Fréttablaðið - 28.02.2013, Blaðsíða 18
28. febrúar 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | 18
Tími fyrir forsáningu nokkurra
tegunda sumarblóma, eins og til
dæmis stjúpu, tóbakshorns og
fagur fífils, er kominn. Þeir sem
ætla að rækta tómata og gúrkur í
sumar ættu að byrja á forræktun
núna, að sögn Steinunnar Reynis-
dóttur garðyrkjufræðings.
„Það er auðvitað hægt að sá
núna fyrir kryddjurtum til að hafa
inni og svo aftur fyrir þeim sem
eiga að fara út í garð. Fyrir þá sem
nota mikið af kryddjurtum borg-
ar sig að vera með þær á nokkrum
stigum,“ tekur Steinunn fram.
Forræktun tekur yfirleitt þrjár
til sex vikur og er það misjafnt
eftir tegundum. Forræktun rós-
maríns getur tekið allt að átta
vikur. Sum fræ spíra á nokkrum
dögum.
Steinunn segir mikilvægt að
vera með hrein ílát og verkfæri
við sáninguna. Hefja á forrækt-
un sumarblóma og kryddjurta í
18 til 22 stiga hita. „Sáðmold er
nauðsynleg því að pottamold er
of sterk fyrir spírandi fræ. Þegar
sáð er þarf að vera
búið að vökva moldina eða láta
bakkann í vatn og láta moldina
sjúga vatnið upp í sig. Þegar hún
er orðin dökk á yfirborðinu er hún
búin að fylla sig. Setja á mold yfir
stór fræ en ekki lítil. Ef fræin eru
lítil er nóg að þrýsta þeim aðeins
niður í moldina.
Með því að breiða plast yfir
bakkann helst rakinn í moldinni.
Til að fá súrefni þarf að setja
nokkur göt í plastið. Gott er jafn-
framt að úða aðeins yfir moldina
reglulega.
Ef rakinn er ekki nógu mikill
spíra fræin ekki.
„Það er ekki hægt að sá og fara
svo í viku eða tíu daga frí,“ segir
Steinunn.
Um leið og eitthvað sést
koma út úr fræjunum á að
taka ábreiðuna af moldinni.
Þegar sumarblómin eru farin að
mynda þrjú til fjögur blöð má
færa plöntuna á svalari stað. Ekki
þarf að flytja kryddjurtir í sval-
ara umhverfi þegar blöðum fer
að fjölga, að því er garðyrkju-
fræðingurinn greinir frá.
Verði stilkurinn á plöntunni
þunnur og ræfilslegur er líklegt
að of dimmt eða of heitt hafi verið
á fræjunum. „Ef birtan er ekki nóg
en hitinn mikill verða plönturnar
teygðar. Jafnvægi þarf að vera á
milli birtu og hita.“
ibs@frettabladid.is
Forræktun
sumarblóma
og kryddjurta
Ekki hægt að sá og fara svo í viku frí. Raki
þarf að haldast í moldinni. Gæta þarf að
birtu og hitastigi. Plönturnar færðar út í beð
þegar ekki er hætta á næturfrosti.
Fígúran „Skotti á hjóli“ sem
sett var á páskaegg frá Freyju
árið 2011 og 2012 uppfyllir
ekki kröfur sem gerðar eru til
leikfanga, að því er segir í frétt
á vef Neytendastofu. Fólk er
hvatt til að athuga hvort þessi
vara leynist í leikfangakössum
og farga henni þar sem full-
nægjandi gögn um öryggi
vörunnar eru ekki til.
Nýjar fígúrur sem skreyta
páskaegg Freyju í ár uppfylla
formleg skilyrði um öryggi og
merkingar sem gerðar eru til
leikfanga.
ELDRI GERÐ AF SKOTTA
Á HJÓLI EKKI Í LAGI
SÁNING Mikilvægt er að vera með hrein verkfæri og ílát við sáningu, að sögn
Steinunnar Reynisdóttur garðyrkjufræðings. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þegar hætta á næturfrosti er að
mestu yfirstaðin eru plönt-
urnar færðar út í beð.
Gott er að herða plönturnar
áður, til dæmis með því að
setja bakkana eða pottana út
á daginn og inn aftur á kvöldin
í nokkra daga eða flytja þær út í
gróðurkassa með loki.
Útplöntun sumarblóma og kryddjurta
lífrænt.is
vökvi lífsins
kókoshnetuvatn
einungis unnið
úr ungum
kókoshnetum
frískandi svaladrykkur,
beint úr brunni náttúrunnar!
Náttúrulegur drykkur sem slekkur þorstann, unninn úr lífrænt rækt-
uðum kókoshnetum. Án allra aukefna, mjólkursykurs, kólesteróls
og rotvarnarefna. Stútfullur af nauðsynlegum amínósýrum.
Af 101 bíl sem kom í Tjóna-
skoðunarstöð VÍS fyrstu átta
vikur ársins reyndust 13%
á sumardekkjum, 28% á
negldum dekkjum og 59% á
vetrar- eða heilsársdekkjum.
Á fimmtungi bíla voru dekkin
of slitin til að heimilt væri
að aka á þeim, það er dýpt
mynstursins var innan við 1,6
millimetrar.
Þetta kemur fram í frétt á
vef VÍS þar sem segir jafnframt
að í janúar hafi tryggingafélag-
inu borist yfir 100 tilkynningar
um aftanákeyrslur.
Fimmtungur bíla á
ónýtum dekkjum