Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 62
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Fyrsta plata Katie Nash, Made of Bricks, náði efsta sæti breska listans. 1Enska tónlistarkonan Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. Hún segir plötuna vera „yfirlýsingu um hvernig það er að vera kona“. Nash fæddist í London árið 1987 og var móðir hennar írsk en faðirinn enskur. Eftir að hafa gengið í kaþólskan skóla ákvað hún að læra leiklist. Hún sótti um inngöngu í hinn virta leiklistarskóla Bristol Old Vic en fékk ekki inngöngu. Sagan segir að skömmu síðar hafi hún dottið í stiga og fótbrotnað. Þegar hún var heima að jafna sig keypti mamma hennar gítar handa henni og byrjaði hún í framhaldinu að snúa sér að tónlistinni. Ísland kemur við sögu í uppgangi henn- ar því eftir að hafa sett tónlist sína inn á Myspace fóru hjólin að snúast. Fyrsta smá- skífan hét Caroline´s a Victim og var tekin upp á Íslandi af Valgeiri Sigurðssyni. Lagið náði vinsældum á Myspace og var gefið út af Moshi Moshi árið 2007. Annað smáskífulag hennar Foundations náði öðru sæti á breska smáskífulistanum og skömmu síðar kom út fyrsta platan, Made of Bricks, á vegum Fiction Records. Hún náði efsta sæti á breska listanum og í framhald- inu var Nash kjörin besti kvenkyns tónlist- armaðurinn á Brit-verðlaununum. Næsta plata, My Best Friend Is You, kom út 2010 og var Bernard Butler, fyrrum gítar- leikari Suede, upptökustjóri hennar. Hann hafði áður verið einn af upptökustjórum Rockferry, fyrstu plötu Duffy. Nash sendi frá sér þrjár smáskífur af þeirri plötu en engin þeirra náði álíka vinsældum og Foundations. Hæst náði platan áttunda sæti á breska listanum. Í fyrra kom svo út EP-platan Death Proof sem var nefnd í höfuðið á samnefndri kvik- mynd Quentins Tarantino en leikstjórinn er í miklu uppáhaldi hjá henni. Auk tónlistarferilsins hefur Nash verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni. Hún fór með lítið hlutverk í Greeting From Tim Buckley, sem fjallar um tónlistarmanninn Jeff Buckley, og hún leikur einnig í mynd- unum Syrup og The Powder Room. freyr@frettabladid.is Syngur um hvernig það er að vera kona Þriðja plata ensku tónlistarkonunnar Kate Nash, Girl Talk, kemur út eft ir helgi. ÞRIÐJA PLATAN Kate Nash gefur út sína þriðju plötu, Girl Talk, eftir helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Kate Nash er mikill mannvinur og hefur lagt sitt af mörkum til stuðnings hinum ýmsu málefnum. Hún notaði Myspace og Facebook til að vekja athygli á ungri stúlku sem hafði misst báðar hendurnar og aðstoðaði við söfnun fyrir gervihöndum á eBay. Í uppþotunum í Englandi árið 2011 safnaði hún peningum fyrir þá sem misstu heimilið í Tottenham og hún studdi einnig við bakið á hljómsveitinni Pussy Riot þegar hún var fangelsuð í Rússlandi. Nash er einnig nýkomin heim frá Gana þar sem hún var sendiherra fyrir bandarísku góðgerðar- samtökin Plan International USA. Styður við bakið á góðum málefnum Eitt af eftirminnilegustu atriðunum á Iceland Airwaves 2011 var Chimera- kvöldið í Norðurljósasal Hörpu. Þar kom Yoko Ono fram ásamt Plastic Ono Band, en einnig nokkur önnur nöfn sem tengjast útgáfunni sem sonur Yokoar, Sean Ono Lennon, stofnaði ásamt kærustunni Charlotte Kemp Muhl árið 2009. Chimera er nafnið á eldspúandi furðuveru úr grískri goðafræði. Hún er ljón að framan, geit í miðju og dreki að aftan. Með svona nafn er hægt að gera hvað sem er og það kemur engum á óvart að Chimera helgar sig tilraunkenndri tónlist að stórum hluta, þó að inn á milli leynist poppaðri hlutir. Á meðal listamanna útgáfunnar eru Sean sjálfur (kvikmyndaplatan Alter Egos er nýkomin út), stúlknadúettinn Kemp & Eden og japanska parið MI-GU sem einmitt spilaði í Hörpunni. Sú plata sem hefur vakið hvað mesta athygli er samt samstarfsplata Yokoar Ono, Thurstons Moore og Kim Gordon úr Sonic Youth. Platan, sem heitir einfaldlega YOKOKIMTHURSTON, er fyrsta samstarfs- verkefnið sem kemur út með Kim og Thurston frá því að þau slitu sam- vistum eftir 27 ára samband. Þau hafa lengi verið miklir aðdáendur Yokoar. Á plötunni eru sex verk, sem flest eru nálægt tíu mínútum að lengd. Þetta er innlifunarkennd spunatónlist. Yoko syngur (eins og henni einni er lagið) og Kim og Thurston búa til misháværar gítarhljóðmyndir undir. Í laginu Running The Risk lesa þau svo tilviljanakennt upp úr blaðagreinum. Mjög í anda hugmyndalistar Yokoar. Platan hefur fengið misjafna dóma, enda er Yoko ekki allra. Breska blaðið Wire gaf henni samt mjög góða dóma. Yoko varð áttræð um daginn, en er enn á fullu. Hún treður reglulega upp með Ono Bandinu og mun sjá um að velja atriðin á Meltdown- tónlistarhátíðina í London í sumar. Innlifun með Thurston, Kim og Yoko TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson FURÐUVERA Chimera útgáfan heitir eftir skepnu úr grískri goðafræði. Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. 21.2.2013 ➜ 27.2.2013 LAGALISTINN TÓNLISTINN Sæti Flytjandi Lag 1 Ásgeir Trausti Nýfallið regn 2 Rihanna / Mikky Ekko Stay 3 Eyþór Ingi Ég á líf 4 Valdimar Yfir borgina 5 Retro Stefson Julia 6 Frank Ocean Lost 7 Moses Hightower Háa C 8 Lumineers Stubborn Love 9 Bruno Mars Locked Out of Heaven 10 Jónas Sigurðsson Fortíðarþrá Sæti Flytjandi Plata 1 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 2 Retro Stefson Retro Stefson 3 Ýmsir Söngvakeppnin 2013 4 Valdimar Um stund 5 Raggi Bjarna Dúettar 6 Hjaltalín Enter 4 7 Skálmöld Börn Loka 8 Jónas Sigurðsson Þar sem himin ber við haf 9 Of Monsters and Men My Head Is an Animal 10 Moses Hightower Önnur Mósebók Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.