Frúin - 01.10.1963, Qupperneq 43
Inge Tamnes,
kæmi of seint. Þarna var henni feng-
ið kort, og hún merkti staðinn óðara
á það.
Þegar Inge fær bréf með fyrir-
spurn um hvar einhver hlutur eða
manneskja sé, þá hefur hún þann
hátt á, að hún tekur bréfið fram 5—6
sinnum. Ef hún fær sama hugboðið
í hvert skipti, telur hún víst að hún
sjái rétt. En hún fær ekki alltaf
svona gott svigrúm til að átta sig.
Þegar leitað var að drengnum í ánni
Nið, varð hún að gefa svar á stund-
inni.
Inge hefur í mörgu að snúast sem
bóndakona og húsmóðir, og hún get-
ur ekki séð í fjarska, þegar hún er
þreytt. Stundum verður hún að senda
fólk frá sér, án þess að geta gert
nokkuð fyrir það. Það reyndist henni
stundum erfitt að sjá svona, en í önn-
ur skipti sér hún hluti í fjarska, án
þess að reyna nokkuð til þess. Oft-
ast er það eftir að hún er komin upp
í rúm á kvöldin, þar sem hún hefur
aldrei verið. „Það kemur fyrir að
mig langar til að segja við fólk: ef
þú gerir það aftur, sem þú gerðir í
gærkvöld, þá tilkynni ég lögregl-
unni það,“ segir Inge. En hún gerir
það samt ekki. „Þetta eru hlutir, sem
ég verð að halda fyrir sjálfa mig,“
segir hún. „Þessi gáfa féll mér skyndi-
lega í skaut, og kannske verð ég jafn-
skyndilega svipt henni. Mér yrði það
nokkur léttir,“ segir hún. „En ég
myndi einnig sakna þess arna, stund-
um er reglulega gaman að þessu.“
Hver skyldi vera skýringin á þess-
um hæfileika Inge Tames? Hún hef-
ur tvímælalaust óvenjugóða athygl-
isgáfu. Líklega hefur hún á löngum
tíma vanizt því að gefa atferli manna
og dýra nákvæmlega gaum — kann-
ske hefur hún gert það ómeðvitandi.
Hún hefur líka næma tilfinningu fyr-
ir umhverfi sínu, óvenjuþroskað sjón-
minni og er mjög fljót að tengja hug-
dettur sínar rökrétt saman. Auk þess
er hún hjálpfús og velviljuð, og
þannig tekst henni að koma mörg-
um að gagni. En hvort sem reynt er
að skýra hæfileika hennar á sálfræði-
legan hátt eða telja hann yfirnátt-
úrulegan, þá breytir það engu um
þá staðreynd, að hún hefur hjálpað
mörgum meðbræðrum sínum.
in í Lesjaskog. „Þau liggja einhvers
staðar á opnu svæði,“ sagði hún fyrst
í símann. Þá var henni sagt að væn-
legast væri að leita í á. „Nú, þá veit
ég ekkert hvar þau eru,“ sagði hún.
En á meðan leitinni var haldið áfram,
sá hún allt ljóslifandi fyrir sér. Hún
sá að leitin fór villur vegar, og tókst
á hendur ferð til Lesjaskog, enda
þótt hún fyndi á sér, að öll hjálp
FRÚIN
43