Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 1
FRÉTTIR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Fimmtudagur 22 BIÐST AFSÖKUNARLeikkonan Anne Hathaway hefur gefið út yfirlýsingu vegna Prada-kjólsins sem hún klæddist á Óskarsverðlauna- hátíðinni. Hún átti að klæðast kjól frá Valentino en hætti við á síðustu stundu. Hún segist sjá eftir því að hafa valdið Valentino hugarangri með þessu enda höfðu forsvars- menn merkisins tilkynnt fjölmiðlum að Hathaway ætlaði að vera í Valentino-kjól á rauða dreglinum. G estir kokkteilbarsins á Loftinu munu njóta sannrar franskrar gestrisni þegar gestabarþjónninn Alexandre Lambert tekur við stjórnar-taumunum á barnum næstu daga. „Alexandre er frækinn franskur bar-þjónn sem kemur til okkar beint af barnum Louise á Hótel François í bænum Cognac sem dregur nafn sitt af hinu eina sanna koníaki. Alexandre hefur á síðárum skap ð Á Loftinu er hlýleg stemning og ljúft að dreypa á framandi kokkteilum í af-slöppuðu andrúmslofti.„Þegar líður á kvöldið færist aðeins meira fjör í tónlistina og á laugardags-kvöldið þeytir KGB Soundsystem skíf-um. Þá skapast jafnan þétt og skemmti- leg partístemning á Loftinu,“ upplýsirAndri og ráðlegg FRANSKUR SJARMILOFTIÐ LOUNGE KYNNIR Það verður líf og fjör á Loftinu á næstu dögum. Þá galdrar franskur gestabarþjónn fram framandi kokkteila á heimsmælikvarða. FRANSKUR ANDIAndri Davíð Péturs-son veitingastjóri við barinn á Loftinu þar sem franskur gestabar-þjónn hristir kokkteila úr frönskum eðalvínum fram á sunnudagskvöld Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is Mikið af flottum tilboðum TÆKIFÆRISGJAFIRMargar gerðir FRÁBÆRIR ÍÞRÓTTAHALDARAR teg AKTIV - fæst í D,DD,E,F,FF,G,GG,H skálum á kr. 9.750,- Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.Laugardaga frá kl. 10-14 Vinsælu loðkragarnir eru komnir aftur! Tvær stærðir og BAÐ ERBERGIFIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2013 Kynningarblað Vaskar, klósett, blöndunartæki, sturtur og viðhald Ísleifur Leifsson, sölustjóri Ís-leifs Jónssonar ehf., er afkom-andi stofnanda fyrirtækis ins en alls hafa fimm ættliðir komið að rekstrinum á einn eða annan hátt. „Sum viðskipta samböndin hafa varað allan þennan tíma eða í meira en 90 ár. Ísleifur Jónsson ehf. er til dæmis elsti samstarfs- aðili Ideal Standard í heiminum,“ segir Ísleifur. Enginn afsláttur af gæðum Að sögn Ísleifs er aldrei gefinn af- sláttur af gæðum enda bjóði ís- lenskar aðstæður ekki upp á slíkt. „Hiti og þrýstingur í kerfum ís- lenskra húsa býður ekki upp á þá áhættu að notast við léleg gæði. Því hefur markmið okkar öll þessi ár verið að selja vönduð tæki sem endast. Enda værum við ekki að tölu í 90 ár nema fyrir gott orð- spor.“ Nýr sýningarsalur Nýlega opnaði fyrirtækið glæsi- legan sýningarsal í húsakynn- um sínum að Draghálsi 14-16. „Við endurnýjuðum samstarfs- samninginn við Duravit og tókum að okkur sölu og þjónustu við Fær- eyjar og Grænland. Af því tilefni opnuðum við þennan bjarta og glæsilega sýningarsal.“ Þ r getur fólk skoðað glæsilegt úrval helstu vörumerkja Ísleifs Jónssonar ehf. eins og Duravit, Hansgrohe, Ideal Standard, Kaldewei, Macro og Franke og fleiri. „Auðvitað sveiflast tískan til í þessu eins og öðru; hvort handlaug sé í borði, á borði eða undir plötu. Hins vegar fara gæðin aldrei ú tí k Við bjóð þó ekki að kosta of mikið saman- borið við gæðin sem fylgja.“ Innbyggð skolskál Ísleifur segir að Duravit sé gert hátt undir höfði í sýningarsalnum en þar má sjá Sensowash-salerni. „Senso- wash er með innbyggðri skolskál. „Í löndum eins og Japan og víðar er svona búnaður nánast einráður enda leysir hann ýmis frárennslis- mál.“ Mörgum kann að þykja þetta undarlegt og ólíkt okkar enni gu en kostirnir eru margir o ókostirn- ir fáir. „Fólk sem farið er að eldast og þarf aðstoð á salerni einhverra hluta vegna getur þannig bjargað sér sjálft með svona tæki og dvalið lengur heima við án aðstoðar.