Frúin - 01.10.1963, Side 62

Frúin - 01.10.1963, Side 62
Gulrótasúpa. 3—4 gulrætur 40 gr. smjörlíki 40 g hveiti ca. 1 1 kjötsoð smábiti af smjöri. Súpan er bökuð upp og þynnt út með soðinu. Krydduð eftir bragði. Gulræturnar eru þvegnar og burst- aðar vel og rifnar á rífjárni. Látnar í súpuna og soðin í ca. 5 mínútur. Síðast látinn út í smjörbitinn. Kartöflusúpa. 1 1 vatn % 1 mjólk 750 gr kartöflur 150 gr gulrætur 75 gr rófur 1 lítill laukur eða púrra 3 súputeningar saxað persille smjörbiti. Kartöflur, gulrætur og rófur skor- ið í bita, laukur (eða púrrur) í þunn- ar sneiðar. Vatn, mjólk og súputen- ingar í pott og grænmetið í. Soðið, súpan er jöfnuð. Seinast saxað per- sille og smjörið. Græn baunasúpa. 2 1 kjöt- eða grænmetissoð 1 stór dós grænar baunir/ eða soðnar þurrkaðar baunir 60 gr smjörlíki 60 gr hveiti 50 gr smjör. Baunirnar soðnar meyrar og mós- aðar. Súpan bökuð upp og þynnt út með baunamósinu, soðin í 10 mín. Nokkrar heilar baunir látnar í og ef vill, til að gefa frískari lit, þá lit- uð með grænum ávaxtalit. Ca 50 gr af smjöri bætt í. Ausið upp á heita diska og í hvern disk V2 tómatur, sem holaður er innan og fylltur með þeyttum rjóma. Innbakaður fiskur m/ smjörkúlum. Ca 1% kg þorskur, lúða eða/ rauðsprettuflök fínt salt 250 gr hveiti V4 tesk. salt 1 tesk. sykur ca 1 peli mjólk 2 egg 60 gr brætt smjörlíki. Fiskurinn er skorinn í hæfilega stór stykki, salti stráð á og látinn bíða meðan jafningurinn er búinn til. Hveiti, sykur og salt í skál, hrært vel út með mjólk og eggjum, seinast í brætt smjörlíkið. Fiskstykkjunum díft vel í jafninginn svo þau þekist vel og síðan steikt í mikilli feiti eða matarolíu fallega ljósbrún. Raðað á fat, ^itrónusneið með smjörkúlu á látih á hvett stykki. Skreytið fatið með salatblöðum, gúrkum og tómöt- um. Tartarsmjör. 100 gr smjör 1 matsk. sax. persille ca 1 tesk. sinnep ca. 2 tesk. sítrónursafi sykur á hnífsoddi. Öllu hrært vel saman. Kælt og búnar til smjörkúlur eða mynduð há keila á smádisk, með gaffli. Ágætt með innbökuðum eða steiktum fisk. Ansjósusmjör. Sardínur eða gaffalbitar mósað fínt með gaffli og hrært með smjöri. Lagað til á smádisk með gaffli. Ágætt með steiktum fiskréttum. Persillesmjör. 1 matsk. fínt sax. persille V> dcl vatn 100 gr smjör, má blanda/ með smjörlíki. Suðunni komið upp á vatni og persille í ca. 2 mín. Síðan sett í vatns- bað og smjörinu hrært í en má ekki bráðna. Borið með nýjum soðnum fiski. Eggjasmjör. 100 gr smjör 1—2 harðsoðin egg. Smjörið er brætt, eggin söxuð gróft og blandað í. Borið með soðnum salt- fiski og reyktum fiski. Fiskigratín úr ósoðnum fiski. Þá hafist er handa með að matbúa fiskgratín vil ég eindregið ráðleggja ykkur að nota aðeins ósoðin fisk og þá, að því er mér finnst bezt, nýjan, feitan þorsk. Þannig verður gratínið langt um safameira en sé það búið til úr soðnum fiski. 1 gott fisflak 50 gr smjör 50 gr hveiti ca. 4 dcl mjólk örl. muskat 1 tesk. sykur örl. salt 1—2 egg. Flakið er roðflett og beinin tekin úr, skorið í smábita. Sósa bökuð upp úr smjörlíki og hveiti, þynnt út með mjólkinni. Kælt dálítið og hrært í vel, kryddi og eggjarauðunum, sein- ast stífþeyttum eggjahvítunum. Grat- 62 FRÚIN

x

Frúin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frúin
https://timarit.is/publication/1084

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.