Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 32
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Þriðjudaginn 19. febrú- ar birtist í Fréttablaðinu grein eftir Þröst Ólafs- son undir yfirskriftinni „Á vængjum óttans“. Þar heldur hann því fram á óvenju ósvífinn hátt að andstaðan við aðild að Evrópusambandinu bygg- ist á tilfinningum og trúar- setningum en skynsemis- rök mæli með aðild. Hann gerir ekki tilraun til að rökstyðja þetta álit á neinn hátt heldur spinnur út frá því eins og það sé sjálfgefið. Þar með er hann búinn að gera sína skoðun að trúarsetningu og það er aðeins ein af mörgum þversögnum í greininni. Sannleikurinn er sá að skyn- semisrökin mæla eindregið gegn aðild að ESB fyrir stærstan hluta þjóðarinnar, fyrir alþýðuna. Þau benda ekki til aukinnar velferð- ar og velgengni innan ESB. Þvert á móti er það stefna ESB að auka markaðsvæðingu og einkarekst- ur í velferðarkerfinu til hins ýtr- asta. Fyrir tveimur árum var t.d. Dönum skipað að skera niður opin- ber framlög til velferðarmála um 30 milljarða danskra króna alveg óháð því hvort ríkiskassinn þyrfti á því að halda. Efnahagslegur vígvöllur Evrópusambandið er einn efna- hagslegur vígvöllur þar sem þeir ríkustu geta hindrunarlítið lagt undir sig allt sem tönn á fest- ir og notað það til að auka enn á ójöfnuðinn. Fyrir nokkrum árum voru uppi mikil áform um að gera Ísland að miklu fjármálaveldi sem myndi skáka öðrum fjármála- miðstöðvum. Það fór ekki vel eins og flestum er ljóst. Það er ekkert sem bendir til þess að Ísland kæmist betur frá efnahagsvígvelli Evrópusambandsins. Fleira bendir til að við lentum í svipaðri stöðu og Grikkir, sem eru þvingaðir til að taka stærri og stærri „lán“ á verri og verri kjörum til að bjarga bönk- unum meðan fólkið sveltur. Til að bæta lífskjör hér á landi þarf fyrst og fremst að auka jöfn- uð. Til þess þarf meira af félags- legum lausnum og að vinda ofan af markaðsvæðingu á innviðum sam- félagsins. Það mun einnig renna stoðum undir stöðugleika og styrk gjaldmiðilsins. Til að þetta nái fram að ganga þurfum við á sjálf- stæði okkar að halda til að geta tekið lýðræðislegar ákvarðanir í þágu yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Það þarf því engan ótta til að beita sér gegn aðild að ESB. Bara skynsemi. Það sem aðildarsinnar óttast hins vegar er að þeim takist ekki að blekkja okkur inn í sam- bandið áður en það leysist upp í innri mótsetningum fyrir allra augum. Þess vegna reyna þeir að flýja veruleikann til að blekkja almenning. Langsótt málskrúð Þrastar Ólafssonar er eins konar hækjur þess flótta. Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að til- tekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáan- leg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðju- framkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjan- ir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fell- ur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutn- ings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Lands- net ætli að ráðast í milljarða- fjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfis- áhrifum nauðsynlegra flutn- ingsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsyn leg, enda er flutn- ingskerfið í vissum skiln- ingi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slík- ir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutn- ingskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrir hugaðar eru í ramma áætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutn- ingsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verð- ur að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skipt- ir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðal- tali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfis- ins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengja- nefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækis ins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heils- hugar undir þau atriði sem sam- komulag var um og mun að sjálf- sögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegis- fréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefnd- in enga stefnu um lagningu jarð- strengja, sem var samt megin- verkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skar- ið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari trufl- anir í flutningskerfinu vegna veð- urs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmd- ir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefn- una. ➜ Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er fl utningskerfi ð í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. „Á sama tíma kom VG út úr skápnum sem einhvers konar krataflokkur með áherslur á kvenfrelsi og umhverfismál. Það er ekki að sjá á samþykktri stjórn- málaályktun flokksins að hann sé róttækur vinstri flokkur, sem er samt sú skilgreining sem marg- ir flokksmenn hans vilja kenna sig við.