“ Fagmennska og þekking tuga reynslu af pípulögnum og baðtækjum. „Ég var á kynningu um daginn og við stóðum fjórir saman frá fyrirtækinu og spjölluð- um saman. Allt í einu fattaði ég að á meðal okkar var um 150 ára sam- anlögð reynsla í þessum geira. Það er nú töluvert.“ Þá hefur Ísleifur Jónsson ehf á llt i f ð háskólanemum til að kynna fyrir þeim helstu nýjungar í bransan- um. „Það er mikil vægt að þeir sem starfa í þessum geira viti hvað er að gerast hvað varðar tækni og þróun. Enda eykur það líkur á vönduðum og réttum vinnubrögðum.“ Nánari upplýsingar um fyrir- Enginn afsláttur af gæðumÍsleifur Jónsson ehf. að Draghálsi var stofnuð árið 1921 og er því ein elsta starfandi byggingarvöruverslun landsins. Allan þann tíma hefur fyrirtækið selt hreinlætistæki, dælur, stýringar og efni til pípulagna í hæsta gæðaflokki. Klósettin bíða í röðum eftir því að verða skoðuð í nýjum sýningarsal á Draghálsi. 2 SÉRBLÖÐ Baðherbergi | Fólk Sími: 512 5000 28. febrúar 2013 50. tölublað 13. árgangur Skíra gull Gull fannst í borholu í Þormóðsdal. Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar von- ast til að hægt verði að vinna gullið hér á landi. 2 Ekkert kjöt í kjötböku Ekkert nautakjöt fannst í tveimur vörum frá Gæðakokkum við rannsókn þrátt fyrir merkingu þar um. Eigandi fyrirtækis- ins rengir að hluta niðurstöðuna. 4 Bíða enn niðurstöðu Breyta þarf lögum um rannsóknarnefndir í ljósi þess hversu lengi nefndirnar um Íbúðalánasjóð og fall sparisjóðanna hafa starfað, segir forseti Alþingis. 6 Vilja Markarfljót í stokk Verði Markarfljót flutt vilja íbúar á Seljalandsjörðum að áin verði sett í stokk. 12 SPORT Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir að ÍSÍ sé ekki lokaður klúbbur. 56 Heilsubúð í Smáralind MIKIÐ ÚRVAL • FRÁBÆR GÆÐI • BETRI VERÐ Holland and Barrett ÍslandSími 534-1414 • w w w.hollandandbarrett.is • Verslun Prentvara Skútuvogi 1e | 104 Reykjavík Opið virka daga 9-18 | Sími 553 4000 Opið til 21 í kvöld 21. febrúar–6. mars Undur vísindanna MENNING Gunnar Páll Ólafsson og Samúel Bjarki Pétursson unnu til aug- lýsingaverðlauna. 62 SKOÐUN Hjólreiðar sem aðalferða- máti eru óraunhæfur kostur fyrir konur, skrifar Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. 23 GÆLUDÝR Kattavaktin er ný síða á Facebook sem ætlað er að auð- velda fólki að deila upplýsingum um týnda ketti. „Fólk er mjög duglegt að fylgj- ast með og nú er til dæmis verið að skipuleggja leit að einum ketti sem hvarf úr hverfinu. Sá hefur verið týndur í um tvær vikur og nýverið bárust fréttir af honum í slæmu ástandi við Eiðistorg,“ segir Friðrik J. Martell sálfræði- nemi, sem stendur að baki Katta- vaktinni ásamt konu sinni Sól- rúnu Gunnarsdóttur fiðluleikara. „Raunin er sú að kettir eiga mjög stóran sess í hjört- um margra og í hverfi eins og Vestur bænum er mikið af fólki sem þekkir nágrannakettina vel. Okkur datt í hug hvort það væri ekki sniðugt að virkja þetta fólk í leitinni að týndum köttum,“ segir Friðrik - sm / sjá síðu 50 Hjón í Vesturbænum standa að baki vefsíðu fyrir fólk sem týnir gæludýrum: Nýta göngutúrana í kattaleit KATTAVAKTIN Friðrik og Sólrún ásamt köttunum sínum, Sveini og Bilbó. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VIÐSKIPTI Kröfuhafar Glitnis og Kaupþings hafa á síðustu vikum myndað hóp sem gengur undir nafninu krónuhópurinn (e. ISK- working group). Hlutverk hópsins er að kanna forsendur fyrir því að losa um eignir þrotabúanna, sérstaklega í íslenskum krónum. Þær nema tæpum 500 milljörð- um króna. Stærstu íslensku eign- ir þeirra eru stórir eignarhlutir í Íslandsbanka og Arion banka en greint var frá því fyrr í febrúar að óformlegar viðræður væru hafn- ar við innlenda aðila um kaup á öðrum eða báðum bönkunum. Framtakssjóður Íslands (FSÍ), sem er í eigu Landsbanka Íslands og