Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 71

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 71
FIMMTUDAGUR 28. febrúar 2013 | MENNING | 55 Franska Óskarsverðlaunaleikkonan Juli- ette Binoche á í viðræðum um að taka að sér hlutverk í Godzilla-myndinni sem áætlað er að taka upp í vor og sumar og frumsýna á næsta ári. Það er breski leikstjórinn Gareth Edwards sem hyggst gæða hið goðsagna- kennda skrímsli nýju lífi í stórmynd sem framleidd verður af Legendary Pictures í samstarfi við Warner Bros. Edwards vakti fyrst verulega athygli fyrir vísinda- myndina Monsters frá 2010 og eru bundn- ar miklar vonir við hann í Hollywood. Edwards, sem er fæddur árið 1975, hefur ítrekað látið hafa eftir sér í viðtölum að Stjörnustríðsmyndirnar séu ástæða þess að hann gerðist kvikmyndagerðarmaður. Enn sem komið er hefur fátt verið stað- fest um leikaraval og söguþráð í nýju Godzilla-myndinni. Fyrir utan Binoche hefur þó gengið fjöllunum hærra að breski leikarinn Aaron Taylor-Johnson, sem lék John Lennon í Nowhere Boy, Elizabeth Olsen, yngri systir Olsen- tvíburasystranna, og Bryan Cranston úr Breaking Bad og Malcolm in the Middle- þáttunum, séu á óskalista leikstjórans fyrir myndina. Binoche í viðræðum um hlutverk í Godzilla Breski leikstjórinn Gareth Edwards hyggst gæða hið goðsagnakennda skrímsli nýju lífi á næstunni. JULIETTE BINOCHE Óskarsverðlaunaleikkonan gæti tekið að sér hlutverk í nýju Godzilla-myndinni. The Big Lebowski Fest 2013 verður haldin í sjöunda sinn í Keiluhöllinni í Egilshöll 16. mars. Hátíðin er haldin fyrir alla aðdá- endur gamanmyndarinnar The Big Lebowski. Þangað mætir fólk í búningum, drekkur hvíta rússa, slappar af og skiptist á frösum úr þessari „költ“ mynd. Fimm- tán ár eru liðin síðan hún kom út með Jeff Bridges í hlutverki lata friðarsinnans The Dude. Á hátíðinni verður haldin spurningakeppni, spiluð keila og horft á myndina, auk þess sem búningakeppni fer fram. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin og einnig verða veitt heiðurs verðlaunin Achiever. Miðasala fer fram á Bolur.is. Lebowski Fest í sjöunda sinn SKIPULEGGJENDUR Svavar Helgi Jakobsson og Ólafur Sverrir Jakobsson skipuleggja hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Marcus Mumford, höfuðpaur Mumford and Sons, og Justin Timberlake hafa verið að taka upp tónlist saman fyrir nýjustu kvikmynd Coen-bræðra. Myndin, sem heitir Inside Llewyn Davis, skartar Carey Mulligan, eigin- konu Mumfords, í einu aðalhlut- verkanna og fjallar um tónlistar- mann sem reynir að öðlast frægð og frama í New York á sjöunda áratugnum. Í viðtali við MTV sagðist Timber lake hafa notið samstarfs- ins. „Þetta verður ekki bara góð mynd heldur verður tónlistin í henni frábær,“ sagði söngvarinn. Mumford tekur upp með Timberlake POPPARI Justin Timberlake naut sam- starfsins við Marcus Mumford. Ben Stiller er nýjasti gestaleikar- inn sem staðfest hefur verið að bregði fyrir í nýju þáttaröðinni af Arrested Development sem kemur á skjáinn í maí. Áður hafa stjörnur á borð við Kristen Wiig, Seth Rogen, Conan O’Brien, John Slattery og Islu Fisher verið til- kynntar sem hluti af þáttaröðinni og búist er við að fleiri stjörnur verði tilkynntar áður en langt um líður. Stiller snýr aftur sem töfra- maðurinn Tony Wonder, erki- óvinur GOB Bluth sem Will Arnett leikur, en gestaleikur hans þótti vel heppnaður í upphaflegu Arrested Development-þáttunum. Ben Stiller verður með BEN STILLER Einn af mörgum gestaleikurum í nýju Arrested Develop- ment-þáttaröðinni. Miðasölusími 568 8000 | borgarleikhus.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.