Frúin - 01.10.1963, Síða 58
Ég hef sterkan grun um að maður-
inn minn sé farinn að hugsa um ann-
an kvenmann. Ég er alveg í rusli.
Helst dettur mér í hug að það sé
stúlka sem vinnur hjá honum. Á ég
að fara til hennar og vita vissu mína?
Ein í vanda.
Maðurinn minn hrýtur svo mikið.
Það er ég búin að þola í 14 ár, og
hef ekki getað vanist því. Nú langar
mig til að heyra álit þitt. Hann er
90 kg. og því ekki svo auðvelt að
Lækitir
7 ára rannsóknir á lungnakrabba,
leiddu í ljós, að 80% sjúklinganna
höfðu reykt að meðaltali ca 2 pakka
af sígarettum á dag í 12% ár. Það
kom einnig í ljós, að sígarettur eru
töluvert hættulegri fyrir unglinga en
fullorðið fólk. Harvard háskólinn í
Bandaríkjunum, stóð fyrir rannsókn-
um þessum.
Þótt reykingar séu ekki bein
sönnun, að sígarettureykingar valdi
lungnakrabba, þá segir í skýrslu há-
skólans, að það sé mjög sennilegt.
Af 500 lungnakrabbasjúklingum,
voru aðeins 8, sem reyktu ekki; 19
reyktu aðeins pípu og vindla; allir
hinir, eða 473 reyktu sígarettur.
Vísindamennirnir sögðust vera
sannfærðir um, að samanlagður
fjöldi sígarettu-pakka reyktum yfir
alla ævina, væru aðalatriðið. Það
hefði ekkert að segja, þótt samanlögð
áhrif allra sígarettanna, hefðu verk-
að í lengri eða skemmri tíma.
Einnig sýndu þessar rannsóknir,
að % hluti sjúklinganna, var ýmist
með króniskt eða títt lungnakvef, og
að % stundaðu útivinnu, og svo að
% hluti þeirra, voru alkoholistar af
fyrstu skúffu!
Til hindrunar æðakölkun, vill dr.
dr. H. Page í Cleveland ráðleggja
S VAR
velta honum fram og til baka. Hálf
nóttin fer í að halda fyrir nefið á
honum, fyrir utan allt annað, sem
ég hef verið að bauka við, en viti
menn hann hrýtur eftir sem áður.
Sonur okkar er í Ameríku við nám,
svo að herbergið hans er autt. Mað-
urinn minn má ekki heyra nefnt að
ég sofi þar, enda þótt hann sjái mig
með augnalokin hangandi hvern
morgun er ég gef honum morgun-
kaffið. Þetta er farið að gera mig
taugaveiklaða, sem annars hef haft
sterkar taugar. Er þetta sanngjarnt?
Jóna.
Þetta eilífa vandamál. Gerðu ekki
þig né manninn þinn að fífli. Eins
og ég hef áður sagt hér í blaðinu,
fer ekkert hjónaband út um þúfur
sé nægur kærleikur fyrir hendi.
Taktu þessu skynsamlea. Eins og
er virðist þetta vera aðeins grunur,
láttu sem ekkert sé. Láttu hann um
fram allt ekki finna neitt vantraust.
Karlmenn verða aldrei annað en
drengir. Sé hjónaband ykkar gott,
þá gættu þín vel, enga fljótfærni.
Farir þú til stúlkunnar, hefir þú
stígið spor sem þú átt eftir að iðrast.
Svo sannarlega er þetta ósann-
gjarnt. í þínum sporum held ég að
ég laumaðist nú inn í herbergið og
fengi mér væran blund, að minnsta
kosti við og við. Hvaða ávinning hef-
ur hann af að hafa þig svefnlausa
þegar að hann steinsefur? Þvílík
fjarstæða!
§kriiar:
eftirfarandi:
Reynið að skilja hjartasjúkdóma,
en óttist þá ekki. Megrið yður ef þér
eruð of feitir, borðið minna í þeirri
von að þér munið lifa lengur til
þess að geta borðað meira; ef hjarta-
sjúkdómar eru i ættinni, og blóð yð-
ar inniheldur of mikið chalesterol,
(efni sem er álitið orsaka æðakölkun
o. fl.) talið þá við læknir yðar, og
reynið að minnka það með réttu mat-
aræði. Lækkið blóðþrýsting ef nauð-
syn krefur. Neytið sem allra minnst
af mettaðri dýrafitu svo og annarri
fitu. Rétt hlutföll í mataræði eru af-
ar nauðsynleg, og óhóf í hverju sem
er skyldi forðast. Iðkið hæfilegar
líkamsæfingar. Gætið þess að ekki
skorti neitt af nauðsynlegum efnum
í hið minnkaða mataræði. Bregðist
drengilega við erfiðleikum lífsins,
takið hinu óumflýjanlega, og lifið
eins og þér munduð lifa að eilifu, og
það gerið þér vissulega í anda.
f Ameríku eru þeir farnir að taka
hjartalínurit af börnum áður en þau
fæðast. Tilgangurinn með þessu er
sá, að hindra fæðingu barna með
svonefndan vatnsheila. Þegar hefur
heppnazt að bjarga nokkrum börn-
um. í einu tilfelli uppgötvaðist með
hjartalínuriti, að einhverjir þrengsl-
isörðuleikar steðjuðu að fóstrinu, en
ekkert hafði fundizt með venjuleg-
um hlustunaraðferðum; að svo
komnu var undir eins gerður keis-
araskurður á konunni, og kom þá í
ljós, að naflastrengurinn var þétt-
vafinn um hálsinn á fóstrinu! Lækn-
ar eru mjög bjartsýnir vegna þess-
ara aðgerða, og segja að þær lækki
mikið tölu vanskapaðra barna. Kring-
um 30% vanskapaðra barna, er álit-
ið að stafi af orsökum fyrir fæðing-
una, og 60% vanskapist í fæðing-
unni. Auk þessa er mjög sennilegt.
að andlegur sljóleiki og flogaveiki,
eigi rætur sínar að rekja, til súrefn-
isskorts á fósturstigi barnsins!
Ameríkanska læknafélagið, hvetur
meðlimi sína og lyfsala, að draga
eitthvað úr leyndardómi receptanna.
Félagið vill, að nafn meðalsins og
eðli sé ritað greinilega á miða utan
á glasinu, svo að sjúklingurinn geti
séð hvað hann sé að taka inn. Það
er álitið að gagnkvæmt traust milli
læknis og sjúklings verði meira, ef
þetta verður gert.
Á flestum miðum er aðeins nafn
og heimilisfang lyfsalans, recepta
skrár númer nafn læknis og sjúk-
lings, og hvernig eigi að nota meðal-
ið. En það eru oft knýjandi ástæður
58
FRÚIN