Stígandi - 01.07.1945, Síða 51

Stígandi - 01.07.1945, Síða 51
STÍGANDI BÚENDATAL SANDS í AÐALDAL 225 Hóli á Tjörnesi og víðar; átti margt barna. Þar á nieðal Þórð í Skógargerði og Gnðmund í Helgugerði, móðurföður Sigríðar, konu Steingríms, bónda í Nesi, Baldvinssonar. Friðfinnur Finnbogason taldist búandi á parti af Sandi eitt ár. Mun þó faðir hans hafa verið hinn eiginlegi ábúandi, en það var Finnbogi Sveinsson frá Garðsvík, aldurhniginn maður. Frið- finnur var þá ókvæntur, en giftist skömmu síðar Guðrúnu Hrólfs- dóttur frá Núpum. Synir þeirra voru Sigurgeir á Núpum og Mýra- seli, flutti vestur um haf, og Jóhannes, drukknaði á Veturliða. Jónas Einarsson „heillagóði“ bjó hér 5 ár á parti jarðar. Hann var manna óeirnastur og dvaldi afarvíða. Taldi hann það til með- mæla tíðum búferlaflutniiigum, að þá myndi maður, hvernig bú- slóðin væri lögð í klyfjar ár frá ári. Jónas bjó einna lengst á Mý- laugsstöðum. Var spáð heimsendi ákveðinn dag, eitt árið, sem hann bjó þar. Daginn áður en undrin áttu að ske, draslaði Jónas byttu sinni neðan af vatni og heim á hlað, svo að hún væri til taks, en bærinn stendur allliátt uppi í brekku. Jónas heillagóði var afar kyndugur náungi, og' eru ýmsar frásagnir til rnerkis um það, þótt ekki verði drepið á fleira ltér að þessu sinni. Dóttir Jón- asar var Sigríður kona Jónasar snikkara Péturssonar, er var vel þekktur maður í Aðaldal um miðja næstliðna öld. Dóttir jieirra var Þorbjörg, lengi liúsfreyja í Blikalóni, þrígift. Dáin fyrir nokkr- um árum í Krossanesi vestan Eyjafjarðar, áttræð að aldri. Margrét var önnur dóttir Jónasar heillagóða, átti Ólaf Indriðason frá Garði. Þau fluttust frá Húsavík vestur um haf á efri árum, með börn sín öll. Flalldór Jónsson var frá Ljótsstöðum í Fnjóskadal. Átti fyrr Jarþrúði Jónsdóttur frá Hólmavaði, bjuggu í Rauðuskriðu; hún dó ung af barnsförum. Þeirra son var Sigurður, er kvongaðist og átti margt barna. Meðal barna Sigurðar voru fjórir synir, Sveinn, Sigurjón, Björn og Karl, er fluttu allir austur í Vopnafjörð og ílentust þar; merkir dugnaðar- og atorkumenn. (Björn er einn þeirra bræðra á lífi og dvelur nú á Völlum á Kjalarnesi, hjá tengdasyni sínum þar, Magnúsi bónda Jónassyni.) Dætur Sigurðar voru Guðrún, kona Jóns á Tjörn í Aðaldal, og Halldóra á Ferju- ltakka í Öxarfirði, sem báðar eru á lífi, Jregar Jretta er ritað, á ní- ræðisaldri. Seinni kona Halldórs var Guðrún Reinaldsdóttir frá Ingjaldsstöðum. Halldór hafði bújarðaskipti við Magnús á Hóli á Tjörnesi. Eftir það fór hann í Máná og dó þar 45 ára garnall. Halldór var verkmaður í betra lagi, smiður góður og orðlagður 15

x

Stígandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.