“ Þannig kemst leiðarahöf- undur Fréttablaðsins í dag (27. febrúar 2013) að orði og ræður sér ekki fyrir kæti yfir kúvend- ingu landsfundar Vinstri grænna á stefnuskrá flokksins. Með því að samþykkja áframhald aðlögunar að ESB og klára það ferli er flokkurinn (VG) „allt í einu orðinn möguleiki í þriggja flokka stjórn með Bjartri framtíð og Samfylkingu“. Og ritstjóri Fréttablaðsins er bjartsýnn fyrir hönd ESB-sinna: „Að lokum er ljóst að innan bæði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks eru margir Evrópusinnar. Þeir gætu ákveðið að kjósa áfram- haldandi viðræður.“ Og skiljanlega ræður ritstjór- inn sér ekki fyrir kæti eftir niður- lægingu landsfundarins gagnvart þeim hugsjónum sem VG var stofn- að um en leiðaranum lýkur þannig: „Hins vegar er möguleg þriggja flokka stjórn tveggja keimlíkra frjálslyndra jafnaðarmannaflokka og vinstriflokks, sem er að mörgu leyti hættur að haga sér eins og vinstriflokkur, með áframhaldandi aðildarviðræður sem aðalmál. Þetta verður athyglisvert.“ Það er mikil alvara á ferð Rétt er að rifja upp að Vinstrihreyf- ingin – grænt framboð var stofn- uð til að standa vörð um frjálst og fullvalda Ísland og berjast gegn umsókn og aðild að ESB og á þeim forsendum fórum við, frambjóð- endur VG, í kosningarnar 2009 og unnum stórsigur. Því miður var sú stefna og þau kosningaloforð brotin með umsókn- inni að ESB vorið 2009. Því ferli átti hins vegar að vera lokið vel innan kjörtímabilsins samkvæmt yfirlýsingu margra þeirra sem guldu já við að senda umsókn- ina til ESB. Með landsfundarsamþykkt sinni núna um áframhaldandi aðlögun og aðildarvinnu að ESB er geng- ið þvert á grunngildi og hugsjónir Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hugsjónirnar sem flokkur inn var einmitt stofnað- ur um. Er nema vona að kratarnir gleðjist. Jafnframt er sú staðreynd herhvöt til okkar allra, þeirra sem hafna þessu ferli og vilja standa vörð um frjálst og fullvalda Ísland. ESB hefur sitt á hreinu Afstaða ESB er og hefur alltaf verið ljós: „Í fyrsta lagi er mikilvægt að undirstrika það að hugtakið samn- ingaviðræður getur verið misvís- andi. Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beit- ingu. Um þessar reglur verður ekki samið.“ „First, it is important to under- line that the term „negotiation“ can be misleading. Accession nego- tiations focus on the conditions and timing of the candidate‘s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules … are not negotiable.“ Það á ekki að „kíkja í pakkann“ eða fara með blekkingar gagnvart þjóðinni þegar fullveldi hennar er annars vegar. http://ec.europa.eu/enlargement/ pdf/publication/enl-understand_ en.pdf „Út úr skápnum“ Öruggt dreifi kerfi – líka á Suðurnesjum Fyrir jólin birtust á heil- síðum blaða kynningar á jólabjór og léttvínum, sem að mínum dómi eru dulbúnar áfengisauglýs- ingar, en þær eru bannað- ar lögum samkvæmt. Slík- ur áróður hlýtur að laða fólk til drykkjuskapar og auka áfengisvandann. Það er því aldrei nógsamlega varað við þeim hættum og margvíslegu tjóni, sem áfengi og önnur vímuefni valda. Tilgangur með skrifum þessum er að vekja athygli á nauð- syn baráttu gegn áfengisbölinu og hvetja til aukinnar bindindissemi. Það veldur vonbrigðum að í skrifum stjórnmálaleiðtoga um áramótin og frambjóðenda fyrir prófkjör flokkanna var ekki lögð áhersla á baráttu gegn eitur- lyfjum, en af þeim veldur áfengi mestum skaða. Þótt enginn stjórn- málaflokkur hér á landi hafi ákveðna stefnu í áfengismálum ættu ráðamenn að geta sýnt í orði og verki jákvæðan hug til þeirra mála svo sem með því að afnema vínveitingar á vegum hins opin- bera eins og Vilhjálmur Hjálmars- son gerði í sinni ráðherratíð og eftir var tekið. Því miður virðast