
ætlum að þrauka saman — er það
ekki?
— Elsa-María fékk ákafan hjarta-
slátt.
— Þú svarar ekki....
— Ó, Stígur. ...
— Elsku Elsa-María, þú ert að
gráta, vina mín.
— Já, en það er af gleði. Kysstu
mig nú, vondi karlinn minn!
Það var orðið mjög framorðið,
þegar þau höfðu loks talað um allt,
sem þeim var á hjarta, en það voru
hamingjusöm hjón, sem sofnuðu og
þau héldust í hendur í svefninum.
^<
Það er skilningsleysi okkar og
hugsunartregða, — heimskan blátt
áfram, sem bannar okkur betra
•stjórnarfyrirkomulag og fegurra sið-
ferði.
Það er til lítils fyrir þig að segja
unglingum þann sannleika, sem þú
þekkir. Þeirra sannleikur verður frá-
breyttur þínum, og 'hann fá þeir gegn-
um aðra lifsreynslu en þú.
Allir segja eitthvað gott um aðra.
En það einkennilegasta er, að allir
eiga það skilið, ef skoðað er djúpt
ofan í kjölinn.
Það er gaman að vera ungur —
þegar maður er orðinn gamall.
JENNY LIND
Framhald af bls. 7.
Jenný Lind andaðist 2. nóv. 1887
á bústað sínum „Winds Point“ í Mal-
vern í greifadæminu Worcester á
Englandi, og var jarðsett í kirkju-
garði skammt frá heimili sínu. Enska
þjóðin reisti henni minnisvarða í
Westminster-Abbey, í hinu svonefnda
„Poets Corner“ og á hann var letrað:
„Jenný Lind Goldschmidt,
fædd 6. okt. 1820, dáin 2. nóv. 1887.
„Ég veit, að minn lausnari lifir.“
Hún gaf föðurlandi sínu stórfé í
ýmsu skyni. Hún gaf t. d. nálega
hálfa milljón til líknarstofnana,
barnaheimila, sjúkrahúsa o. s. frv.
Og ekki gleymdi hún að ætla háskól-
anum í Lundi og Uppsölum ríkulegar
gjafir; áttu það að vera styrktarsjóð-
ir handa fátækum stúdentum.
Hin persónulega framganga Jenný
Lind, virðist hafa verið jafnaðlaðandi
og söngurinn hennar. Enskur ævi-
sagnahöfundur segir meðal annars
um hana: „Mesta listin hennar var
lifnaður hennar sjálfrar."
Prestur einn í Boston sagði meðal
annars:
„Eftir þessa söngkonu hugsar mað-
ur meira um Jenný Lind sjálfa en
sönginn hennar.“ Það gat eigi dulizt,
að hún söng af allri sál. List hennar
var eðlileg; hún var hennar líf, gjöf
Guðs. Hún var tvímælalaust mesta
söngkona aldarinnar. Lunderni henn-
ar og líf skín hvorttveggja af hinum
hreinustu og fegurstu litum.
Óskar konungur II. sagði um hana:
„Hún er áþekk loftsýn, svífandi yfir
dásamandi samtíð.“ Þúsundir manna
geyma minningu hennar í elskandi
hjörtum. Áhrifin af lífi hennar lifa
eftir hana sjálfa. Hin sjálfsafneitun-
arfullu líknarstörf hennar eru sann-
lega eftirbreytniverð.
Jóhanna María Jenný Lind var ein
af göfugustu, mestu og beztu dætr-
um Svíþjóðar.
"K
Ung og glæsileg hefðarkona sat
inni á veitingastað. Hún gerir boð
eftir yfirþjóninum og spyr hann: —
Er það ekki Clark Gable, sem situr
þarna við barinn? Þjónninn fullviss-
aði hana um að svo væri. Ég þoli
hann ekki hér í návist minni, sagði
'hún. Hefur hann ónáðað yður? Nei,
það er það, sem ég þoli ekki.
FRÚIN
33