lífeyrissjóða, leiðir þær við- ræður. Myndun hópsins er til marks um að vinna við að losa um íslenskar eignir þrotabúa föllnu bankanna er komin á meira skrið en nokkru sinni áður. Steinunn Guðbjartsdóttir, for- maður slitastjórnar Glitnis, segir að krónuhópurinn hafi verið mynd- aður á síðustu tveimur vikum. Í honum sitji fulltrúar þrotabúa Glitnis og Kaupþings. „Þarna sitja stærstu kröfuhafar beggja búanna. Auk þess sitja í hópnum fulltrúar slitastjórna Glitnis og Kaupþings. Hlutverk hópsins er að fara yfir málin og tryggja hlut- læga og samræmda upplýsinga- miðlun við stjórnvöld og í raun að kanna forsendur fyrir lausnum sem gætu verið ásættanlegar og komið báðum til góðs. Við fögn- um því að ræða við stjórnvöld um heildarlausnir varðandi útgreiðslu úr búunum.“ Katrín Júlíusdóttir fjármála- ráðherra sagði í samtali við fjöl- miðla í fyrradag að hún hefði virkjað stýrinefnd um losun fjár- magnshafta í nóvember í fyrra. Katrín leiðir þá nefnd sjálf. Á milli funda hennar er síðan virk samráðsnefnd með fulltrúum Seðlabanka Íslands, Fjármála- eftirlitsins, stjórnvalda og fleiri. Katrín sagði við sama tilefni að stjórnvöld ynnu að því að draga upp mismunandi sviðsmyndir af því hvernig hægt yrði að losa um krónur erlendra aðila. Krónuhópi kröfuhafa er ætlað að ræða við stýrinefnd Katrínar. - þsj / sjá síðu 20 Kröfuhafar stofna krónuhóp Búið er að mynda svokallaðan krónuhóp sem í sitja saman kröfuhafar Glitnis og Kaupþings. Hópnum er ætlað að finna leiðir til að losa um eignir þrotabúanna tveggja. Kannar mögulega sölu Íslandsbanka og Arion banka. Þrotabú Glitnis birti ársuppgjör sitt í gær. Þar kom fram að heildareignir þess voru 935,6 milljarðar króna um síðustu áramót. Þar af eru 256,7 milljarðar króna í íslenskum krónum, eða 27,4 prósent af heildareignum búsins. Þar munar mestu um 95 prósenta hlut í Íslandsbanka sem er metinn á 115,8 milljarða króna. Það er töluvert undir innra virði bankans. Kaupþing hefur ekki birt uppgjör fyrir árið 2012 en um mitt það ár átti búið um 861,3 milljarð króna. Þar af voru 197,7 milljarðar króna, eða 23 prósent, í íslenskum krónum og 87 prósenta hlutur í Arion banka metinn á um 96,2 milljarða króna. Samtals eiga Glitnir og Kaupþing því um 454 milljarða króna hið minnsta í íslenskum krónum. 454 milljarðar í íslenskum krónum BÓKAFLÓÐ Í PERLUNNI Reykvíkingar og nærsveitamenn hafa margir hverjir lagt leið sína á hinn árlega bókamarkað í Perlunni, sem var opnaður hinn 22. febrúar. Þar ættu allir bókaormar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem þeir hallast til ljóðakvera, sjálfshjálparbóka, barnaævintýra, skáldsagna eða einhvers þar á milli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bolungarvík 0° SA 5 Akureyri 0° SA 2 Egilsstaðir -2° SA 2 Kirkjubæjarkl. 2° S 2 Reykjavík 3° SA 5 FÍNT TIL KVÖLDS Í dag verða víða suðaustan 3-8 m/s og úrkomulítið. Vaxandi SA-átt og þykknar upp V-til. Hlýnar í bili. 4 Reykjavík • Borgartúni 31 • 563 6900 | Akureyri • íð 2Undirhl • 9000 634 DAÍ GÉTTABLAÐINU FULLUR AF TILBOÐUM Í FRÚTST NÝR 16BLS BÆKLINGUR MENNING Skorið verður úr því í kvöld hvort Reykjavík eða Miami verður fyrir valinu til að halda World Out Games 2017, eins konar Ólympíuleika sam- kynhneigðra. Jón Gnarr borgarstjóri er nú í Antwerpen í Belgíu ásamt fríðu föruneyti sem mun kynna Reykjavík fyrir val- nefnd leikanna í dag. Í kjöl- farið mun nefndin kjósa á milli borganna, en áður voru Reykja- vík og Miami valin í lokaúrslit umfram Rio de Janeiro, Denver og Róm. S. Björn Blöndal, aðstoðar- maður borgarstjóra, segir bjartsýni ríkja í íslenska hópn- um. „Það hafa töluvert marg- ið komið að því að vinna þessa kynningu og ég held að hún sé orðin ansi vel úr garði gerð. Þannig að við erum öll bjart- sýn,“ segir Björn spenntur. - mþl Vongóðir fyrir valið: Kynna kosti Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.