stjórnvöld sofa á verðinum í því alvarlega samfélagsvandamáli, sem hér um ræðir. Þannig er óbreytt verð á bjór og léttvínum á þessu ári ekki fallið til þess að draga úr áfengis drykkju og ekki til fram- gangs þeirri ályktun, sem gerð var á fundi Norðurlandaráðs á sl. ári um að minnka áfengisneyslu á næstu árum. Viðvaranir lækna. Á sama hátt og fólk er hvatt til að hætta reykingum og stunda hreyfingu er ekki síður mikil- vægt heilsunnar vegna að forðast áfengi. Meðal þeirra lækna, sem fyrr á árum vöruðu við áfengis- drykkju var Helgi Ingvarsson yfirlæknir. Hann sagði: „Alkó- hólið er meira þjóðfélagsböl og meiri sjúkdómsvaldur en nokkurt annað efni.“ Og frægur enskur lækn- ir, William Gull, komst í skýrslu sinni til enska þingsins um áfengis mál svo að orði: „Menn líða mikið tjón á heilsunni við stöðuga áfengisneyslu. Þótt í hófi sé skemmir það vefi líkam ans, eyðilegg- ur heilsuna og andlega hæfileika. Ég þekki varla nokkra áhrifameiri orsök hinna ýmsu sjúkdóma en áfengið.“ Óttar Guðmundsson geð læknir telur í blaðaviðtali að stór hluti þeirra sem reyna sjálfsvíg séu undir áhrifum áfengis og að eina róttæka forvörnin gegn sjálfs- vígum mundi vera áfengisbann. Þá hefur Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, í erindi um áhrif lyfja og áfengis á vinnufærni bent á að í dag teng- ist veikindaþátturinn hjá aldurs- hópnum 29-55 ára áfengisneyslu. Ummæli þjóðarleiðtoga Öllum er hollt að læra af lífs- reynslu annarra. Þannig hefur Tage Erlander, fv. forsætis- ráðherra Svíþjóðar og leiðtogi sænskra jafnaðarmanna, sagt að loknum löngum stjórnmálaferli: „Ég iðrast þess að hafa ekki staðið í baráttunni gegn áfenginu meðan ég var starfandi stjórnmála maður með góðu fordæmi eins og gamli kóngurinn. Ef ég væri að byrja minn pólitíska feril myndi ég lifa sem alger bindindismaður og mæla með lífi án áfengis.“ Þá var Kjell Bondevik, fv. forsætis- ráðherra Noregs, ómyrkur í máli um afstöðu sína til áfengis þegar hann sagði: „Áfengi er eyðingarafl sálar og líkama.“ Og ekki gleym- ast varnaðarorð Ólafs Jóhannes- sonar, fv. forsætisráðherra, þegar hann í áramótaávarpi hvatti til baráttu gegn áfengistískunni. Allt tal áfengisvina um vínmenn- ingu er hið mesta öfugmæli, enda „gerir áfengið ekkert nema illt“ eins og Tolstoj komst að orði. Og sjálfur Goethe sagði: „Ef ég gæti rekið áfengi burt úr heiminum væri ég alsæll.“ Hófdrykkja engum til góðs Mikilsvirtur hæstaréttar dómari sagði í viðtali 1952: „Hófdrykkja er vægast sagt engum til góðs og kostar einstaklinginn og þjóð félagið stórfé.“ Síðan hefur áfengis neysla hér á landi marg- faldast og tjónið af hennar völd- um að sama skapi. Engin skörp skil eru á milli hófdrykkju og ofneyslu áfengis og oftast er áfengi eins og eitt bjór- glas kveikjan að notkun annarra eiturlyfja. Þá hafa rannsóknir hér á landi leitt í ljós að tveir af hverj- um tíu, sem byrja að neyta áfeng- is, eru taldir verða ofdrykkju að bráð eða lenda í vandræðum vegna drykkju sinnar. Hætt er við að menn afsali valdi yfir sjálfum sér með notk- un vímuefna. Hvernig getur það verið eftirsóknarvert að skerða dómgreind, spilla heilsu sinni og eiga það á hættu að valda sjálfum sér og öðrum slysum og annarri ógæfu vegna áfengisnotkunar? Hvað sárast er þegar áfengis- notendur raska heimilisfriði og brjóta þann rétt barna að njóta friðsæls og heilbrigðs fjölskyldu- lífs. Svo harkalega er vegið að rétti barna í þeim efnum, að full ástæða er til að tryggja hann í stjórnarskrá líkt og vilji er til um önnur mikilvæg málefni. Eina örugga ráðið gegn því að lenda í klóm Bakkusar er að meina honum aðgang í sitt líf og hafa bindindishugsjónina að leiðarljósi. Sofi ð á verðinum í áfengismálum ESB-AÐILD Jón Bjarnason alþingismaður RAFORKA Þórður Guðmundsson forstjóri Landsnets SAMFÉLAG Árni Gunnlaugsson lögmaður í Hafnarfi rði ➜ Með landsfundar- samþykkt sinni núna um áframhaldandi aðlögun og aðildar- vinnu að ESB er gengið þvert á grunn- gildi og hugsjónir... ➜ Til að bæta lífskjör hér á landi þarf fyrst og fremst að auka jöfnuð. ➜ Engin skörp skil eru á milli hófdrykkju og ofneyslu áfengis og oftast er áfengi eins og eitt bjórglas kveikjan að notkun annarra eitur- lyfja.Á hækjum fl óttans ESB-AÐILD Þorvaldur Þorvaldsson trésmiður og for- maður Alþýðufylk- ingarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.